27.12.2007 | 23:16
Trúboð - váleg tíðindi ?
Fyrir mörgum árum síðan hlustaði ég á viðtal við Sigurð Helgason eldri, þáverandi forstjóra Flugleiða, þar sem hann sagði að það væri sárt að vera boðberi válegra tíðinda. Það sem hann harmaði á þeim tíma var að þurfa að segja upp starfsfólki sínu.
Þessi orð " Váleg tíðindi komu aftur upp í hugann í allri þessari umræðu um trúboð og trúna á Jesú Krist.
Margir segja sem svo : Já ég vil halda í kristilegt siðgæði og þann kærleika sem kristin trú færir okkur og jafnvel sagði einn þingmaður svo í fréttblaðinu að hann vildi halda í fagnaðarboðskap Jesú Krist, en... það mætti bara ekki vera í formi trúboðs.
Hvað er svona slæmt við Jesú Krist að það megi ekki boða hann, á sama tíma og hvers kyns ósómi og dónaskapur bylur á okkur bæði i dagblöðum inn á öllum heimilum í sjónvarpi útvarpi og á internetinu. Því miður berst sú boðun líka inn í skólana. Eða ætlar fólk að segja mér að þau vandamál sem við heyrum af meðal skólabarna, ofbeldi, þjófnaður, ljótt orðbragð, að það sé vegna þess að boðskapurinn um Jesú Krist hafi skemmt þau svona.
Nei kæru vinir ég held að við ættum að endurskilgreina einhver önnur hugtök eins og til dæmis mannréttindi eða umburðarlyndi, orð sem virðast hafa snúist upp í andhverfu sína í okkar þjóðfélagi. Við heyrum í dag talað um að við þurfum að beygja kné okkar fyrir nýjum Guði, sem kallast "Fjölhyggja" Fjölhyggjan heimtar nýtt siðgæði. Hver er og hvaðan kom þessi fjölhyggja ? Er þetta eins og nýju gallabuxurnar sem tískuverslanir selja unglingum með götum fyrir bæði hné.
Í Fréttablaðinu 24.des er vitnað í dósent í heimspeki sem segir:"Grunnur siðferðis ætti að vera hlutlausari en svo að hann sé brennimerktur ákveðnum trúarbrögðum" Dósentinn þessi bendir síðan á að nútímasamfélög einkennist af fjölhyggju, " að því leyti að fólki leyfist að hafa þær siðferðishugmyndir sem það kýs, innan marka almenns siðferðis og laga. "
Gallinn við þessa fullyrðingu er sá að:
í fyrsta lagi einkennist okkar þjóðfélag ekki af fjölhyggju, heldur þeim kristna arfi sem þjóðin hefur búið við undanfarin þúsund ár.
Í öðru lagi þá er ekki hægt að skilgreina "almennt" siðferði.
Í þriðja lagi þá fara lög og siðferði ekki alltaf saman. Löglegt en siðlaust ,var einhvern tíma sagt.
Ég segi því að það sem þessi maður kallar fjölhyggja, eru bara ein trúarbrögðin í viðbót, og það sem verra er, að það vita fæstir um hvað þau snúast. Það er bara fínt að tala um fjölhyggju.
En svo við snúum okkur aftur að spurningunni. Er boðun kristinnar trúar váleg tíðindi, eða er það hluti af sjálfsögðum mannréttindum okkar að fá að heyra um skaparann? Eru það ekki mannréttindi að maðurinn fái að vita hvaðan hann kom, og af hverju hann er hérna ?
Eða eru það ekki mannréttindi að menn fái að heyra að þeir séu ekki af öpum komnir ?
Hvar er umburðarlyndið þegar kemur að kristinni trú og að þeirri hugmyndafræði sem kristin trú boðar. Er trúin á Jesú Krist váleg tíðindi ? Ég svara nei, en það eru váleg tíðindi að það megi ekki lengur kalla kristið siðgæði " Kristið siðgæði," heldur þurfi að lýsa innihaldinu, eins og gert er nú í frumvarpi að nýjum lögum.
Má bjóða þér lesandi góður í kaffi með 2 bollum af hveiti og hálfum af sykri, einni matskeið lyftidufti 2 eggjum, 50 gr. smjörlíki og slatta af mjólk ?
Eða má bjóða þér í kaffi og vöfflur ? Eða er ég þá að brjóta á mannréttinda -umburðalyndis -fjölhyggjufasismanum ? (Meira um það síðar)Guð blessi þig lesandi góður og ég vona að sem flestir þori ennþá að þiggja kaffi og "bara" vöfflur.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 30.12.2007 kl. 20:13 | Facebook
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
Kristinn ..auðvitað má.." kalla kristið siðgæði " Kristið siðgæði,"
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.12.2007 kl. 23:42
Kristinn, ég vil þakka þér þennann pistil.
Hvað fólk heldur sig vera? Eins og þú segir í skemmtilegri afskræmingu á kaffibollanum.En því miður til fólk með svo mikla RÖRSÝN á eitthvað sem heltekur huga þeira að það verður gjörsamlega blint.
Og hvað er þá til ráða. Jú ,það VERÐUR að LEIÐRÉTTA það.
Já,og orðið Fjölhyggja(gá að fjölinni).Eins og þú sérð er ég að gantast með þetta orð, mér finnst það svo fjarri lagi.
Og ef verður OFAN Á þessi fáránleiki.
þá eru þetta VÁLEG TÍÐINDI.
ÞAÐ MÁ EKKI GERAST.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 06:25
Ég veit að fólk vill að við boðum Krist, en það vill ekki að við segjum frá syndinni, hún er svo ljót. Samræði samkynhneigðra, ekki tala um slíkt, ljúga og stela, það eru allir að gera svoleiðis er sagt. Útþynntur kristindómur þar sem allt er leyfilegt, það vill heimurinn. En Kristur með Heilagan Anda í fararbroddi dæmir um synd, réttlæti og dóm. Við skulum halda áfram að áminna samborgara okkar, og upplýsa fólk um það hvað er synd og hvað er eðlilegt, fagurt og gott, Kristur Jesú gerði það og við munum einnig gera slíkt.
Aðalbjörn Leifsson, 28.12.2007 kl. 17:39
Sæl verið þið og þakka innlegg ykkar.
Anna, það sem ég á við að lögum er breytt til að ná út orðunum kristilegt siðgæði og menntamálaráðherra lætur í það skína að þetta sé allt óbreytt og segir okkur að það sé innihaldið sem skipti máli eins og fram kemur hér:
Í flutningsræðu sinni um grunnskólalögin sagði Þorgerður Katrín m.a. "Í gildandi lögum er fjallað um markmið skólastarfs og þar segir að starfshættir skólans skuli m.a. mótast af kristilegu siðgæði. Í frumvarpinu er á hinn bóginn vísað til jafnréttis, ábyrgðar, umhyggju, sáttfýsi og virðingar fyrir manngildi og hefur það m.a. verið sett inn í námsskrána. Eru breytingarnar gerðar að höfðu samráði við fjölmarga aðila. Framangreind hugtök endurspegla hugtök kristilegs siðgæðis .
Þakka þér Þórarinn, jú að gá að fjölinni er ágæt skilgreining.
Aðalbjörn, Jesús Kristur sonur Guðs er aldrei útþynntur, hins vegar eigum við sem kristnir að elska alla menn og hata syndina í okkar lífi.
Kristinn Ásgrímsson, 28.12.2007 kl. 20:33
Kristinn þetta er gott blogg. Ég er sammala þér og Alla Kristur má ekki vera útþyntur eins og þao er gert nú til dags. Guð blessi ykkur í Jesú nafni. Amen. Kærleisríkur. Ánægður.
Þormar Helgi Ingimarsson, 29.12.2007 kl. 00:28
Einhver sagði að eina sem djöfullinn þyrfti, væri gott fólk sem gerði ekki neitt. Guði sé lof fyrir þína góðu pistla.
Þegar fólk er ánægt eða sammála þá lætur það ekki í sér heyra. Þannig margfaldast gagnrýnisraddir fárra.
Við skulum kalla svart svart og hvítt hvítt.
Haltu áfram þinu góða verki
Guð blessi þig.
Stefán
Stefán Ingi Guðjónsson, 29.12.2007 kl. 03:00
Þakka þér fyrir, ég þygg vöfflurnar. Er ekki fjölhyggja annað nafn fyrir esoterik?
Þetta er líka ágætt veganesti inn í nýtt ár: berst kristnin með umburðarlyndi gegn þjóðfélagi sem er umburðarlynt gegn öllu nema kristni?
En nokkuð þurfum við kristnir að horfast í augu við eigin daufa saltvirkni og að við höfum sjálfir hætt að kalla svart svart og hvítt hvítt. Held að þegar við byrjum á okkur sjálfum fylgi þjóðfélagið sjálfkrafa með - því þjóðfélög eru jú samsett af okkur sjálfum.
Ragnar Kristján Gestsson, 29.12.2007 kl. 21:06
Þakka þér Ragnar, jú við megum víst byrja á okkur sjálfum, rétt er það.
Kristinn Ásgrímsson, 29.12.2007 kl. 22:36
Ég kem í vöfflur hið fyrsta en þygg vatn eða te með þeim
Ég hafði hug á að koma til Keflavíkur á morgun ef veður leyfir... verðið þið heima þá?
Langar smá í fjölskyldu áramótaknús
Díana (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 15:09
Sæll Kiddi.
Ég þakka ánægjulega bloggvináttu á liðnu ári. Ég vil óska þér og fjölskyldu þinni farsældar á komandi ári 2008.
Kveðja // Guðni
gudni.is, 31.12.2007 kl. 17:28
Heill og sæll, Kristinn. Þetta er mjög skemmtilega athugað hjá þér, að ræða málin út frá orðum Sigurðar Helgasonar, þáverandi forstjóra Flugleiða, þar sem hann sagði að það væri "sárt að vera boðberi válegra tíðinda."
En þetta leyfðist honum samt. Nú á okkur hins vegar ekki að leyfast að vera boðberar fagnaðartíðinda!
Já, veröldin er á villugötum í mörgu, en ég þakka þér vitnisburð þinn, hef þetta bara örstutt núna, en þakka þér innilega samskiptin á liðnum tveimur árum og óska þér og öllum þínum, þar með talið söfnuði þínum og lesendum öllum, blessunar Guðs á nýju ári.
Jón Valur Jensson, 31.12.2007 kl. 22:19
Kristinn og fjölskylda.
Ég vil þakka fyrir blessaðar og uppbyggjandi greinar á liðnu ári, einnig ósk um hamingjuríkan komandi tíma.
Næsta ár Jerúsalem !!!! ??? !!!!
Shalom kveðja
Ólafur
Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 22:46
Þakka þér Díana mín, ég geymi vöflurnar handa ykkur,þar til næst.
Þakka þér Guðni, frábærar upplýsingar um bíla og fleira á árinu,sem er að líða.
Jón Valur, þú ert einstakur vinnuþjarkur, óþreytandi talsmaður sannleikans, Guð blessi þig .
Ólafur minn, alltaf gott að heyra frá þér, já Jerúsalem, það hlýtur að koma að því.
Kristinn Ásgrímsson, 1.1.2008 kl. 01:35
Virkilega góður pistill.
Menn reyna oft að flækja það hvaðan okkar siðgæði kemur. Maður þarf einfaldlega að bera saman þjóðfélög sem eru (allavega að nafninu til) "kristin," við þjóðfélög annarra trúarbragða. Við höfum áhersluna á frelsi einstaklingsins. Réttlæti fyrir alla. Ekki bara fyrir karlmenn.
Hin kristna trú er ekki eitthvað sem fólk er þvingað til að trúa á. Þess vegna er staðan sú í hinum vestræna heimi, að fólk í þessari kristnu samfélagsumgjörð, trúir ekki endilega á Krist, en byggir samt samfélagið áfram á hans siðferðilega grunni. Enda virkar þessi grunnur afskaplega vel fyrir alla, sé rétt farið eftir honum.
Hver kannast t.d. ekki við:
"Hvað sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra," eins: "Elska skalt þú náunga þinn eins og sjálfan þig"
Í grunninn má segja að þjóðfélag okkar byggi á slíkum boðum Krists, allavega í meira lagi en þau samfélög sem ekki eru "kristin".
Þegar ég komst fyrst til trúar hugsaði ég alltaf, er ég las kærleiksboðskap Krists, að ef allt fólk færi eftir þessari boðun, þá byggjum við í svo yndislegum heimi. Því miður vantar enn mikið þar uppá.
Þó hefur kristniboð mikið verið gagnrýnt á erlendir grund. En kristniboðar eru ekki að sinna einhverju eigingjörnu starfi sem gengur út á að fjölga tölulegu vægi kristinna einstaklinga á yfirborði jarðar. Þeir vinna svo óeigingjarnt og kærleiksríkt starf.
Ég las fyrir stuttu kristniboðsfréttir þar sem sagðar eru sögur frá íslenskum trúboðum og samstarfsaðilum þeirra. Þar fær maður að heyra af því hvernig börnum á t.t. svæðum í Afríku, er fórnað til "illra vætta" og anda til þess að friða þá. Þarna lifir fólk í ótta við einhverja illvætti og er tilbúið að fórna börnum sínum til þess að halda þeim góðum!
Væri þessu fólki ekki betur borgið með trúna á Krist?
Það fólk sem þarna hefur komist til trúar á Krist vottar það sjálft t.d. að heimilisofbeldi hafi minnkað til muna og meiri virðing er borin fyrir lífinu.
Hví erum við að eigna okkar vestræna siðferði einhverju öðru en Kristi? Fæ ómögulega skilið það.
Takk síðan fyrir skemmtilega pistla á árinu sem er liðið.
Gleðilegt nýtt ár!
Bryndís Böðvarsdóttir, 1.1.2008 kl. 21:40
Þakka þér Bryndís gott innlegg í þessa uræðu og gleðilegt ár.
P.S. Þetta fólk sem þú minnist á í Afríku, jú það er líka merkilegt hvað það er miklu móttækilegra fyrir boðskapnum um Jesú. Þegar ég fór til Kenya nú í okt, þá sagði maðurinn sem ég dvaldi hjá, mér frá því að þau hjónin hefðu einmitt farið til þessara frumstæðu ættbálka. Þau fóru með tjald og rafstöð og sýndu myndina "The Passion of the Christ"
Þegar þessir innfæddu sáu hvernig Kristur var húðstrýktur þá byrjuðu þeir að kasta spjótum sínum í tjaldið þ.e á ofsækjendur Krists. Þannig að þeir tóku strax afstöðu með Kristi.
Kristinn Ásgrímsson, 1.1.2008 kl. 23:08
þakka þér fyrir góðan pistil ,já það er leitt þegar gott er kallað vont og vont er talið gott.
Guð gefið þér gleðilegt nýtt ár og þakka þér fyrir alla þína góðu pistla og hugleiðinar hér
Ruth, 2.1.2008 kl. 00:23
ég vildi bara óska þér og þínum farsældar á komandi ári!! Guð blessi þig og þína.
Linda, 4.1.2008 kl. 05:02
Sæll Kiddi minn. Takk fyrir frábæran pistil. Líst ekkert á kaffi og vöfflu uppskriftirnar Guð blessi þig og þína um ókomna framtíð.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.1.2008 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.