25.12.2007 | 17:31
HANN KOM
Við vitum að sonur Guðs er kominn og hefur gefið okkur skilning til þess að við þekkjum sannan Guð. 1. Jóh. 5.20.
Fyrir nokkra virðist það vera á reiki af hverju við höldum jól. Margir nefna að jólin eigi sér heiðin uppruna, tengist sólardýrkun o.s.frv. Ekki skal á móti mælt að sú hátíð hafi einhvern tíma verið fyrir hendi .
En jól kristinna manna eiga sér annan uppruna, nefnilega koma Guðs inn í þennan heim.Við lesum í Jesaja 40.9 : 9Stíg upp á hátt fjall, Síon, fagnaðarboði. Hef upp raust þína kröftuglega, Jerúsalem, fagnaðarboði. Hef upp raustina og óttast eigi,
seg borgunum í Júda: 10Sjá, Guð yðar kemur í mætti og ríkir með máttugum armi.
Hér segir spámaðurinn fyrir um komu Krists og kallar boðberann fagnaðarboða.
Í Lúkas 2 .8 : En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. 9Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir 10en engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: 11Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. 12Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu."
13Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu......
Hér sjáum við að himnesk vera kemur til jarðar og við sjáum að ótta slær á þá sem sjá hina himnesku veru, jú Guðleg nærvera er alltaf yfirþyrmandi og við finnum öll til veikleika okkar í nærveru Guðs.
Annað sem við sjáum er að engillinn talar um : " MIKINN Fögnuð" og segir síðan að yður er í dag frelsari fæddur....
Þriðja sem við sjáum : Að með englinum var fjöldi himneskra hersveita , eins og þegar konungar eða þjóðhöfðingjar eiga í hlut.
Hér var konungur Guðs ríkisins að koma til jarðar og hersveitir þessa ríkis fylgdu honum.
Við heyrum Jesú síðar segja ( Jóh 18: 36,) "Mitt ríki er ekki af þessum heimi...Væri mitt ríki af þessum heimi hefðu þjónar mínir barist" og aftur heyrist Jesús segja ( Matt 26: 53) : " Hyggur þú, að ég geti ekki beðið föður minn að senda mér nú meira en tólf sveitir engla ? "
Guð kom í þennan heim til mannanna sem hann hafði skapað, til þess að bjarga og greiða úr þeirri flækju sem maðurinn hafði komið sér í með synd sinni. Þetta kallast fagnaðarerindi. Þetta má kenna um í skólum á Íslandi en ekki boða. Reyndar lét Jesús líf sitt vegna þess að hann boðaði þennan boðskap. Mætti það vera umhugsunarefni fyrir okkur þessi jól.
Jesús var ófeiminn við að segja okkur hver hann væri, Hann sagði m.a að :Ef nokkurn þyrstir þá komi hann til mín og drekki. Á táknrænan hátt segist hann vera hið lifandi vatn.
Ísland í dag:
Í okkar þjóðfélagi hefur nú verið umræða um hvað má og ekki má. Og það virðist stefna í það að jólaboðskapinn má ekki boða, en það má um hann fræða . Og með þessu er okkur sagt að verið sé að varðveita mannréttindi.
Lítill drengur eða stúlka á skóla bekk þau mega horfa á hreint og tært vatnsglas en ekki drekka af því, Jú þetta stendur fyrir Krist segir kennarinn, en fyrst þarf ég að sýna ykkur alla hina menguðu vökvana, síðan þegar þið eruð orðin fullorðin , þá getið þið tekið þá ákvörðun að drekka hreina vatnið, nú ef þið eruð ekki orðin veik af hinu sullinu.
Mannréttindi og mannréttindi, það eru allir að boða eitthvað í dag og ég ætla bara að vera trúboði, trúin hefur reynst mér gott haldreipi í lífinu hingað til og af hverju skyldi ég ekki segja öðrum frá því.
Minni þig aftur á kæri lesandi að Guð hefur markað spor sín í þessum heimi og gefið okkur skilning á því hver hann er. Spurningin er þessi : Vilt þú taka á móti jólagjöf Guðs ?
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:31 | Facebook
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.