Leita í fréttum mbl.is

Kærleikskveðja til Siðmenntar og Vantrúar.

  Var að horfa á samtal Arnþrúðar og Bjarna í þættinum Ísland í dag.Þar kom fram að hörð orð hafa fallið á báða bóga í umræðunni um kristið siðgæði og presta í skólum.

Ég verð nú að segja að fólk sem notar persónulegar svívirðingar til að koma málstað sínum á framfæri kallast ekki kristið. Það er ekki í anda Krists. Það veldur mér hryggð, að einhver haldi að hann sé að verja kristilegt siðgæði, með því að hafa í hótunum við fólk.

Nú það er fjarri að ég sé sammála þessum samtökum , en í þeim er fólk og ég vil bera virðingu fyrir öllum mönnum, kristnum, vantrúuðum , múslimum eða hverrar lífsskoðunar eða trúar þeir eru.

Ég óska öllum sem tilheyra Siðmennt, sérstaklega Hope Knútsson, sem talað var um í þættinum  gleðilegra jóla og alls hins besta í framtíðinni.

Það sama á við þá sem hafa átt orðaskipti við mig frá Vantrú á þessari síðu, þeir hafa hingað til verið málefnalegir og kurteisir. Óska ég þeim gleðilegra jóla og alls hins besta í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kristinn, ég vil bara segja að þetta er falleg hugsun og vil um leið óska þér og þinna innilega GLEÐILEGRA JÓLA.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.12.2007 kl. 20:25

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sömu leiðis Kristinn, gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Brynjólfur Þorvarðsson, 16.12.2007 kl. 20:43

3 identicon

Hafðu það einnig sem allra best. Gleðileg Jól..   

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 20:53

4 identicon

Kæri Kristinn, Mér þykir vænt um að heyra þessu hlýju orð í minn garð. Takk kærlega og gleðileg hátíð! Með hlýrri kveðju, Hope

Hope Knútsson (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 21:10

5 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka ykkur, Anna , Brynjólfur  og Hope  góðar kveðjur.

Kristinn Ásgrímsson, 16.12.2007 kl. 22:39

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Takk fyrir kveðjuna Kristinn.  Ég óska þér og þínum alls hins besta um jólin. 

Matthías Ásgeirsson, 16.12.2007 kl. 23:23

7 identicon

Viðverukvitt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 04:06

8 Smámynd: Linda

Tek undir hvert einasta orð hér Kiddi, og vildi bæta við að þú ert einstakur.  Eigðu Gleðileg jól og farsælt komandi ár.  

Linda, 17.12.2007 kl. 17:54

9 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka ykkur góðar kveðjur. Arngrímur, við þurfum nú ekki að kallast stórmnenni þó við viljum fólki vel, en þakka þér samt og þér líka Linda Guð blessi þig og gefi þér gleðileg jól

Kristinn Ásgrímsson, 17.12.2007 kl. 21:51

10 identicon

Takk fyrir glæsilegann pistil á Lindinni (17.12) 

conwoy (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 22:34

11 identicon

Kristinn, trúbróðir og vinur.

Ég þakka fyrir þennan pistil þinn, sem er í anda þeirrar hátíðar sem haldin er á næstu dögum.

Óska þér og fjölskyldu þinni alls þess besta á nýju ári. Þakka gamlar stundir.

Með Shalom kveðju.

Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband