23.9.2007 | 22:57
Guð Abrahams
Guð Abrahams
Var að lesa umræður á bloggsíðu Svans Sigurbjörnssonar hjá Siðmennt um fórn Abrahams. Það er mjög erfitt að komast að réttri niðurstöðu ef við leggjum upp með rangar forsendur. Í sálmi Davíðs segir:"Hversu torskildar eru mér hugsanir þínar ó Guð." (Sálmur 139.17)
Og aftur í 1.kor. 2.14"Maðurinn án anda veitir ekki viðtöku því, sem Guðs anda er."
Til þess að skilja biblíuna þurfum við að skilja hugsanir Guðs og til þess að skilja hugsanir Guðs þá þurfum við að hafa anda Guðs. Allir geta eignast anda Guðs en andinn veitist samt aðeins fyrir trú. En það út af fyrir sig á ekki að ræða í þessum pistli. Heldur þessi spurning sem beint var til vinar míns Jóns Vals hvort hann væri reiðubúinn að fórna sínum syni eins og Abraham var tilbúinn að fórna sínum.
Nú þá er fyrst að segja þetta, að í áætlun Guðs var bara einn Abraham og líka bara einn Jesús Kristur. Allt sem Guð gerði í lífi þessara tveggja, tengdist fyrirhugaðri hjálpræðisáætlun Guðs. Þegar Abraham hafði verið reyndur af Guði, hvort hann myndi fórna sínum syni, þá talar engill Drottins til hans og segir:" Að fyrst þú gjörðir þetta og synjaðir mér eigi um einkason þinn þá skal ég ríkulega blessa þig og stórum margfalda kyn þitt.... og af afkvæmi þínu skulu allar þjóðir á jörðunni blessun hljóta."
Páll segir okkur í Galatabréfinu hvert afkvæmið var. Það var Kristur. Þannig að það má segja að Guð hafi sagt: Fyrst þú Abraham synjaðir mér ekki um þinn son, þá mun ég gefa þér minn son.
Þannig að þetta er upphafið af hjálpræðisáætlun Guðs, til fallins mannkyns. Guð hafði gefið Adam vald yfir jörðinni . Adam hafði framselt þetta vald djöflinum. Þannig að nú þurfti Guð að gera sáttmála við manninn til þess að eiga inngang aftur . Guð er trúr sínu orði og djöfullinn hafði lagalegan rétt yfir jörðinni. Nú er það, að Guð gerir sáttmála við Abram, að vera hans Guð og Abram segir já. Guð segir síðan : Þú skalt verða faðir margra þjóða ...og skalt þú heita Abraham. Og það er eftir það að Guð biður Abraham um soninn.
Sáttmáli í hinum austræna heimi, á milli tveggja einstaklinga þýddi : Allt mitt er þitt og allt þitt er mitt. Þannig að ef Abraham gaf sinn son þá var Guð skuldbundinn að gefa sinn son. Þetta er einfaldlega hugsunin á bak við fórn Abrahams.
Einnig í Hebreabréfinu þá kemur í ljós að Guð talaði oft fyrrum til okkar mannanna í gegnum spámennina. En nú í lok þessara dag hefur hann talað til okkar í syni sínum.
Þannig að biblían samanstendur af tveimur sáttmálum hinum gamla og hinum nýja.
Í Hebreabréfinu 11 kafla er einnig sagt, að Abraham fórnfærði Ísak fyrir trú er hann var reyndur, hann hugði, að Guð væri þess jafnvel megnugur að vekja upp frá dauðum. Af hverju hugsaði Abraham svona? Jú Guð hafði sagt honum: " afkomendur Ísaks munu taldir verða niðjar þínir. "
Á þessu sést að Abraham treysti Guði í blindni.
En að leiða getur að því að Guð biðji Pétur eða Pál að fórna einkasyni sínum, er einfaldlega vanþekking á hugsun Guðs, í þessu samhengi.
Abraham er sá sem Guð notaði til þess að koma hjálpræðis áætlun sinni til mannanna.
Sumt af því sem hér hefur verið sagt hljómar sennilega eins og heimska fyrir það sem við köllum mannlega skynsemi, enda talar Páll um heimsku prédikunarinnar.
Jesús orðaði það þannig, að enginn getur séð Guðs ríki nema hann endurfæðist.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:17 | Facebook
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
Glæsileg grein hjá þér Kristinn. Þakkir og kveðja.
Guðmundur Pálsson, 24.9.2007 kl. 00:07
Vel útskýrt og vonandi útskýrir hún fyrir Svani og fleirum hvað þarna var á ferðinni. Sýnidæmi handa okkur svo að við gætum skilið hvernig Guð leið þegar Jesú dó á krossinum. Enn fremur sýnir þetta dæmi að Guð ætlast ekki til þess af okkur heldur er það Hann sem gerir svona en við þurfum aldrei að gera svona.
Þakkir fyrir góða grein.
Mofi, 24.9.2007 kl. 10:15
Sammála. Guð blessi þig.
Linda, 24.9.2007 kl. 19:05
Afsakaðu að ég skrifa svona nafnlaust. En ég sótti um þig sem bloggvin og vildi bara segja þér að sért þú ósáttur við nafnleysi mitt máttu spyrja Guðstein, hann veit hver ég er og ég hef beðið hann að segja þér það ef þú villt það heldur.
Þetta er frábær grein, ég hef alltaf vitað að Guð ætlaði aldrei þiggja þessa fórn heldur vildi sjá hvort Abraham vildi gera þetta, en ég hef aldrei hugsað út í þetta svona.
Flower, 29.9.2007 kl. 12:57
Þakka ykkur góða fólk Guðmundur, Linda og Halldór fyrir ykkar innleg. Og þú blómið mitt ert komin á bloggvinalistann, þakka þitt innlegg.
Kristinn Ásgrímsson, 29.9.2007 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.