5.9.2007 | 22:34
Kærleikur á undanhaldi og lögleysi í sókn.
Að koma heim úr fríi þá hálfpartinn þyrmdi yfir mig af öllum neikvæðu fréttunum.
Varð forviða þegar ég heyrði í fréttum að lögmaður dæmds ofbeldismanns hefði fengið þann úrskurð að framheili sakamannsins hefði skaddast í slysi og nú þyrfti að meta hvort maðurinn væri sakhæfur. Er hægt að gera meira grín að réttarkerfinu spyr ég ? Eru lögin þá sett til þess að hálir lögfræðingar komist í kring um þau og lögleysið fái að vaða uppi.
Enn heyri ég að fólk setja fram þau rök að vegna þess að ungri stúlku var nauðgað, að þá verðum við að leyfa fóstureyðingar. Ung kona segir, ef ég yrði þunguð núna í þessum kringumstæðum, færi ég hiklaust í fóstureyðingu. Það er eins og verið sé að tala um dekk undir bílnum .
Maður fer til dyra með exi og klífur andlit gestkomanda, enda viðkomandi óboðin.
Við heyrum hrópað: Friðum hvalina, ættleiðum hvalina, en það er sjálfsagður réttur að eyða börnum.
Við þurfum orðið sérsveitarmenn til að gæta okkar á götum borgarinnar, eftir að skyggja tekur. Unglingar á kafi í eiturefnum, ofbeldishneigðir, virðast margir ekki vita muninn á réttu og röngu. Unglingageðdeildir yfirfullar.
Hvaðan kom lögleysið til þeirra. Eða hvernig eiga börnin að bera virðingu fyrir því sem er rétt og gott ef löggjafinn og við sem á undan göngum gerum ekki svo.
Er þetta það þjóðfélag og sú lífsmynd sem við þráum ?
Það var Jesús Kristur sem sagði þetta: ..og vegna þess að lögmálsbrotin magnast, mun kærleikur alls þorra manna kólna.
Þetta helst í hendur að virða Guð og virða menn, og elska Guð og að elska menn.
Í orðskviðum Salómons stendur: Þegar óguðlegum fjölgar, fjölgar og misgjörðum....aftur í sama kafla: Þegar réttlátum fjölgar, gleðst þjóðin, en þegar óguðlegir drottna andvarpar þjóðin.
Ef lögfræðingurinn vildi skjólstæðingi sínum vel, og hefði til þess þekkingu, þá myndi hann ráðleggja honum að játa afbrot sín og biðja þá sem hann hefur brotið gegn fyrirgefningar. Þá fyrst yrði þessi aumingja maður frjáls, þótt hann sæti ynni. Það er hægt að vera fangi þótt menn séu ekki í fangelsi. Það er líka hægt að vera í fangelsi og vera frjáls. Þegar við horfumst í augu við gjörðir okkar og iðrumst þeirra af hjarta, þá tökum við fyrsta skrefið í átt til frelsis.
Sannleikurinn gerir okkur frjáls, en lygin og blekkingin fangelsar okkur.
Það gladdi mig hins vegar að heyra þegar ég kom heim úr fríinu að í Ármúlanum hefði vændishúsi verið breytt í bænahús. Þar sem áður voru seld eiturlyf kemur fólk nú saman til bæna, iðrast synda sinna og upplifir ótrúlega lausn og lækningu, sem aðeins Jesús Kristur getur gefið inn í sitt líf.
Það segir mér, að það er til lifandi Guð sem skapaði himinn og jörð og Hann er sá sem skapaði manninn til að eiga samfélag við sig . Og aðeins í þessu samfélagi virkar maðurinn eins og ætlast var til.
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
ég þakka góð orð
halkatla, 5.9.2007 kl. 22:48
Tek undir með Önnu K. þó vil ég bæta við að það sé ótrúlegt stress í þjóðfélaginu, maður finnur það og sér það í fréttum landans. Fólk hatast út í trúaða og gerir lítið úr skoðunum þeirra. Guð gefi okkur úthald og styrk í þessari baráttu við þau öfl sem stríða gegn öllum í þessu landi. Við eigum von í Kristi og það er dásamlegt að heyra um Ármúlann, Þannig er Guð, hann mætir þar sem fólk á síst von á, enda sýndi Jesú það best.
Linda, 6.9.2007 kl. 03:11
Þakka þér fyrir að færa þetta í orð ,ég er innilega sammála
Ruth, 6.9.2007 kl. 13:31
já afi, ég er 100% sammála!
og er Ekkert SMá gløð að heyra um Ármúlann
sunneva (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 16:25
Sterklega orðaður pistill, og ekki veitir víst af . Kveðja : e n o k
enok (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 21:56
Myrkur sem einkennist af virðingarleysi... allt frá örfínni athugasemd upp í akkúrat þetta. Ég bið Guð um Ljós
Oft skil ég ekki hversu langt þetta fær að ganga en ég hef lært að koma með áhyggjur mínar fram fyrir Drottinn og að leita Guðs með bæn, beiðni og þakkargjörð. Takk fyrir góða lesningu Kiddi minn og faðir minn "Verði þinn vilji"
Díana (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 22:40
Þakka ykkur öllum innlitið og góð orð.
Kristinn Ásgrímsson, 13.9.2007 kl. 18:16
Flottur pistill Kiddi minn, sem var svo sem ekki við öðru að búast frá trúmanni eins og þér. En velkominn heim og ég vona að þú hafir notið þess að vera í fríi.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.9.2007 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.