31.7.2007 | 23:57
Sabbatsdagur eða Sabbatshvíld ?
Ég hef verið beðin að segja mitt álit í sambandi við hvíldardaginn. Það hefur verið athyglisverð umræða hér á nokkrum bloggsíðum um þetta mál. Þar hefur komið fram nokkuð góður rökstuðningur fyrir því að laugardagurinn sé rétti hvíldardagurinn. Ég hef ekkert við það að athuga og er sammála því að laugardagurinn er rétti hvíldardagurinn.
Hins vegar er þetta og var hvíldardagur gyðinga og hvíldardagur hins óendurfædda eða náttúrulega manns.
Gamli sáttmálinn hafði prestaþjónustu, Móselögmálið, hátíðir og hvíldardaga og alls kyns reglur. Gamli sáttmálinn var gerður við Abram og síðan kemur lögmálið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist.
Páll postuli talar um þetta í Galatabréfinu 4.10: þér hafið gætur á dögum og mánuðum, vissum tíðum og árum .
Kól. 2.16. Enginn skyldi því dæma yður fyrir mat drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. Þetta er aðeins skuggi þess sem koma átti, en líkaminn er Krists
Ég vil bara benda hér á að þessi umræða er ekki ný, hún var uppi á dögum Páls þegar hinir kristnu gyðingar ásökuðu heiðingjana sem höfðu tekið við Kristi um að halda ekki hátíðir eða hvíldardaga . Hvað segir Páll. Enginn skyldi dæma yður .... þetta er aðeins skuggi þess sem koma átti.
Í Hebreabréfinu ber höfundurinn saman hvíld hins nýja sáttmála og hvíldardagsins. Sjáðu til, þú getur haldið hvíldardaginn heilagan hvern laugardag og jafnvel hvern einasta dag, án þess að ganga inn til hvíldarinnar í Kristi.
Hebr. 4. 1. Fyrirheitið um að ganga inn til hvíldar Hans stendur enn.....
Hér er alls ekki verið að tala um að halda einhvern hvíldardag, heldur ganga inn til hvíldar Guðs fyrir trúna á Jesú Krist.
Ég fyrir mitt leyti er mjög sáttur við þá, sem hafa þá trú að halda laugardag , sem hvíldardag ,
Róm 14. 5. "Einn gjörir mun á dögum annar metur alla dag jafnt. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum." en mín sannfæring er sú , að það sé engin hvíldardagur í hinum nýja sáttmála heldur sabbatshvíld í Kristi.
Ef þetta hefði verið mál, þá hefði postulafundurinn ályktað að það ætti að bjóða heiðingjunum að halda hvíldardaginn.
Hins vegar er það mitt mat að við eigum að minnast Drottins og lofa Hann og upphefja á " Drottins Degi, ( Opinb.1.10.) sem er ekki endilega hvíldardagur heldur dagur tileinkaður Drottni okkar og frelsara sem hefur gefið okkur hvíldina í Kristi sem menn gamla sáttmálans gátu ekki meðtekið, vegna þess að Kristur var ekki enn dáinn vegna okkar synda.
Þetta er nú ekki skrifað til að deila við þá ágætu bræður sem um þetta hafa skrifað, heldur til að standa vörð um mína eigin sannfæringu og frelsi mitt og sabbatshvíld í Jesú Kristi.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 1.8.2007 kl. 00:07 | Facebook
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
Alltaf merkilegt að sjá Hvítasunnumenn sem halda fram, með réttu eins og einhver fyrsti bókstafstrúarmaðurinn : Marteinn Lúther, að við eigum að fara eftir Ritningunni en ekki mannasetningum. Því er merkilegt að sjá þá streitast við að halda ekki Hvíldardaginn heilagan eins og Ritningin er uppfull af reglum og ákvæðum þar um. Ég skal fúslega viðurkenna að sem Þjóðkirkjumaður á ég við ramman reip að draga þó ég haldi Hvíldardaginn, hinn 7. dag vikunnar. Ég er samt óþreytandi að koma þessum sannleik að. Það er reynt að læða því að okkur , eins og fram á þriðju öld, að Hvíldardagurinn/Sabbatsdagurinn sé fyrir gyðinga, ekki aðra. Guð gaf manninum eins og kunnugt er Hvíldardaginn, ekki bara gyðingum eins og auðvelt er að lesa sér til um í Ritningunni. Það er ekkert sérstaklega eignað gyðingum nema síður sé.
Hafi Kristur ætlað okkur að skipta um Hvíldardag, hlyti Hann að hafa tekið slíkt skýrt fram í Orði sínu. En þar er ekki að finna einn stafkrók um að Guð hafi flutt helgihald 7. dagsins yfir á sunnudaginn, 1. dag vikunnar. Hins vegar finnum við athyglisverða hvatningu Jesú Krists til allra lærisveina sinna um trúmennsku varðandi Hvíldardaginn um alla framtíð. Lærisveinarnir höfðu spurt Jesú um hvaða tákn yrðu til að sýna þeim að endir veraldar væri nálægur. Þá boðaði Hann að fyrst yrði Jerúsalem lögð í rúst, sem rættist árið 70 e. Kr., og að enn mundi líða langur tími, en alltaf skyldu þeir varðveita helgihald 7. dags vikunnar. Sjá 20. vers 24. kafla
Þ.e.a.s flótti þeirra úr Jerúsalem, sem gerðist árið 70 eftir Krist, eða um 40 árum eftir krossdauða Krists og upprisu. Sjáið þið bara! Jesú var annt um að lærisveinar Hans hefðu áfram í heiðri helgihald Hvíldardagsins, 7. dag vikunnar, laugardagsins, löngu eftir dauða Hans og upprisu.Matteusarguðspjalls:
Biðjið, að flótti yðar verði ekki um vetur eða á Hvíldardegi.
Páll og Barnabas höfðu líka í heiðri þetta boðorð um helgi Hvíldardagsins löngu eftir að Jesús reis upp frá dauðum. Við skulum skoða 42.- 44. vers í
Postulasögunni:
-42- Þegar þeir gengu út, báðu menn um, að mál þetta yrði rætt við þá aftur næsta Hvíldardag. -43- Og er samkomunni var slitið, fylgdu margir Gyðingar og guðræknir menn, sem tekið höfðu trú Gyðinga, þeim Páli og Barnabasi. En þeir töluðu við þá og brýndu fyrir þeim að halda sér fast við náð Guðs. -44- Næsta Hvíldardag komu nálega allir bæjarmenn saman til að heyra orð Drottins.
Hér er greinilega sýnt frá á það, að hinir kristnu lærisveinar Drottins héldu áfram, eftir upprisu Jesú Krists, að safnast saman á samkomum og guðsþjónustum á Hvíldardegi Drottins. Ekkert hafði breyst! Það er að finna athyglisverða yfirlýsingu í Biblíunni um óbreytanleika Drottins. Þetta er það vers serm Hvítasunnumenn ítreka hvað mest þeir mega á Omega. Sjáum hvað segir í áttunda versi 13. kafla Hebreabréfsins :
Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.
Já, Drottinn er alltaf hinn sami og Hann breytist ekkert. Og Hann breytir heldur ekki lögum sínum, stjórnarskrá ríkis síns. Það er engin þörf á að breyta lögum Guðs. Hins vegar þurfum við að breytast og við þurfum að læra að elska fyrirmæli Drottins.
Svo segir í 22.-23. versi í 66. kafla Jesaja :
-22- Já, eins og hinn nýi himinn og hin nýja jörð, sem ég skapa, munu standa stöðug fyrir mínu augliti segir Drottinn eins mun afsprengi yðar og nafn standa stöðugt. -23- Og á mánuði hverjum, tunglkomudaginn, og á viku hverri, Hvíldardaginn, skal allt hold koma til þess að falla fram fyrir mér segir Drottinn. Við skulum rifja hér upp fyrirheit Guðs varðandi Hvíldardaginn, eins og við getum lesið um það í 13.-14. versi í 58. kafla
Jesaja :
-13- Ef þú varast að vanhelga Hvíldardaginn, varast að gegna störfum þínum á helgum degi mínum, ef þú kallar Hvíldardaginn feginsdag, hinn helga dag Drottins heiðursdag og virðir hann svo, að þú framkvæmir ekki fyrirætlanir þínar, annast ekki störf þín né talar hégómaorð, -14- þá munt þú gleðjast yfir Drottni og þá mun ég láta þig fram bruna á hæðum landsins og láta þig njóta arfleifðar Jakobs föður þíns, því að munnur Drottins hefir talað það.
Sá sem vill þiggja aðra títt nefnda gjöf sem Guð gefur fólki sínu, þ.e. fyrirgefninguna og eilífa lífið, vill sá hinn sami ekki líka þiggja þessa góðu gjöf frá Honum sem Hvíldardagurinn er? Lítum á hvernig Esekíel spámaður orðaði þetta í 12. versi 20. kafla
Esekiel :
Ég gaf þeim og Hvíldardaga mína, að þeir væru sambandstákn milli mín og þeirra, til þess að menn skyldu viðurkenna, að ég, Drottinn, er sá, sem helgar þá. Hvað hafði sjálfur Frelsarinn að segja um lög sín og meginreglur? Lítum á vers 17-19 í 5. kafla
Matteusarguðspjalls :
-17- Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. -18- Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram. -19- Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki. Og hvað gerðu lærisveinar Drottins löngu eftir uprisu hans og uppstigningu til himins hvað helgihald snerti? Það getum við lesið um í orðum Páls postula í 2. versi 17. kafla
Postulasögunnar :
Eftir venju sinni gekk Páll inn til þeirra, og þrjá Hvíldardaga ræddi hann við þá og lagði út af ritningunum,
Páll postuli sótti kirkju á Hvíldardegi Drottins, 7. dag vikunnar. Hvað hefur breyst, og hvernig breyttist það?
Kristin kirkja, á öldum vanþekkingar og fáfræði, segist hafa skipt um Hvíldardag með eigin valdi. Eftirfarandi yfirlýsingu er að finna á 50. blaðsíðu í Lærdómskveri kaþólskra kenninga eftir Peter Geiermann, Þar í nokkrum spurningum og svörum segir orðrétt:
“Spurning: Hvaða dagur er Hvíldardagur?
Svar: Það er laugardagurinn.
Spurning: Hvers vegna höldum við sunnudaginn þá helgan?
Svar: Vegna þess að Kaþólska kirkjan færði helgi Hvíldardagsins yfir á sunnudaginn.”
Um þessa breytingu á Hvíldardegi Drottins hafði hinn frægi kardínáli, James Gibbon í Baltimore í Bandaríkjunum, þetta að segja: “Kaþólska kirkjan staðhæfir, að hún hafi gert breytinguna. Og þessi breyting er merki þess, að kirkjan hefur vald og myndugleik í andlegum málum.”
Sömuleiðis er hér tilvitnun í kaþólskar heimildir í blaðinu The Catholic Record, 1. september, 1923. Þar segir orðrétt:
“Sunnudagurinn er merki um vald okkar. . . . . Kirkjan er ofar Biblíunni, og breyting Hvíldardagsins er sönnun þessarar staðreyndar.” Hvaða augum lítur Jesú Kristur það þegar menn fikta við Orð Guðs? Sjáum um það í 3. versi sem og í því 7.-9. versi 15. kafla
Matteusarguðspjalls :
-3- Hann svaraði þeim: Hvers vegna brjótið þér sjálfir boðorð Guðs sakir erfikenningar yðar? . . . .-7- Hræsnarar, sannspár var Jesaja um yður, er hann segir: -8- Lýður þessi heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt frá mér. -9- Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar. Sjálft Nýja testamentið leggur ríka áherslu á það, að öll boðorðin séu í gildi áratugum eftir dauða og upprisu Jesú Krists. Þetta kemur hvað best í ljós í Jakobsbréfinu og Opinberunarbókinni. Skoðum fyrst 10.-12. vers annars kafla
Jakobsbréfsins :
-10- Þótt einhver héldi allt lögmálið, en hrasaði í einu atriði, þá er hann orðinn sekur við öll boðorð þess. -11- Því sá sem sagði: Þú skalt ekki hórdóm drýgja , hann sagði líka: Þú skalt ekki morð fremja. En þó að þú drýgir ekki hór, en fremur morð, þá ertu búinn að brjóta lögmálið. -12- Talið því og breytið eins og þeir, er dæmast eiga eftir lögmáli frelsisins.
Hér nefnir Jakob fáein boðorðanna til þess að enginn velkist í vafa um hvaða lög og reglur Guðs hann eigi við, sem sé Boðorðin tíu. Brjóttu gegn einu þeirra og þú hefur brotið þau öll, segir þessi lærisveinn Krists a.m.k. 30-40 árum eftir dauða og upprisu Jesú Krists. Lærisveinninn Jóhannes skrifaði um boðorðin, þegar hann var kominn á efri ár og langt um liðið frá upprisu Jesú Krists. Hann segir í 3.-4. versi annars kafla
fyrra Jóhannesarbréfs :-3- Og á því vitum vér, að vér þekkjum hann, ef vér höldum boðorð hans. -4- Sá sem segir: Ég þekki hann, og heldur ekki boðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í honum. Annað Þessalónikubréf 2. kafli vers:9-12 :
-9- Lögleysinginn kemur fyrir tilverknað Satans með miklum krafti, lygatáknum og undrum -10- og með alls konar ranglætisvélum, sem blekkja þá, sem glatast, af því að þeir veittu ekki viðtöku og elskuðu ekki sannleikann, svo að þeir mættu verða hólpnir. -11- Þess vegna sendir Guð þeim megna villu, til þess að þeir trúi lyginni. -12- Þannig munu allir þeir verða dæmdir, sem hafa ekki trúað sannleikanum, en haft velþóknun á ranglætinu.
Í augum Guðs er mikilvægt að við lærum ekki aðeins að þekkja sannleikann, þar með taldar meginreglur Drottins, heldur einnig að við lærum að elska sannleikann. Það er mikill munur á því að þekkja sannleika Guðs og að elska þann sama sannleika. Lítum nú aftur í Gamla testamentið og sjáum viðhorf Guðs gagnvart þeim sem áttu að sýna öðrum fordæmi í þessu efni, en brugðust gjörsamlega. Þetta sjáum við í 26. versi 22. kafla
Esekíels :
Prestar hennar hafa brjálað lögmáli mínu og vanhelgað helgidóma mína. Þeir hafa engan mun gjört á því, sem heilagt er og óheilagt, og eigi frætt menn um muninn á óhreinu og hreinu, og þeir hafa lokað augum sínum fyrir Hvíldardögum mínum, svo að ég vanhelgaðist meðal þeirra.
Gleyymum því ekki að Boðorðin tíu eru stjórnarskrá Guðsríkis og að allt fólk Guðs mun hafa þau í heiðri um alla eilífð. Það er því mikilvægt að við virðum þau núna, einig hér í þessu ríki sem við lifum í nú. Margt fleira mætti tína til um þetta áhugaverða efni. En nú ætti sérhverst kristinn að íhuga þann boðskap sem prestar, hvort sem er Hvítasunnuhreyfingarinnar. Kaþólikka eða Þjóðkirkjunnar, hafa að færa söfnuðum sínum um Hvíldardag/Sabbatsdag Drottins og bera það saman við Ritninguna eins og t.d. hér hefur verið vísað í. Sjáið hvort þeir taki Orð Drottinns fram yfir mannasetningar eins og Hann kallaði þær. Ég spái því að sannkristnir muni verða mjög undrandi yfir boðskap presta sinna og fræðimanna.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.8.2007 kl. 01:30
Hægan, hægan!
Hvers vegna halda menn "sunnudaginn heilagan"? Er það vegna þess að kaþólska kirkjan falsaði Guðs orð?
Af hvaða samkomum hefðum við misst ef hinir kristnu hefðu bara komið saman á Sabbat-deginum?
Samkomunni þegar tilkynnt var að Jesús væri upprisinn. Öll Guðspjöllin segja okkur frá upprisunni "fyrsta dag" vikunnar þ.e sunnudag.
Á sunnudeginum á eftir voru allir samankomnir og Tómas fékk að setja fingur og hönd í naglaförin og síðusárið.
Hann blés á þá á sunnudegi og sagði "meðtakið heilagan anda".
Á Hvíta-sunnudegi hófu þeir allir að tala nýjum tungum.
Páll postuli teygði ræðu sína fram allt til miðnættis á sunnudegi og Evtýkus sofnaði, féll út um gluggann af þriðja lofti og Páll sagði að það væri líf með honum.
Korintumönnum var ráðlagt að taka til hliðar gjafir til safnaðarins á fyrsta degi vikunnar.
Af þessu má glöggt sjá að Kaþólska kirkjan hafði ekkert með helgihald sunnudagsins að gera, þetta helgihald hófst með upprisu Jesú Krists og hefur fylgt þeim sem hann tigna. Postularnir sem uppaldir voru við helgihald Sabbatsins stunduðu sunnudagssamkomur Drottins vegna. Hann, sunnudagurinn er því sáttmálatákn hins nýja sáttmála. Enda kemur það ljóst fram í Hebr"eabréfinu sem Kiddi nefnir að "hefði Jósúa leitt þá til hvíldar, þá hefði Guð ekki síðar meir talað um annan dag."
Sá dagur er sáttmáladagur hins Nýja Sáttmála og kallaður sumsstaðar Drottins dagur vegna upprisu Jesú á sunnudeginum.
Þannig hefur sunnudagshelgihaldið síður en svo komið inn sem páfaplott !
heldur leitt af Heilögum anda meðal þeirra sem Guð ritaði lögmál sitt í hjarta dýrkenda sinna.
kær kveðja
Snorri
snorri (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 11:51
KiddiKef: Gamli sáttmálinn hafði prestaþjónustu, Móselögmálið, hátíðir og hvíldardaga og alls kyns reglur. Gamli sáttmálinn var gerður við Abram og síðan kemur lögmálið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist.
Gamli sáttmálinn var musteris þjónustan sem benti til Krists. Lögmálið eða boðorðin tíu komu til Móse en fyrirgefningin fyrir að brjóta það lögmál kom fyrir Jesú Krist. Jesú kom til að borga gjaldið fyrir að brjóta boðorðin tíu sem sést best á því að boðorðin tíu voru í sáttmálsörkinni og á friðþægingardeginum þá fór æðsti presturinn með blóðfórn og sletti á náðarsæti arkarinnar sem var yfir boðorðunum tíu.
KiddiKef: Páll postuli talar um þetta í Galatabréfinu 4.10: þér hafið gætur á dögum og mánuðum, vissum tíðum og árum .
Kól. 2.16. Enginn skyldi því dæma yður fyrir mat drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. Þetta er aðeins skuggi þess sem koma átti, en líkaminn er Krists
Í fyrsta lagi þá segir hann að fólk ætti ekki að dæma neinn fyrir þetta ákveðna helgihald. Sumir gyðingar sem tóku við Kristi vildu halda í hátíðir gyðinga sem bentu til Krists og ekkert að því en það var ekki skylda fyrir kristna. Í öðru lagi þá er hann að tala um fórnarkerfi gyðinga eins og sést á þessum versum hérna:
Esekíel 45:17. It shall be the prince’s duty to furnish the burnt offerings, grain offerings, and drink offerings, at the feasts, the new moons, and the Sabbaths, all the appointed feasts of the house of Israel: he shall provide the sin offerings, grain offerings, burnt offerings, and peace offerings, to make atonement on behalf of the house of Israel. ( Nota enska þýðingu því hún er skýrari )
Gyðingar höfðu daga til hvíldar við hliðina á sjöunda deginum í boðorðunum tíu og þeir voru hluti af hátíðum gyðinga og fórnarkerfinu því dýrum var fórnar á þessum dögum.
KiddiKef: Í Hebreabréfinu ber höfundurinn saman hvíld hins nýja sáttmála og hvíldardagsins. Sjáðu til, þú getur haldið hvíldardaginn heilagan hvern laugardag og jafnvel hvern einasta dag, án þess að ganga inn til hvíldarinnar í Kristi.
Hebr. 4. 1. Fyrirheitið um að ganga inn til hvíldar Hans stendur enn.....
Hér er alls ekki verið að tala um að halda einhvern hvíldardag, heldur ganga inn til hvíldar Guðs fyrir trúna á Jesú Krist.
Jú, akkurat verið að tala um hvíld sem var í boði með því að halda sjöundadaginn en einhverjir fengu ekki hvíld vegna óhlíðni; óhlíðni þá við hvíldardags boðorðið.
Hebreabréfið 4:9 Enn stendur þá til boða sabbatshvíld fyrir lýð Guðs. 10 Því að sá, sem gengur inn til hvíldar hans, fær hvíld frá verkum sínum, eins og Guð hvíldist eftir sín verk. 11 Kostum því kapps um að ganga inn til þessarar hvíldar, til þess að enginn óhlýðnist eins og þeir og falli.
Kostum þess að ganga til sabbaths hvíldar svo að enginn óhlíðnist og enginn falli.
KiddiKef: Róm 14. 5. "Einn gjörir mun á dögum annar metur alla dag jafnt. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum." en mín sannfæring er sú , að það sé engin hvíldardagur í hinum nýja sáttmála heldur sabbatshvíld í Kristi.
Ef þetta hefði verið mál, þá hefði postulafundurinn ályktað að það ætti að bjóða heiðingjunum að halda hvíldardaginn.
Taka eftir hérna að Páll minnist með engu orði á boðorðin tíu eða minnist á hvíldardags boðorðið. Svo ef Páll hefði ætlað að umbylta mörg þúsund ára þjóðfélagi sem að mjög stórum hluta snérist um hvíldardaginn þá hefði hann nefnt hvíldardaginn eða boðorðin.
KiddiKef: Hins vegar er það mitt mat að við eigum að minnast Drottins og lofa Hann og upphefja á " Drottins Degi, ( Opinb.1.10.) sem er ekki endilega hvíldardagur heldur dagur tileinkaður Drottni okkar og frelsara sem hefur gefið okkur hvíldina í Kristi sem menn gamla sáttmálans gátu ekki meðtekið, vegna þess að Kristur var ekki enn dáinn vegna okkar synda.
Aðeins einn dagur í Biblíunni er kallaður Drottins dagur og það er hinn sjöundi dagur. Syndin er lögmálsbrot, það að brjóta lögmál Guðs og ef eitthvað er lögmál Guðs þá eru það boðorðin tíu sem Hann skrifaði með eigin hendi. Jesú dó fyrir þessi lögmálsbrot og hvað, ætla kristnir að tileinka lögmálsbrot Jesú? Nei, hérna eru menn að halda í hefðir vegna þess að hlíðni við boðorð Guðs er óþægilegt. Veljum frekar að hlíða og ganga inn til hvíldar Guðs en ekki óhlíðnast og falla.
Mofi, 1.8.2007 kl. 12:43
Snorri: Samkomunni þegar tilkynnt var að Jesús væri upprisinn. Öll Guðspjöllin segja okkur frá upprisunni "fyrsta dag" vikunnar þ.e sunnudag.
Á sunnudeginum á eftir voru allir samankomnir og Tómas fékk að setja fingur og hönd í naglaförin og síðusárið.
Það er hvergi þarna tiltekið að þarna hafi verið eitthvað hvíldardagshald. Aftur á móti í Póstulasögunni þá er aftur og aftur talað um lærisveinana að halda hvíldardaginn. Varðandi þegar Tómas fékk að snerta naglaförin þá voru þeir samankomnir vegna hræðslu við gyðinganna.
Jóhannesarguðspjall 20:19. Um kvöldið þennan fyrsta dag vikunnar voru lærisveinarnir saman og höfðu læst dyrum af ótta við Gyðinga. Þá kom Jesús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: Friður sé með yður!
Snorri: Á Hvíta-sunnudegi hófu þeir allir að tala nýjum tungum.
Alls konar hlutir hafa gerst á öllum dögum vikunnar en það gerir daginn ekki heilagann. Þegar kemur að sjöundadeginum þá gerði Guð hann heilagann við sköpun heimsins og eftir þennan heim þá munum við enn halda hvíldardaginn.
Snorri: Þannig hefur sunnudagshelgihaldið síður en svo komið inn sem páfaplott !heldur leitt af Heilögum anda meðal þeirra sem Guð ritaði lögmál sitt í hjarta dýrkenda sinna.
Þá ertu ósammála kaþólsku kirkjunni og ekki í samræmi við sögulegar heimildir. Hvaða lögmál annað en boðorðin tíu ætti Guð að rita í hjörtu sinna fylgjenda? Við eigum auðvitað að halda boðorðin sem Davíð sagði verið fullkomið og Jakob talar um það sem lögmál frelsinsins sem við eigum að halda.
Mofi, 1.8.2007 kl. 12:59
Ég vildi benda ágætu bræðrum að kíkja hér eða Hér þegar leitað er að orðinu Sunnudagur eða Sunnudeigi í Íslensku bibliunni /Bible gateway þá koma ofangreindar síður með "engar niðurstöður".
Hinsvegar þegar ég kíki á HI bíblíuleitina og slæ inn orðinu Sunnu dagur þá kemur
Postulasagan 2:1Þá er upp var runninn hvítasunnudagur, voru þeir allir saman komnir.
Enn ekkert kemur þegar ég slæ inn "sunnudegi".
Hinsvegar er þetta í síðasta skipti sem (orðið)sunnu kemur fram í ritningunni bendi ykkur að skoða post 17:2, 18:4, 13:43-44 og Matt 24:20 hér er talað um hvíldardaginn.
Ég sjálf trúði þessi sem Snorri og Kiddi og allar kirkjur á landinu halda fram ég streitist á móti (sabbath kenningunni) þar til ég fór að skoða þetta betur.
Ég komst að því að við iðkum bullandi mannasetning villu, ljótur arfur frá Kaþólsku kirkjunni. Þetta hefur vegið þungt á hjarta mínu, og ég get því miður ekki gengist við því að Sunnudagur, þó að Hvítasunna sé nefnd einu sinni í Post 2 þá hafi allt breyst.
Gyðinga hvíldadagurinn hefst að kvöldi föstudags og líkur að kvöldi laugardags. Því mætti ætla að samkomur hafa of enst lengi eða inní í fyrsta dag vikunnar sem er sunnudagur (aðfaranótt fyrsta dagsins samanber Gyðinglegum sólarhring ef við tökum mið á því að sabbath byrjar á föstudags kvöldi til laugardags kvöld.)
Ég skil togstreituna ég upplifi hana sjálf, enn hluti af því að fylgja Guði er að gera eins og hann boðar, og þið miklu trúmenn, dæmi ég ekki, því án efa ríkir mikil blessun yfir ykkur og kærleiki. Enn ritningin er skýr. Við eigum að koma sama á Sabbath eins og Jesú gerði og lærisveinar hans.
hér er minn þráður um þetta, og ég nota ritninguna til þess að staðfesta það sem mér hefur lengi grunað, við erum í villu vegna hefðar. Smellið hér. Er ekki komin tími að við göngum allan vegin sérstaklega er þetta möguleiki fyrir sjálfstæðu fríkirkjurnar. Krossinn t.d. býður upp á Guðsþjónustu á Laugardagskvöldi sem ég ætla að sækja, af því að mig langar að gera rétt og eins og Jesú, þessu get ég stjórnað i lífi mínu ég get ekki afborið að halda ekki þetta boðorð eða reyna það, frekar enn að brjóta boðorð sem er lygi eða þjófnaður eða önnur boðorð, hann (Jesú) sagði sjálfur að hver sem elskar lögmálið hann mun hann elska o.s.f.v.
Guð blessi ykkur.
Linda.
Linda, 1.8.2007 kl. 13:46
Að reyna halda boðorðin að reyna að syndga ekki upp á náðina, mér tekst þetta misjafnlega vel, ohh það er svo margt sem mætti betur fara. Maður er svo gjörsamlega ófullkomin að hálfu væri nóg, mitt eign ágæti eða sjálfsréttlæting verður að engu þegar ég nota ritninguna til leiðbeiningar og kennslu. Ég segi nú bara sem betur fer.
Guð blessi ykkur
kv.
Linda.
Linda, 1.8.2007 kl. 14:13
Mofi þú segir:
"KiddiKef: Róm 14. 5. "Einn gjörir mun á dögum annar metur alla dag jafnt. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum." en mín sannfæring er sú , að það sé engin hvíldardagur í hinum nýja sáttmála heldur sabbatshvíld í Kristi."
Þá gjörir þú vel, ef þetta er sannfæring þín. Og er ég ekki að hvertja þig til þess að breyta því. En ég vil aðeins útskýra afstöðu mína og margra annara um þetta mál.
Ritningarstaðurinn sem Kiddi vísaði til er svona:
Bréf Páls til Rómverja 14:1-7
1 Takið að yður hina óstyrku í trúnni, án þess að leggja dóm á skoðanir þeirra.
2 Einn er þeirrar trúar, að alls megi neyta en hinn óstyrki neytir einungis jurtafæðu.
3 Sá, sem neytir kjöts, fyrirlíti ekki hinn, sem lætur þess óneytt, og sá, sem lætur þess óneytt, dæmi ekki þann, sem neytir þess, því að Guð hefur tekið hann að sér.
4 Hver ert þú, sem dæmir annars þjón? Hann stendur og fellur herra sínum. Og hann mun standa, því að megnugur er Drottinn þess að láta hann standa.
5 Einn gjörir mun á dögum, en annar metur alla daga jafna. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum.
6 Sá, sem tekur tillit til daga, gjörir það vegna Drottins. Og sá, sem neytir kjöts, gerir það vegna Drottins, því að hann gjörir Guði þakkir. Sá, sem lætur óneytt, hann lætur óneytt vegna Drottins og gjörir Guði þakkir.
7 Því að enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér.
Þannig ég er sammála Kidda, við heiðingjarnir erum ekki háð lögmáli gyðinga, þess vegna er talað um að Jesús hafi uppfyllt lögmálið.
Ég er ekki að lítið úr boðorðunum 10, langt í frá - þau standa óhögguð og þeim ber að hlýða. Deilumálið er á hvaða degi hvíldardagurinn er, en ekki um hvort eigi að fylgja því boðorði. Þess vegna ítreka ég orð Páls og þeirra sem Kiddi vísaði til:
Einn gjörir mun á dögum, en annar metur alla daga jafna. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum.
Það fer eftir sannfæringu hvers og eins hvaða dag hann telur hvíldardag, alveg eins og sá sem kýs ekki að borða vissar kjöttegundir Guði til dýrðar, geri svo Guði til dýrðar. Páll ítrekar að trúbræður eigi EKKI að leggja dóm á slíka hluti. Ef ég til dæmis kýs að fasta Guði til dýrðar, þá getur enginn trúbróðir eða nokkur annar fordæmt föstu mína.
Þannig jú, vissulega var Sabbathinn á laugardegi, ég viðurkenni það fúslega, því er ekki að neita sökum hefðarinnar og annara gagna. En annað lögmál gildir um okkur sem eru ekki gyðingar (Gentiles), við erum ekki bundinn undir sama sáttmála og þeir. En við höldum hvíldardaginn heilagann á sunnudegi og gerum það Guði til dýrðar. Enginn er að tala um að breyta lögmálinu, þetta stendur skýrt í orðum Páls hvað gera skal, svo lengi sem við gerum það með réttu hugarfari og gerum þetta Guði til dýrðar.
Jesús afnam heldur ekki lögmálið heldur uppfyllti það, hann gjörði það eins og það átti upphaflega að vera áður mennirnir afskræmdu það með eigin reglum og lögum. Slík er ást Krists.
Ég efast um að á dómsdegi að Guð fordæmi okkur fyrir þetta atriði, því ást Guðs er takmarkalaus og enginn skal efast um það.
Ritað er:
Matteusarguðspjall 11:26-29
26 Já, faðir, svo var þér þóknanlegt.
27 Allt er mér falið af föður mínum, og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann.
28 Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.
29 Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.
30 Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.
Jesús létti af okkur byrðar lögmálsins og gaf okkur nýtt og endurbætt lögmál, en sama lögmálið. Ég þarf heldur ekki að telja upp þá staði sem Jesús sjálfur storkaði faríseunum og "vann" á hvíldardögum, hann kallaði þá hræsnara og gerði lítið úr mannasetningum þeirra. Þess vegna eru orð Páls og Jesú mikilvæg í þessu samhengi.
Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.
Það var ekki að ástæðulausu sem hann sagði þessi orð. Og eftir þeim fer ég, ég held hvíldardaginn heilagann og geri það á sunnudegi og er stoltur af því. Ég er ekki að "syndga uppá náðina" eins og Linda heldur fram. Það er alrangt, nema að fylja orðum Páls sé þá að "syndga uppá náðina". Ég tel svo ekki vera, en þetta er bara mín skoðun.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.8.2007 kl. 15:31
Það er endalaust hægt að ræða um þetta, enn jafnframt er Haukur sammála, því hann segir sjálfur "Þannig jú, vissulega var Sabbathinn á laugardegi, ég viðurkenni það fúslega, því er ekki að neita sökum hefðarinnar og annarra gagna." Og segir enfremur "En annað lögmál gildir um okkur sem eru ekki gyðingar (Gentiles), við erum ekki bundinn undir sama sáttmála og þeir"Ég spyr hvar stendur að við séum ekki bundin lögmálinu eða sáttmála eins og þú skrifar? Er þetta ekki sjálfsréttlæting. Þú viðurkennir að við fylgjum hefðum, já ég segi við þar sem fáar kirkjur bjóða mér í messu á Laugardögum. Hvernig er það réttlætanlegt, ef þú viðurkennir að hefðir séu ekki endilega biblíulegar.
Vitanlega eigum við ekki að dæma hvort annað eða hvenær við hvílumst eða ekki, enn lögmálið var uppfilt ekki stafkrókur úr því mun líða undir lok segir frelsarinn sjálfur, hver er við þá að réttlæta Sunnudaginn sem hvíldardag? Af hverju ekki að fara eftir því sem Jesú gerði og boðaði sjálfur?
Sjáðu hér: Lúk 23:55-56 -
55Konur þær, er komið höfðu með Jesú frá Galíleu, fylgdu eftir og sáu gröfina og hvernig líkami hans var lagður.
56Þær sneru aftur og bjuggu ilmjurtir og smyrsl. Hvíldardaginn héldu þær kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu.
Jafnvel í Jóhannes 20:20-32 er tekið fram eftir farandi :
30Þegar Jesús hafði fengið edikið, sagði hann: "Það er fullkomnað." Þá hneigði hann höfuðið og gaf upp andann.
31Nú var aðfangadagur, og til þess að líkin væru ekki á krossunum hvíldardaginn, báðu Gyðingar Pílatus að láta brjóta fótleggi þeirra og taka líkin ofan, enda var mikil helgi þess hvíldardags.
32Hermenn komu því og brutu fótleggi þeirra, sem með honum voru krossfestir, fyrst annars, svo hins
Þeir lá í mun að virða hvíldardaginn og báðu um líkama Krists. Hver erum við að gera öðruvísi enn þeir. Ef við vitum betur í dag, af hverju ekki að breyta samkvæmt því sem er skrifað? Ég er alveg viss um að okkar elskulegu forfeður verða ekki dæmir á þessu með hvíldardaginn, enn við vitum í dag samkv. ritningunni og samkv. hefðinni hvað er rétt og hvað er rangt? Er ekki komin tími til að við gerum eins og Lúter og mótmælum hefðinni? Er ekki kominn tími til þess að við endurskoðum hvíldardaginn með ritninguna að leiðarvísi. Enn eins og á tímum Lúters þá var fólk sem vildi ekki breytast og héldu sig við hefðina, þannig verður það þá bara líka í dag. Enn ég dæmi ekki einn né neinn sem fer til kirkju á Sunnudeigi. Þá væri ég að fordæma sjálfa mig, því ekki hef ég stundað laugardags samkomur hingað til, enda er þetta nýtt fyrir mér og ég vildi að ég gæti valið úr kirkjum um að fara til náðar á laugardeigi með blessun og samveru trúaðra, enn þetta er ekki hægt í flestum tilfellum. Enn hvað veit ég, ég er bara að notast við ritninguna og ekkert annað.
Guð blessi ykkur öll.
Linda, 1.8.2007 kl. 16:14
Guðsteinn: Þannig ég er sammála Kidda, við heiðingjarnir erum ekki háð lögmáli gyðinga, þess vegna er talað um að Jesús hafi uppfyllt lögmálið.
Jesú afnam ekki lögmálið heldur uppfyllti kröfur þess með því að deyja svo að krafa lögmálsins "sú sál sem syndgar skal deyja" væri uppfyllt. Ekki til að gefa okkur leyfi til að syndga heldur borga gjaldið fyrir okkur sem hafa brotið það. Versin í Rómverjabréfinu fjalla ekki um boðorðin tíu heldur um siði gyðinga og boðorðin tíu eru ekki einhverjir siðir gyðinga heldur eilíft lögmál Guðs.
Skoðaðu eftirfarandi vers:
2. Mósebók 16:25. Þá sagði Móse: Í dag skuluð þér eta það, því að í dag er hvíldardagur Drottins. Í dag finnið þér það ekki á mörkinni.
26. Sex daga skuluð þér safna því, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur, þá mun ekkert finnast.
27. Og sjöunda daginn gengu nokkrir af fólkinu út til að safna, en fundu ekkert.
28. Drottinn sagði við Móse: Hversu lengi tregðist þér við að varðveita boðorð mín og lög?
Hérna kallar Guð hvíldardaginn Hans lög og þetta er áður en Móse fær boðorðin tíu.
Jóhannesarguðspjall 14:15. Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.
Ef það eitthvað er hægt að kalla boðorð Krists þá eru það boðorðin tíu og sömuleiðis þegar Hann tók þau saman í að elska Guð og elska náungann.
Guðsteinn: Deilumálið er á hvaða degi hvíldardagurinn er, en ekki um hvort eigi að fylgja því boðorði. Þess vegna ítreka ég orð Páls og þeirra sem Kiddi vísaði til:
Boðorðið fjallar um sjöundadaginn, boðorð sem segir að við eigum að taka einn dag á viku frí er ekki til. Ef forstjóri í fyrirtæki segir að allir eigi að vinna sex daga vikunnar en síðan taka frí alla laugardaga en tveir þrír starfsmenn ákveða að taka frí á miðvikudögum, væru þessir starfsmenn að óhlíðnast forstjóranum?
Guðsteinn: Það fer eftir sannfæringu hvers og eins hvaða dag hann telur hvíldardag, alveg eins og sá sem kýs ekki að borða vissar kjöttegundir Guði til dýrðar, geri svo Guði til dýrðar. Páll ítrekar að trúbræður eigi EKKI að leggja dóm á slíka hluti. Ef ég til dæmis kýs að fasta Guði til dýrðar, þá getur enginn trúbróðir eða nokkur annar fordæmt föstu mína.
Guð sannarlega lýtur fram hjá vanþekkingu en við eigum auðvitað að dæma um hvort einhver stelur, lýgur eða myrðir. Við eigum að vera ljós í heiminum og ljósið sýnir vond verk ( Jóhannes 3:19-20 ). Páll er að tala um kjöt og drykk og hátíðir gyðinga, ekki um boðorðin tíu.
Guðsteinn: Ég efast um að á dómsdegi að Guð fordæmi okkur fyrir þetta atriði, því ást Guðs er takmarkalaus og enginn skal efast um það.
Guð fordæmir viljandi óhlíðni en upphefur þá sem auðmýkja sig fyrir Guði og hlíða.
Matteusarguðspjall 11:28 Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.Jesú er herra hvíldardagsins og dagurinn hannaður til að veita okkur hvíld og gleði með Guði.
Guðsteinn: Jesús létti af okkur byrðar lögmálsins og gaf okkur nýtt og endurbætt lögmál, en sama lögmálið.
Þannig að þegar Davíð segir að lögmálið sé fullkomið þá...var hann að ljúga? Þegar Guð skrifaði boðorðin tíu á steintöflurnar þá gerið Hann mistök? Hvernig er hvíldardags boðorðið endurbætt með því að breyta frá sjöundadeginum yfir á fyrsta daginn?
Guðsteinn: Ég þarf heldur ekki að telja upp þá staði sem Jesús sjálfur storkaði faríseunum og "vann" á hvíldardögum, hann kallaði þá hræsnara og gerði lítið úr mannasetningum þeirra. Þess vegna eru orð Páls og Jesú mikilvæg í þessu samhengi.
Jesú vann aldrei á hvíldardögum, ef Hann hefði gert það þá hefði Hann verið syndari. Þeir voru búnir að breyta hvíldardeginum í allskonar mannasetningar sem breyttu blessun Guðs yfir í bölvun.
Guðsteinn: Ég er ekki að "syndga uppá náðina" eins og Linda heldur fram. Það er alrangt, nema að fylja orðum Páls sé þá að "syndga uppá náðina". Ég tel svo ekki vera, en þetta er bara mín skoðunEf maður velur að óhlíðnast þá er maður að syndga upp á náðina. Ég verð aðeins að vona að Guð sér að í hjarta þínu að þú ert ekki að velja að halda í þægindi og hefðir fram yfir hlíðni við Guð.
Mofi, 1.8.2007 kl. 16:36
Takk fyrir góð rök og málefnalegann flutning Linda. Þú veist að þú ert alltaf velkomin í Ingólfsstræti 19 í mína kirkju Og Kiddi, endilega kíktu við í aðvent kirkjuna Blikabraut 2 í Keflavík. Veit að mömmu minni finnst mikið til ykkar kirkju koma, finnst vera vingjarnlegt og gott andrúmsloft þar. Það vantar alveg að við kristnir einstaklingar eigi meira samfélag með hvort öðru.
Mofi, 1.8.2007 kl. 16:45
*andvarp*
Ég hef mína skoðun og þið ykkar. Ykkar virði ég og set ekki útá hana.
En ef ég er að "syndga uppá náðina", þá á ég það við Guð minn þegar sá dagur kemur, og veit ég að hans dómur verður réttlátur, hver sem hann verður.
Guð blessi ykkur.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.8.2007 kl. 16:48
Það segir í postulasögunni að þeir komu daglega saman í helgidóminum. Er ekki aðalatriðið að við trúum á Jesús Krist og á fagnaðarerindið. Er eitthvað hjálpræði í hvíldardeginum er hvíldardagurinn til handa manninum eða er maðurinn til handa hvíldardeginum. Afhverju eru menn að deila um þetta? Ég veit að þetta er ekki komið frá Drottni, ættla menn að velta fyrir sér skírnum hvaða skírn sé réttust. Prédikarinn er þjóðkirkjumaður ættli hann signi sig með einum fingri eða þremur frá hægri til vinstri eða öfugt. Hvernig er með matarvenjur sumir borða blóð aðrir ekki enn aðrir borða ekki svínakjöt svona mætti lengi telja upp. Er ekki aðalatriðið að trúa á Krist og vanrækja ekki safnaðarsamkomurnar. Aðventistakirkjan er flott í Keflavík buðu mér í veizlu á Laugardegi eftir messuhaldið. Hinir Kristnu ættu ekki að deila heldur að sameinast í einum líkama þar sem Kristur er höfuðið. Post 4:12.
Aðalbjörn Leifsson (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 17:33
Ekki andvarpa Haukur, ég var alveg á sama stað og þú með þetta efni ekki alls fyrir löngu, og ég veit að þú ert mikill trúmaður og góður og eins og allir hér þá reynum við að skilja og læra, við erum ófullkomin enn reynum þó. Aðalsteinn, hvernig væri að sameinast á Laugardeigi eins og lærisveinarnir gerðu og henda út Sunnudags hefðinni sem er mannasetning og hefur ekkert með ritninguna að gera.
þú Vitnar í Mark 2:27 með hvíldardaginn og manninn, þetta réttlætir ekki að breyta út af´því sem Jesú og lærisveinar hans gerðu. þetta vers í raun réttlætir orð Jesú þegar hann áminnir faríseana fyrir að áminna hann um að lækna á hvíldardeginum, þar sem hann bendir þeim á að þeir færu jú og mundu bjarga sauði sem væri í nauðum (ekki orðrétt )þó að það væri hvíldardagur. Ég veit ekki til þess að ritningin tali um að signa sig? þetta er bara önnur hefð.
Ég vil benda þér á Aðalbjörn að við værum að öllum líkindum ennþá að tilbiðja Maríu ef Lúter hefði ekki mótmælt og rökrætt okkur út úr villunni sem var og er að mörgu leiti enn þann dag í dag Kaþólska kirkjan samanber hefðinni sem er þar ennþá í hávegum höfð.
Ég bið þess af allri einlgæni að Guð blessi þig og varðveiti.
BK
Linda.
Linda, 1.8.2007 kl. 17:59
Aðalbjörn: Er ekki aðalatriðið að við trúum á Jesús Krist og á fagnaðarerindið. Er eitthvað hjálpræði í hvíldardeginum er hvíldardagurinn til handa manninum eða er maðurinn til handa hvíldardeginum
Jesú sagði sjálfur: "Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín". Það er það eina sem ég vil með öllu þessu.
Aðalbjörn: Aðventistakirkjan er flott í Keflavík buðu mér í veizlu á Laugardegi eftir messuhaldiðGaman að heyra það :)
Aðalbjörn: Er ekki aðalatriðið að trúa á Krist og vanrækja ekki safnaðarsamkomurnar.
Hinir Kristnu ættu ekki að deila heldur að sameinast í einum líkama þar sem Kristur er höfuðið. Post 4:12
Hvernig er hægt að sameinast og vanrækja ekki safnaðarsamkomur þegar menn koma saman á mismunandi hvíldardögum?
Mofi, 1.8.2007 kl. 23:35
Það virðist vera að flestir þeir sem vilja halda fast í erfikenningar og mannasetningar varðandi Hvíldardaginn sem 1. dag vikunnar sunnudag, en ekki sem var frá upphafi hinn 7., þeir virðast ekki hafa lesið upphafspistil minn né heldur tekið mark á orðum Jesú Krists sem ég tíni þar til, ekki síður en orð spámanna Hans um Hvíldardaginn. Sömuleiðis loka menn augunum fyrir þeirri sagnfræðilegu staðreynd að það var ekki fyrr en á þriðju öld eftir Krist sem hinir kristnu breyttu yfir í 1. daginn. Fram að því hafði ekki verið neinn aðskilnaður kristinna né "gyðinga" , þeir sóttu kirkju saman. Það var ekki fyrr en eftir "Hitlerskt" umhverfi í gyðinglegri andúð sem menn voru farnir að fjarlægja sig frá upprunanum og fela kirkjusókn sína á Hvíldardeginum 7. deginum og á endanum gáfust hinir Messíönsku upp fyrir ofríkinu og skiptu endanlega um Hvíldardag frá hinum 7. yfir í hinn 1. Enginn hafði álitið, hvorki postularnir né nokkur annar í þrjár aldir að Jesú Kristur hafi ætlast til þess að skipt yrði um Hvíldardag. Sjöundi dagurinn hafði frá upphafi verið hinn eini sanni Hvíldardagur. Ef þér elskið mig þá haldið Boðorð mín er hinn stóri sannleikur, ekki hvað mönnum finnst og telja sér trú um núna. Hafi Hvítasunnumenn eða kaþólikkar sem aðrir ekki sannfæringu fyrir því að virða boð Guðs, þá skal það viðurkennt að Guð skóp manninn með sjálfstæðan vilja. Vilji menn af "hræðslugæðum" (sbr. Egils sögu) við veraldlega og andlega yfirvaldið halda sig við 1. daginn í trássi við boðskap Jesú Krists og Boðorð Hans, þá hafa þeir sannarlega heimild til þess. Drottinn beitir ekki valdi til að menn fylgi sér og boðum sínum.
Esekíel 26. vers 22. kafl :Prestar hennar hafa brjálað lögmáli mínu og vanhelgað helgidóma mína. Þeir hafa engan mun gjört á því, sem heilagt er og óheilagt, og eigi frætt menn um muninn á óhreinu og hreinu, og þeir hafa lokað augum sínum fyrir Hvíldardögum mínum, svo að ég vanhelgaðist meðal þeirra. Lærisveinninn Jóhannes skrifaði um boðorðin, þegar hann var kominn á efri ár og langt um liðið frá upprisu Jesú Krists. Hann segir í 3.-4. versi annars kafla fyrra Jóhannesarbréfs : :-3- Og á því vitum vér, að vér þekkjum hann, ef vér höldum boðorð hans. -4- Sá sem segir: Ég þekki hann, og heldur ekki boðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í honum.
Annað Þessalónikubréf 2. kafli vers:9-12 :
-9- Lögleysinginn kemur fyrir tilverknað Satans með miklum krafti, lygatáknum og undrum -10- og með alls konar ranglætisvélum, sem blekkja þá, sem glatast, af því að þeir veittu ekki viðtöku og elskuðu ekki sannleikann, svo að þeir mættu verða hólpnir. -11- Þess vegna sendir Guð þeim megna villu, til þess að þeir trúi lyginni. -12- Þannig munu allir þeir verða dæmdir, sem hafa ekki trúað sannleikanum, en haft velþóknun á ranglætinu.
Áttunda vers 13. kafla Hebreabréfsins :
Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir.Hann gaf aldrei til kynna, fyrir né eftir upprisuna að Hvíldardeginum skyldi breytt. 17-19 vers í 5. kafla Matteusarguðspjalls :
-17- Ætlið ekki, að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema, heldur uppfylla. -18- Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram. -19- Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki. Hvaða augum lítur Jesú Kristur það þegar menn fikta við Orð Guðs? Sjáum um það í 3. versi sem og í því 7.-9. versi 15. kafla Matteusarguðspjalls :
-3- Hann svaraði þeim: Hvers vegna brjótið þér sjálfir boðorð Guðs sakir erfikenningar yðar? . . . .-7- Hræsnarar, sannspár var Jesaja um yður, er hann segir: -8- Lýður þessi heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt frá mér. -9- Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar. Brjóttu gegn einu þeirra (Boðorðanna) og þú hefur brotið þau öll, segir Jakob lærisveinn Krists a.m.k. 30-40 árum eftir dauða og upprisu Jesú Krists. Lærisveinninn Jóhannes skrifaði um boðorðin, þegar hann var kominn á efri ár og margir áratugir liðnir frá upprisu Jesú Krists. Hann segir í 3.-4. versi annars kafla fyrra Jóhannesarbréfs:
-3- Og á því vitum vér, að vér þekkjum hann, ef vér höldum boðorð hans. -4- Sá sem segir: Ég þekki hann, og heldur ekki boðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í honum.
Elskum við Drottinn ? Viljum við halda Boðorð Hans eins og Hann hefur hvattt okkur til að gera? Eða er kannski sannleikurinn ekki í okkur og einungis hræsnin og mannasetningin eftir þar sem hentar okkur eins og Drottinn sagði ? Þá við um það. Drottinn pínir okkur ekki til fylgis við sig. En minnumst þess að Hann sagði að þegar þeir sem ekki kannast við Hann í þessu lífi mun Hann ekki kannast við fyrir Föðurnum. Við skulum falla fyrir villunni en þá skulum við ekki ætlast til að verða veitt innganga á efsta degi.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.8.2007 kl. 06:21
Kæru vinir, ég hef nú ekki haft tíma til að líta mikið á þetta, enda virðast menn hafa nóg að ræða í sambandi við þessi mál. Ég sagðist ekki setja þetta fram til að deila, heldur af því að ég var beðinn um að miðla minni sannfæringu.
Við þann sem kallar sig prédikara, vil ég benda á að, 1. boðorð þessarar síðu er að skrifa undir nafni. Það er tekið fram efst í v. horni. Ég get því miður ekki tekið þig alvarlega, eða hlustað á þin rök um að fara eftir boðum Guðs, ef þú virðir ekki þessa einföldu reglu.
Ég vil þakka hinum málefnalega umræðu, en ég stend fast á minni sannfæringu, þessi umræða er ekki ný, hún er einmitt ástæðan fyrir því að við höfum flokkast í hópa eftir mismunandi kenningargrunni.
Halldór, það er hægt að sameinast og rækja safnaðarsamkomur okkar og biðja hver fyrir öðrum og standa saman,þótt þín kirkja geri það á laugardegi og mín á sunnudegi.
Hins vegar komum við nú reyndar saman í Keflavík flestalla daga vikunnar. Reyndar líka á laugardögum, fyrsta laugardag hvers mánaðar hittumst við karlmenn, snæðum morgunverð og eigum síðan samfélag við Drottinn og hvern annan.
Kristinn Ásgrímsson, 2.8.2007 kl. 11:08
kaþólikkar´stóðu líka fastir á sinni sannfæringu þegar Lúther kom og mótmælti þeim. Ég virði vissulega þína sannfæringu sem og Kaþólikka. Enn það er undiralda sem er að koma, í henni felst m.a. að endurskoða hina Kristnu gyðinglegu arfleið. Hvort að allir munu vilja gangast við henni er annað mál. Jesú var Gyðingur það breytist ekki, hann hélt lögmálið sem og hans lærisveinar. Núna er kannski kominn tími að kirkjan fari að sameinast undir Sabbath á ný, kannski þá erum við loksins á réttri leið inn í vilja Guðs fyrir okkur, hér á jörðinni sem og á Himni.
Guð blessi ykkur öll.
Linda, 2.8.2007 kl. 16:42
Kristinn: Ég vil þakka hinum málefnalega umræðu, en ég stend fast á minni sannfæringu, þessi umræða er ekki ný, hún er einmitt ástæðan fyrir því að við höfum flokkast í hópa eftir mismunandi kenningargrunni.
Það er nú dáldið slappt að standa fast á sannfæringu en taka ekki þátt í rökræðunum. Er ekki líka mjög sorglegt að svona óeining sé að skipta kristnum upp í mismunandi flokka? Ég veit að fyrir mig þá væri ég að syndga með því að vanvirða hvíldardaginn; fyndist þér að þú værir að syndga ef þú myndir vinna á sunnudegi? Ef svo er, afhverju? Hver sagði þér að það væri rangt að vanvirða sunnudaginn, dag sólarinnar?
Kristinn: Halldór, það er hægt að sameinast og rækja safnaðarsamkomur okkar og biðja hver fyrir öðrum og standa saman,þótt þín kirkja geri það á laugardegi og mín á sunnudegi.
Það er mjög mikilvægt að maður standi með öðrum kristnum þrátt fyrir skoðanamun en þú hlýtur að sjá að þetta stuðlar að óeiningu.
Vonandi vakti þessi umræða einhverja til umhugsunar; ef Guð kallar þig til hlíðni við Hans lögmál, boðorðin tíu, værir þú þá til í að hlíða þótt þú gætir misst vini og trúsyskyni vegna þess...
Mofi, 2.8.2007 kl. 18:06
Þetta er ekki nafnlausara en svo að auðkenni mitt og kennitala er skráð hjá vefstjóra mbl.is og er ritað á ábyrgð mína. Komi upp meiðyrðamál eða hvað annað vegna skrifa undirritaðs sem kalla á að það þarf að draga til lagalegrar ábyrgðar, þá er kristaltært samkvæmt reglum mbl.is, eins og bloggarar eiga að vita sem skrá sig hér inn, að hver og einn ber fulla lagalega ábyrgð á skrifum sínum. Það er annað mál ef einhver fer inn á netkaffihús og kallar sig jón jóns eða hvað annað, þá er ekki víst að hægt sé að finna slíkan skrifara. Það er því billeg afsökun að geta ekki hlustað á Orð Drottins og tekið mark á því bara vegna þess að það er skrifað undir bloggheiti, með fullri lagalegri ábyrgð NOTA BENE. Gerðu heldur eins og áheyrendur Páls postula gerðu þegar hann var að kenna fjarri landi sínu. Þeir flettu upp á Ritningunum til að staðreyna það sem Páll sagði. Orð Drottins eru í fullu gildi þó svo að sá sem bendir á þau sé undir bloggnafni.
Ég vísa því á bug þeirri dylgju Kristins að skrif mín hafi ekki verið málefnaleg. Það geta allir séð sem þau lesa að er ódýr tilraun hans til að heyra ekki sannleikann, eða viðurkenna hann. Ekki hefur hann getað vísað á orð Ritningarinnar sem hrekja það sem ég hef sett fram. Það er kannski komið fyrir Kristni eins og segir í öðrum kafla seinna Þessalónikubréfs versum 9-12 :
-9- Lögleysinginn kemur fyrir tilverknað Satans með miklum krafti, lygatáknum og undrum -10- og með alls konar ranglætisvélum, sem blekkja þá, sem glatast, af því að þeir veittu ekki viðtöku og elskuðu ekki sannleikann, svo að þeir mættu verða hólpnir. -11- Þess vegna sendir Guð þeim megna villu, til þess að þeir trúi lyginni. -12- Þannig munu allir þeir verða dæmdir, sem hafa ekki trúað sannleikanum, en haft velþóknun á ranglætinu.
Ég var ekki að skrifa frá minni sannfæringu heldur að sýna fram á sagnfræðilega staðreynd um hvaða Hvíldardagur var fyrstu þrjár aldirnar notaður, þ.e. 7. dagurinn. Þetta geta allir sem það vilja kannað á eigin spýtur. Hins vegar var ég að sýna orð Drottins Jesú Krists ásamt og lærisveina Hans sem varða þetta mál. Það er síðan þeirra sem vilja snúa út úr þeim, mál hvers þeirra sjálfra.
Bið þess að menn muni nema sannleikann og komast til trúar og eilífs lífs í eilífðarríki Drottins.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.8.2007 kl. 18:56
Ég skil pirring þinn Kristinn og biðst ég forláts að hafa tekið þátt í henni. Þessi umræða þreytir mig líka og er ég búinn að koma minni skoðun á framfæri.
En annað, þú sagðir:
Hins vegar komum við nú reyndar saman í Keflavík flestalla daga vikunnar. Reyndar líka á laugardögum, fyrsta laugardag hvers mánaðar hittumst við karlmenn, snæðum morgunverð og eigum síðan samfélag við Drottinn og hvern annan.
Má ég mæta til þín laugardag eftir viku? Ég veit að það er kotmót núna um verzlunnarmannahelgina og hlýtur þetta að falla niður. Ég ætla jafnvel að taka vin með. Eða kannski að við "syndgum uppá náðina" eins og ég var sakaður um, núna á sunnudaginn eftir viku? hehe ..
Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.8.2007 kl. 21:22
Guðsteinn: Ég skil pirring þinn Kristinn og biðst ég forláts að hafa tekið þátt í henni. Þessi umræða þreytir mig líka og er ég búinn að koma minni skoðun á framfæri
Afhverju ætti að vera pirrandi að rökræða lög Guðs og hvort maður sé að fara eftir þeim? Ætti að vera kappsmál kristins einstaklings að vera að fylgja vilja Guðs svo Guð segi ekki þetta við mann:
Matteus 7:21 Not everyone who says to me, 'Lord, Lord,' will enter the kingdom of heaven, but the one who does the will of my Father who is in heaven. 22 On that day many will say to me, 'Lord, Lord, did we not prophesy in your name, and cast out demons in your name, and do many mighty works in your name?' 23 And then will I declare to them, 'I never knew you; depart from me, you workers of lawlessness.'
Guðsteinn: Eða kannski að við "syndgum uppá náðina" eins og ég var sakaður um, núna á sunnudaginn eftir viku? hehe ..
Ég sakaði þig ekki um það, þú vonandi tókst því ekki þannig. Ég samt sé ekki mikinn áhuga um að fylgja lögum Guðs, þið komið varla með mótrök.
Mofi, 2.8.2007 kl. 21:53
Linda mín, ritningin segir að Jesús kom fram undir lögmáli, til þess að hann keypti lausa þá sem voru undir lögmáli og vér fengum barnaréttinn. Gal. 4.4. Ég ætla að vona að kirkjan sameinist í Kristi, fremur en hvíldardegi gyðinga. Við tilbiðjum hvorki hátíðir né daga, við tilbiðjum Hann sem gaf sitt líf á krossi og gaf okkur barnaréttinn, sem gyðingar höfnuðu. Hins vegar varar ritningin okkur við að stæra okkur, og segir okkur að við séum eins og greinar sem hafa verið græddar við rótina. Ég geri mér grein fyrir því að hjálpræðið kemur frá gyðingum. En í Kristi erum við einn maður með Ísraelsmönnum þ.e. þeim sem hafa tekið við Kristi. Ef. 2.14-15.
Nú Mofi þú krefst raka fyrir sannfæringu minni, ég kom reyndar með rök í pistlinum. En ef við lítum aðeins á þin mótrök.
Mofi: Hver sagði þér að það væri rangt að vanvirða sunnudaginn, dag sólarinnar?
Þetta finnst mér svolítil lítilsvirðing við dag Drottins, daginn sem Kristur reis upp á að kalla hann "dag sólarinnar."Ef Kristur væri ekki upprisinn þá væri trú okkar fánýt. Þá værum við heldur ekki að ræða hvíldardaga. Þar að auki er líka auðvelt ef menn vilja rökræða á þennan hátt að segja að Babýloníumenn áttu sér líka sabbatsdag. Í Ungers Bible dictionary lesum við: The sabbath rest was a Babylonian as well as a Hebrew institution . Its origin went back to pre-semitic days, and the name Sabbath was of Babylonian origin.
Ég ætla ekki að hafa þessa tilvitnun lengri, en meira er sagt þarna um Sabbatsdag Babýloníumanna. Ef ég notaði þín rök , þá gæti ég sagt að sabbatsdagurinn ætti sér heiðinn uppruna. Það er það sem þú ert að segja mér um upprisudag Jesú Krist og um þá sannfæringu mín að vilja heiðra þann dag að það sé heiðinn siður. Ég er ósammála kæri Mofi.
Þú hefur ekki hrakið Páls postula þar sem hann segir: Enginn skyldi því dæma yður fyrir mat eða drykk eða það sem snertir hvíldardaga.
Páll bendir þeim einfaldleg á hér, að þeir hafi val, þegar kemur að mat og drykk og hvíldardögum. Nú það er ennþá synd fyrir suma að borða svínakjöt. Gæti það kannski sameinað okkur ef við öll hættum að borða svínakjöt eða einhverja aðra fæðu. Jú kannski, en það yrði ekki eining í Kristi.
Þú segir að ef Jesús hefði unnið á hvíldardegi, þá hefði hann verið syndari. Nú reka aðventistar hótel í Keflavík . Eru þeir þá syndarar ásamt þeim sem þar vinna ? Það er opið á hvíldardögum.
Ef að þú lentir nú í slysi á hvíldardegi og þyrftir á aðstoð að halda, eru þá sjúkraflutningamennirnir að syndga við að hjálpa þér og síðan læknirinn og hjúkrunarfólkið. Hvar viltu draga línuna ?
Ég svona upplifi það, þegar ég les sumt af því sem skrifað hefur verið hér, (nú er ég ekki að tala við þig Mofi) að ef fólk ekki heldur laugardag sem hvíldardag þá sé það ekki hólpið. Ennfremur er ýjað að því að ef við ekki sjáum þetta eins og sumir, þá séum við á valdi antikrists.
Ég bendi bara á að við réttlætumst af trú, við lifum fyrir trú, og án helgunar fær enginn Drottin litið.
Ég bið ykkur síðan Guðs blessunnar, því nú er komið sumarfrí hjá mér.
P. S. Kæri prédikari, síðan mín fer fram á nafn hér, en ekki hjá ritstjórn morgunblaðsins, ég var ekki að segja að þú værir ómálefnalegur, ég vil bara vita hvern ég tala við. Ef einhver hringdi í mig og segðist heita prédikarinn, þá fengi hann einfaldlega ekki mína áheyrn.
Kristinn Ásgrímsson, 3.8.2007 kl. 00:12
Kristinn: Linda mín, ritningin segir að Jesús kom fram undir lögmáli, til þess að hann keypti lausa þá sem voru undir lögmáli og vér fengum barnaréttinn. Gal. 4.4. Ég ætla að vona að kirkjan sameinist í Kristi, fremur en hvíldardegi gyðinga.
Jesú keypti okkur laus undan þess að hafa brotið lögmálið, Hann borgaði gjaldið fyrir okkar misgjörðir. Alls ekki til þess að við gætum hegðað okkar eins og okkur langaði til, að leysa okkur undan lögmálinu. Þetta er ekki spurning um að sameinast í hvíldardegi, þetta er spurning um að virða boðorðin tíu sem Guð skrifaði með eigin fingri og Jesú dó til að borga gjaldið fyrir að brjóta þau.
Kristinn: Mofi: Hver sagði þér að það væri rangt að vanvirða sunnudaginn, dag sólarinnar?
Þetta finnst mér svolítil lítilsvirðing við dag Drottins, daginn sem Kristur reis upp á að kalla hann "dag sólarinnar."
Eini dagurinn í Biblíunni sem er dagur Drottins er sjöundi dagurinn, hvíldardagurinn. Hvergi í allri Biblíunni er fyrsta deginum gefin nein helgi og þetta er dagurinn sem margar heiðnar þjóðir tilbáðu á.
Kristinn: Þú hefur ekki hrakið Páls postula þar sem hann segir: Enginn skyldi því dæma yður fyrir mat eða drykk eða það sem snertir hvíldardaga.
Kól. 2.16. Enginn skyldi því dæma yður fyrir mat drykk eða það sem snertir hátíðir, tunglkomur eða hvíldardaga. Þetta er aðeins skuggi þess sem koma átti, en líkaminn er Krists
Hvíldardagurin var ekki skuggi einhvers sem koma ætti. Sjöundi dagurinn var helgaður við sköpun heimsins. Þegar Páll talar um hátðir og tunglkomur og kallar þessa siði skugga þá er hann að tala um fórnarlögmálið. Þessar hátðir tilheyrðu fórnarkerfinu sem minntu fólk á þá fórn sem Kristur átti eftir að færa. Þær hátíðir síðan lögðust af vegna þess að alvöru fórnin var komin og það þurfti ekki lengur að fórna dýrum til að benda á fórn Krists.
Kristinn: Páll bendir þeim einfaldleg á hér, að þeir hafi val, þegar kemur að mat og drykk og hvíldardögum.
Páll minnist hérna ekki á boðorðin tíu heldur á hátíðir gyðinga; hann hefði sannarlega nefnt það ef hann væri að afnema eitt af boðorðunum tíu.
Kristinn: Þar að auki er líka auðvelt ef menn vilja rökræða á þennan hátt að segja að Babýloníumenn áttu sér líka sabbatsdag. Í Ungers Bible dictionary lesum við: The sabbath rest was a Babylonian as well as a Hebrew institution . Its origin went back to pre-semitic days, and the name Sabbath was of Babylonian origin.
Ef hvíldardagurinn var gerður við sköpun heimsins þá er rökrétt að margar fornar menningar hefðu haft þekkingu á því. Hérna er fróðleg síða sem fjallar um hvernig sjöundi dagurinn heitir í mörgum tungumálum sabbath: http://www.sabbathtruth.com/documentation/languages.asp
Kristinn: Þú segir að ef Jesús hefði unnið á hvíldardegi, þá hefði hann verið syndari. Nú reka aðventistar hótel í Keflavík . Eru þeir þá syndarar ásamt þeim sem þar vinna ? Það er opið á hvíldardögum.
Aðventistar reka ekki hótel í Keflavík, það eru nokkrir einstaklingar sem gera það og þeir eru skráðir í Aðvent söfnuðinn.
Kristinn: Ef að þú lentir nú í slysi á hvíldardegi og þyrftir á aðstoð að halda, eru þá sjúkraflutningamennirnir að syndga við að hjálpa þér og síðan læknirinn og hjúkrunarfólkið. Hvar viltu draga línuna ?Boðoðið segir aðeins að við eigum að halda daginn heilagann og ekki vinna á honum. Jesú síðan gefur okkur fordæmi þar sem Hann læknar á hvíldardögum og lærisveinanir Hans týndu mat á hvíldardögum. Hann var aldrei að gera lítið úr helgi dagsns, aðeins að sýna hvernig við eigum að halda daginn heilagann. Það eru síðanú störf sem þarf að sinna á hvíldardögum, annað væri ómannúðlegt og hvíldardagurinn var gerður okkur til blessunar.
Kristin Ég bendi bara á að við réttlætumst af trú, við lifum fyrir trú, og án helgunar fær enginn Drottin litið.Já, við réttlætumst fyrir trú en við gerumst syndug með því að brjóta lögmál Guðs því að synd er lögmálsbrot.
Jakobsbréfið 2:11. Því sá sem sagði: Þú skalt ekki hórdóm drýgja , hann sagði líka: Þú skalt ekki morð fremja. En þó að þú drýgir ekki hór, en fremur morð, þá ertu búinn að brjóta lögmálið.
12. Talið því og breytið eins og þeir, er dæmast eiga eftir lögmáli frelsisins.
Hérna er vitnað í boðorðin tíu og okkur sagt að tala og breyta eins og þeir sem dæmast eiga eftir lögmáli frelsinsins. Afhverju ætti kristinn einstaklingur að velja að brjóta boðorð Guðs?
Mofi, 3.8.2007 kl. 01:12
Kristinn, trúbróðir og vinur.
Þakka þér að þú opnaðir vefsíðu þína fyrir þessu umdeilda, en blessaða viðfangsefni, helgihaldi Hvíldardagsins sem er óumdeilanlega 7.dagur vikunnar, Laugardagur. Ég gladdist einnig yfir upphafi í bréfi þínu þar sem þú segir:
Þar hefur komið fram nokkuð góður rökstuðningur fyrir því að laugardagurinn sé rétti hvíldardagurinn. Ég hef ekkert við það að athuga og er sammála því að laugardagurinn er rétti hvíldardagurinn.
Ég ætla ekki að bæta við ritningarstöðum, sem Predikarinn og Mofi hafa nefnt, (veit ekki hversvegna þeir koma undir duilnefni). Ég get ekki annað en verið sammála þeim tilvitnunum sem þeir hafa borið fram.
Ég vil einnig forðast að vekja upp deilur og ósætti varðandi þetta boð Drottins. Ég trúi að öll boðorðin 10 séu í fullu gildi og enginn Páfi né kirkja hafi haft rétt til að breyta Hvíldardagsboðinu frá sjöunda-degi til hins fyrsta.
Við skulum vera á verði, því jafnvel í dag er verið að breyta þýðingu Ritninganna, sem hentar betur tíðaranda okkar...
Hinir fyrstu kristnu koma alltaf saman á "Shabbath" Sjöunda-deginum, sem við köllum Laugardag. Þeir komu einnig saman á fyrsta degi vikunnar og reyndar alla daga vikunnar. Ég tel að við getum og eigum að halda sjöunda daginn en einnig getum við komið saman í lofgjörð og tilbeiðslu á Sunnudegi.
Það tók mig nokkur ár að sjá og virða sjöunda daginn. Eftir oft langar dvalir í Ísrael s.l. 25 ár, hef ég fengið mikla blessun að halda Hvíldardaginn. Þetta er ekki þrældómur, þetta er hlíðni við boðorð Drottins.
Ég þekki vel röksemdir þeirra sem segja að kristnir eigi að halda Sunnudaginn vegna þess að Jesús hafi risið upp frá dauðum þann dag. Ég hef lesið þetta á minnst, tveim stöðum hér að ofan. það undrar mig að enginn skuli hafa gert athugasemd við þessa kenningu. Ég finn ekki í minni Biblíu að Jesús hafi risið upp á fyrsta degi vikunnar.......Þær tvær Maríur og Salome komu að gröfinni árla hinns fyrsta dags vikunnar, um sólarupprás......og þá var gröfin tóm.
Það vekur oft undrun mína að prestar og margir kennimenn halda þessu fram að Jesús hafi risið upp fyrsta dag vikunnar og réttlæta með því Sunnudags helgi!!
Jesús afnam aldrei hin 10 boðorð. Þau eru í fullu gildi í dag. Ekki aðeins 9 heldur 10.
Ég ætla nú ekki að fara nánar út í "deilu" það er ekki til hæfu okkar sem eru frelsuð af náð, ekki af verkum. Enginn okkar getur hrósað sér af því að tilheyra Drottni. það er Guðs gjöf og aðeins af náð.
Að endingu varðandi Hvíldardaginn. Boð Guðs varðandi þennan dag kom löngu fyrir hin 10 boðorð sem Móses kom með frá fjallinu
Í Fyrstu Mósebók.2.2-3. stenfur, Guð blessaði hinn sjöunda dag og helgaði hann.......
Mig langar einnig að senda Lindu blessunaróskir og þakklæti fyrir að hín vakti marga til umhugsunnar. Guð blessi þig og halltu áfram. Hann mun leiða þig í allan sannleikann.
Ég trúi því og veit að fjöldi kristinna í ólíkum söfnuðum og kirkjum eru farin að lesa Ritnigarnar varðandi Hvíldardaginn. Þetta er dagur sem Guð hefur helgað. Biðjið Guð um handleiðslu í þessu og öllum öðrum málum sem okkur er oft erfitt að skilja.
Hann fyrir sinn Heilaga Anda mun hjálpa okkur.
Eins og trúbróðir minn og vinur Kristinn, endar bréf sitt hér í upphaf, við ég einnig standa vörð um mína eigin sannfæringu og frelsi mitt og Sabbatshvíld í Jesú Kristi
Shalom kveðja
Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 13:34
Þökk fyrir umræðuna. Ég þakka Ólafi Jóhannssyni skrif hans. Ég vil nota tækifærið í þeirri von að hann líti inn hérna aftur, til að hvetja hann til að stofna sína eigin síðu á þessu bloggi.
Sömuleiðis Kristni, en ég held að í stað þess að banna bloggnöfnum aðgang að skrifum væri nær,að mínu viti, að hafa stranga reglu um að menn virði reglur um að halda sig við kurteisi og banna guðlast. Sumir, eins og Predikarinn, geta af ýmsum ástæðum illa komið fram undir nafni. Það breytir ekki því að þeir hinir sömu geta haft margt að segja og ekki síður merkilegt en aðrir, jafnvel á stundum eitthvað sem þarf að segja og aðrir hafa ekki sett fram á ritvöllinn. Það er hreinskiptinni umræðu hollt að fá sem flest sjónarmið, en auðvitað að því tilskildu að menn haldi sig við málefnalega umræðu en ekki skítkast og róg.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.8.2007 kl. 22:11
Ég er einn af þeim sem velti þessum málum líka fyrir mér . Svokallaðar sannanir eru margvíslegar og stundum flóknar, en eftir þær upplýsingar sem ég hef fengið og rannsakað, tel ég 99% líkur á því að Laugardagurinn sé hvíldardagur .
Mínar heimildir eru fengnar úr ýmsum áttum, og enda ég minn póst hér á að benda á eina af mörgum .
http://www.present-truth.org/100sabfc.htm
enok (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 10:13
Þetta er merkileg umræða, sem ég var nú fyrst að taka eftir í öllu mínu annríki, og ég verð að segja, eftir að hafa hlaupið yfir hana án þess að lesa hvert einasta innlegg (og aðeins sumt í þeim lengstu), að mér virðist umræðan á háu plani og góðu þrátt fyrir ágreininginn. Kristinn hefur sitt opna viðhorf, Snorri í Betel er eindreginn með sunnudeginum, sjöunda dags aðventistinn Halldór Magnússon (Mofi) stendur með upphaflega sabbatinum, og sá dularfulli í dæminu, "Predikarinn," skrifar afar langt mál og rökstyður vel afstöðu sína, sem ég aðhyllist þó ekki.
Endilega hafðu opið á þessa umræðu, vinur minn Kristinn, í 10-15 daga að minnsta kosti. Og leitt var að missa af merkilegum greinum þínum hér á undan, um samkynhneigðramál og skrif Steindórs J. Erlingssonar, meðan umræðan stóð þar sem hæst.
Mér gefst enginn tími hér og nú til að taka á hvíldardags- eða helgar-málinu, vænti þess að gera það fljótlega, en vil aðeins beina ábendingu til Ólafs míns Jóhannssonar vegna þessara orða hans:
"Ég finn ekki í minni Biblíu að Jesús hafi risið upp á fyrsta degi vikunnar.......Þær tvær Maríur og Salome komu að gröfinni árla hinns fyrsta dags vikunnar, um sólarupprás......og þá var gröfin tóm. -- Það vekur oft undrun mína að prestar og margir kennimenn halda þessu fram að Jesús hafi risið upp fyrsta dag vikunnar og réttlæta með því Sunnudags helgi!!"
Allir eru sammála um, að Kristur hafi verið krossfestur á föstudaginn langa, daginn eftir skírdag, sem fellur á fimmtudag. En Jesús "reis upp á þriðja degi, samkvæmt ritningunum," segir í trúarjátningu okkar, og staðfestingu á því sjáum við víða í NT, t.d. í Mt. 17.23, Jóh. 24.21 og 46, Post. 10.40 og I. Kor. 15.4. Þetta verður Ólafur að hafa í huga, enda væri stórundarlegt, ef kirkjan hefði byrjað sinn feril á því að skjátlast um jafnmikla grundvallarstaðreynd.
Jón Valur Jensson, 4.8.2007 kl. 10:46
Ég er nú ekki eins klár og margur hér, langt því frá, enda tengist þetta bara trú minni og persónulegum rannsóknum á ritningunni sjálfri og þar sem Andinn leiðir mig.
Mig langar að benda háttvirtum fræðimönnum á að Ólafur er ekki að hafna að hann hafi verið upprisin á fyrsta deigi. Heldur að gröfin hafi verið þegar tóm.
Ef Sabbat Gyðinga hefst við sólsetur á föstudeigi og er til sólseturs á laugadeigi. þá báðu þeir um líkama Krists fyrir sólsetur á föstudeigi. Ef páskar hjá Gyðingum eru falla á Sunnudag er þá ekki sabbat framlengt og því mætti ætla að fyrsti dagur vikunnar er mánudagur í þessu samhengi. Eða frá sólsetri á Sunnudeigi til sólseturs á Mánudegi. Þetta mundi vera skíring á 3 dögum. Því Jesú reis upp á 3 deigi, ekki öðrum deigi. Eða vegna þess að sabbath er frá föstudagskvöldi til lagardagskvöld, þá er Jesú í raun krossfestur á Fimmtudegi og rís upp á 3 deigi sem er þá Sunnudagur, enn miðað við að Passover er hátíðin sem er haldin þegar þegar hann deyr þá efast ég það. Ekki ætlast ég til þess að fá svar við þessu. Enda bara pælingar. (ekki efast ég fæ bara ekki rétta talningu "3"frá föstu deigi til Sunnudags þetta eru jú 2 dagar( Semsagt vegna þess að Passover er á sunnudeigi færist þá ekki fyrstu dagur vikunnar um einn dag vegna hátíðarinnar ég efast stórlega um að Gyðingar hafi unnið eða gert neitt nema það allra nauðsynlegasta á Passover deginum sjálfum sem er á Sunnudeigi eins og Páskarnir okkar. (eða hvað)?
Á þetta að skipta máli? Nei hann reis upp á 3 deigi, dýrð sé Guði. ég hugsa að það hafi gerst á tímabilinu sem Sabath og Passover var að ljúka eftir sólsetur á sunnudeigi til sólarupprisu á Mánudegi. Þá höfum við 3 daga. Eða hvað? Gee. sorry. Ekki taka þetta sem ég sé að efast upprisuna ég er bara að pæla í dögunum.
Guð blessi ykkur.
Linda.
Linda, 4.8.2007 kl. 17:30
ohh. Ég sé að ég bætti þarna inn í sem slítur þetta pínu úr samhengi, ég biðst velvirðingar á því. Enn með því að lesa þetta rólegheitum sjáið þið hvað er átt við. Æi ég vona að ég verði ekki misskilin yfir þessum pælingum..ja hérna..
Linda, 4.8.2007 kl. 17:34
Jón Valur, trúbróðir og vinur!
Ég átti nú ekki von á því fyrir nokkrum dögum að við ættum eftir að deila trú og skoðunum okkar á blogg síðu, en það er aðeins ánægja mín að geta svarað því sem þú segir og ég er ósammála um.
Allir ritningarstaðirnir sem þú nefnir eru í NT og er ég þeim sannarlega sammála. Jesús reis upp á þriðja degi. Það sem þú tekur upp úr grein minni stend ég við. Ég finn ekki í minni Biblíu að Jesús hafi risið upp á fyrsta degi vikunnar. Prestar og margir kennimenn réttlæta Sunnudagshelgi með þeirri trú.
Þær komu að gröfinni árla snemma morguns, fyrsta dag vikunnar og þá var gröfin tóm...
Ertu ekki sammála þessu Jón Valur?
Þú segir að allir séu sammála um að Jesús hafi verið krossfestur á Föstudegi..(allir, mín leturbreyting). Þessu mótmæli ég.
Páskahátíð gyðinga ber ekki upp á sömu daga og Páskar hinna kristnu. Þetta veit ég að þú veist. Ég er nýkominn frá Ísrael og hélt því tvenna páska.
Hinum gyðinglegu Páskum var breitt af kirkju Rómaveldis, eða réttara sagt af Konstantínusi keisara árið 325. Ég held að flestir guðfræðingar og sagnfræðingar séu sammála um það.
Gyðingar halda páska á sama hátt og þeir gerðu á dögum Jesú. Gyðingar nefndu ekki dagana nöfnum, sbr.Föstudagur, Sunnudagur. Dagarnir hétu og .1.dagur.2.dagur, þangað til að sjöundi dagurinn fékk og hefur nafnið Shabbath eða Hvíldardagurinn. Nú kem ég að því sem mig langar til að svara þér kæri Jón Valur.
Jesús sagði lærisveinum sínum sögu sem var í senn mynd upp á dauða Hans og upprisu: Jónas var í kviði stórhvelisins þrjá daga og þrjár nætur, og eins mun Mannssonurinn vera í þrjá daga og þrjár nætur í skauti jarðar. Matt.12.40. Þú segir að allir séu sammála um að Jesús hafi verið krossfestur á Föstudegi.
Hvernig getur Jesús hafa verið þrjá daga og þrjár nætur í skauti jarðar ef Hann hefur risið upp á Sunnudegi (fyrsta degi vikunnar)? Reyndar minntist þú nú ekki á að Hann hafi risið upp á Sunnudegi, en það er almenn skoðun, eða kenning meðal flestra kirkjudeilda. Nú vaknar ef til vill spurning hjá þér eða þeim sem les þetta. Hverju trúir þú Ólafur? Ég skal svara því. Páskar gyðinga eru sjö dagar. Páskalambinu í GT var slátrað 14.nisan-mánaðar.
Jóhannes skírari sagði:Sjá Guðs lamb sem ber, synd heimsins (Jóh.1.29). Jesús var þetta Guðs lamb og var krossfestur 14.nisan-mánaðar sem var Miðvikudagur. Hvenær reis Hann þá upp? Svarið er: Á Shabbath, Hvíldardeginum sem er Laugardagur.
Þá erum við búin að fá þrjá daga og þrjár nætur. Það væri hægt að skrifa enn meir um þetta, en ég held að þetta gefi mörgum svar. Jesús var EKKI krossfestur á Föstudaginn langa og Hann reis EKKI upp á fyrsta degi.
Já, lærisveinarnir komu saman á fyrsta degi vikunnar, Gæti verið á Laugardagskvöldi. Þeir komu reyndar saman alla daga vikunnar.
Að endingu: Megi Frelsari okkar sem lifir í dag gefa okkur fyrir sinn Heilaga Anda hug og þor að standa á því orði sem Ritningarnar boða og ekki halda fast í mannasetningar og dauða siði hinna mismunandi kirkjudeilda.
Jón Valur! Mér þykir vænt um þig sem bróðir í Kristi.Ég þakka þér einnig fyrir að gefa mér tækifæri til þess að skrifa þetta.
Vegurinn til Himins er aðeins einn, Hann heitir Jesús.
Með Shalom kveðju
Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 23:38
Konur þær, er komið höfðu með Jésú frá Galíleu, fylgdu eftir og sáu gröfina og hvernig líkami hans var lagður. Þær snéru aftur og bjuggu ilmjurtir og smyrsl .
Hvíldardaginn héldu þær kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu .
En í afturelding fyrsta dag vikunnar komu þær til grafarinnar með ilmsmyrslin, sem þær höfðu búið .
Þær sáu þá, að steininum hafði verið velt frá gröfinni, og þegar þær stigu inn, fundu þær ekki líkama Drottins Jésú .
Hvað gefur þessi texti í Lúk 24 til kynna ?
enok (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 11:40
Kæri Ólafur í Jóhannesar Guðspjalli 19. kafla versi 31 stendur "Nú var aðfangadagur og til þess að líkin væru ekki á krossinum á hvíldardaginn.... Matteus 28:1 "Að liðnum hvíldardegi þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina. Markús 16:9 "Þegar hann var upprisinn árla hinn fyrsta dag vikunnar, birtist hann fyrst Maríu Magdalenu. Lúkas 23:52-56. Hvað stendur þar Jósef fékk líkama Jesú lagði hann í gröf konurnar fylgdust með en héldu kyrru fyrir Hvíldardaginn.
Menn hafa verið að skrifa um Hvíldardaginn hvort það sé Laugardagur eða Sunnudagur(Drottins dagur). Auðvitað er það Laugardagurinn ekki spurning. En skiptir það mig einhverju máli hvort ég tilbið eða lofsyng Drottni mínum á Laugardegi eða á öðrum dögum? Nei ekki neinu máli. Dagarnir sikpta ekki máli né hvað þeir heita. (Mín skoðun og álit). Bezt er að vera vitur í því sem gott er og einfaldur í því sem illt er. Einn gerir mun á dögum en annar metur alla daga jafna. Sérhver hafi örugga sannfæringu í huga sínum, sá sem tekur tillit til daga gjörir það vegna Drottins. Hallt þú þeirri trú sem þú hefur með sjálfum þér fyrir Guði. Sæll er sá sem þarf ekki að áfella sig fyrir það sem hann velur. Jesús gaf okkur nýtt boðorð að við elskum hver annan. Eins og Jesús hefur elskað okkur þannig skulum við einnig elska hvert annað.
Aðalbjörn Leifsson (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 13:38
enok.
Þá var gröfin tóm, því Jesús var upprisinn.
Linda! Það væri óskandi að fleiri væru jafn áhugasamir að leita til Ritninganna. Því þar er svarið. Guð blesii þig og styrki áframhaldandi.
Kristinn (Kiddi)! Óska þér og Dísu blessunar í Kotinu um þessa helgi.
Ég á góðar minnigar þar frá því í "gamla" daga.
Drottinn er hinn sami.
Shalom kveðja.
Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 13:46
Einn gerir mun á dögum, en annar metur alla daga jafna .
Reyndar er það ekki ætlun mín að koma af stað leiðindum varðandi þessi mál, heldur fá það á hreint hvort fjórða boðorðið sé orðið "hlutlaust" .
Finnst það einkennilegt ef það er svo .
enok (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 14:02
Aðalbjörn!
Kæri bróðir. Þakka bréfið sem þú skrifar til mín. Já, Jesús var upprisinn árla fyrsta dags vikunnar.
Ég er þér sannarlega sammála að við getrum og eigum að lofa Guð alla daga vikunnar. Ég kem saman með í kristnum í samfélagi á Sunnudegi Það er mikil blessun í því. En hvort það skipti engu máli hvort við höldum boðorð Guðs (Jesú), er ég ekki sammála .
Öll boðorð Guðs, ekki aðeins 9 heldur öll 10 eru í fullu gildi. En við erum sammála að við frelsumst ekki fyrir eigin verk, heldur er það allt af náð. Því fylgir mikil blessun að hlýða boðorðum Guðs, eins og við getum. Guð blessi þig alla daga, í Jesú nafni.
Shalom kveðja
Ólafur Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 14:16
Bestu kvedjur til allra ur soinni a Florida. Enok ekkert bodord er hlutlaust. Tau einfaldlega heyra oll hinum gamla sattmala. 2. kor. 3 . 6 - 20
Pall talar i tessum kafla um tjonustu daudans og tjonustu andans.
Hva[ er tad sem hann kallar tj'onustu daudans ?????
Skrifa um tetta meira seinna.
Kv. Kristiinn
Kristinn Ásgrímsson, 8.8.2007 kl. 16:54
Mig langar til að þakka fyrir umræðuna um hvíldardaginn, sem ég trúi að hafi aldrei breyst frá því að vera hinn sjöundi dagur vikunnar. Drottinn er hinn sami í gær, í dag og um aldir. Hvers vegna ætti hann að breyta degi sem hann hefur sérstaklega tekið frá, helgað og blessað? Vissulega getum við komið saman hvaða dag vikunnar sem er til að lofa Drottin, en það breytir þó engu um það hver hvíldardagurinn er samkvæmt boðorðinu.
Tímasetning krossfestingarinnar er eitt af því sem við horfum framhjá ef við þekkjum ekki hátíðir og daga Drottins (ekki bara hátíðir Gyðinga) og sjáum ekki spádómana sem felast í þeim. Það gladdi mig að sjá Ólaf Jóhannsson benda á tákn Jónasar um þrjá daga og þrjár nætur í gröfinni, eina táknið sem Jesús sagði að vond og ótrú kynslóð myndi fá.
Á páskahátíðinni þegar Jesús var krossfestur var um að ræða tvo hvíldardaga, fyrst hinn háhelga hvíldardag hátíðar ósýrðu brauðanna og svo hinn vikulega hvíldardag samkvæmt boðorðinu. Jesús var í gröfinni nákvæmlega þrjá daga og þrjár nætur.
Föstudagur til sunnudagsmorguns er aldrei þrír dagar og þrjár nætur (72 klst.), sama hvernig reiknað er.
Með bestu kveðju
Sigrún Einarsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 10:08
Ég tek undir með þér Kristinn
Ég tel að það sé enginn einn hvíldardagur í nýja sáttmálanum heldur sabbatshvíld í Kristi alla daga .
Ég er þó ekki að setja út á þá sem vilja halda í heiðri hvíldardag gyðinga,enda erum við gyðingar í hjartanu
Kristur er líka herra hvíldardagsins
Mar 2:27 Og hann sagði við þá: "Hvíldardagurinn varð til mannsins vegna og eigi maðurinn vegna hvíldardagsins.Mar 2:28 Því er Mannssonurinn einnig herra hvíldardagsins."
Mat 12:2 Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við hann: "Lít á, lærisveinar þínir gjöra það, sem ekki er leyft að gjöra á hvíldardegi."
Mat 12:3 Hann svaraði þeim: "Hafið þér eigi lesið, hvað Davíð gjörði, þegar hann hungraði og menn hans?
Mat 12:4 Hann fór inn í Guðs hús, og þeir átu skoðunarbrauðin, sem hvorki hann né menn hans og engir nema prestarnir máttu eta.
Mat 12:5 Eða hafið þér ekki lesið í lögmálinu, að prestar vanhelga hvíldardaginn í musterinu á hvíldardögum, og eru þó án saka?
Mat 12:6 En ég segi yður: Hér er meira en musterið.
Mat 12:7 Ef þér hefðuð skilið, hvað felst í orðunum: ,Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir,' munduð þér ekki hafa sakfellt saklausa menn.
Mat 12:8 Því að Mannssonurinn er herra hvíldardagsins."
Líkami okkar er nú musteri Krists
Þess vegna erum við alla daga í hvíld Krists fyrir Heilagan Anda
Verðum að vera stöðug í andanum og horfa til Krists svo við villumst ekki
Act 2:25 því að Davíð segir um hann: Ávallt hafði ég Drottin fyrir augum mér, því að hann er mér til hægri hliðar, til þess að ég bifist ekki.Við eigum því að tileinka honum alla daga ,við lifum í honum erum ekkert án hans
Postularnir helguðu honum alla daga ,en Páll fór í helgidóminn að kenna gyðingum,þar náði hann til þeirra ,hann var í trúboði.
Act 2:37 Er þeir heyrðu þetta, var sem stungið væri í hjörtu þeirra, og þeir sögðu við Pétur og hina postulana: "Hvað eigum vér að gjöra, bræður?"
Act 2:38 Pétur sagði við þá: "Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda.
Act 2:42 Þeir ræktu trúlega uppfræðslu postulanna og samfélagið, brotning brauðsins og bænirnar.
Act 2:46 Daglega komu þeir saman með einum huga í helgidóminum, þeir brutu brauð í heimahúsum, neyttu fæðu saman í fögnuði og einlægni hjartans.
Act 2:47 Þeir lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum. En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim, er frelsast létu. Act 3:1 Pétur og Jóhannes gengu upp í helgidóminn til síðdegisbæna.
Act 4:32 En í þeim fjölda, sem trú hafði tekið, var eitt hjarta og ein sál, og enginn þeirra taldi neitt vera sitt, er hann átti, heldur höfðu þeir allt sameiginlegt.
Co 3:6 sem hefur gjört oss hæfa til að vera þjóna nýs sáttmála, ekki bókstafs, heldur anda. Því að bókstafurinn deyðir, en andinn lífgar.
Act 15:1 Þá komu menn sunnan frá Júdeu og kenndu bræðrunum svo: "Eigi getið þér hólpnir orðið, nema þér látið umskerast að sið Móse."
Act 15:5 Þá risu upp nokkrir úr flokki farísea, er trú höfðu tekið, og sögðu: "Þá ber að umskera og bjóða þeim að halda lögmál Móse."
Act 15:7 Eftir mikla umræðu reis Pétur upp og sagði við þá: "Bræður, þér vitið, að Guð kaus sér það fyrir löngu yðar á meðal, að heiðingjarnir skyldu fyrir munn minn heyra orð fagnaðarerindisins og taka trú.
Act 15:15 Í samræmi við þetta eru orð spámannanna, svo sem ritað er:Act 15:8 Og Guð, sem hjörtun þekkir, bar þeim vitni, er hann gaf þeim heilagan anda eins og oss.
Act 15:9 Engan mun gjörði hann á oss og þeim, er hann hreinsaði hjörtu þeirra með trúnni.
Act 15:10 Hví freistið þér nú Guðs með því að leggja ok á háls lærisveinanna, er hvorki feður vorir né vér megnuðum að bera?
Act 15:11 Vér trúum þó því, að vér verðum hólpnir fyrir náð Drottins Jesú á sama hátt og þeir."
Act 15:12 Þá sló þögn á allan hópinn, og menn hlýddu á Barnabas og Pál, er þeir sögðu frá, hve mörg tákn og undur Guð hafði látið þá gjöra meðal heiðingjanna.
Act 15:16 Eftir þetta mun ég aftur koma og endurreisa hina föllnu tjaldbúð Davíðs. Ég mun reisa hana úr rústum og gjöra hana upp aftur,
Tjaldbúð hjartans
Rom 2:29 En sá er Gyðingur, sem er það hið innra, og umskurnin er umskurn hjartans í anda, en ekki í bókstaf. Lofstír hans er ekki af mönnum, heldur frá Guði.
Heb 10:16 Þetta er sáttmálinn, er ég mun gjöra við þá eftir þá daga, segir Drottinn. Lög mín vil ég leggja í hjörtu þeirra, og í hugskot þeirra vil ég rita þau.
Heb 10:17 Síðan segir hann: Ég mun aldrei framar minnast synda þeirra eða lögmálsbrota.
Heb 10:18 En þar sem syndirnar eru fyrirgefnar, þar þarf ekki framar fórn fyrir synd.
Heb 10:19 Vér megum nú, bræður, fyrir Jesú blóð með djörfung ganga inn í hið heilaga,
Heb 10:20 þangað sem hann vígði oss veginn, nýjan veg og lifandi inn í gegnum fortjaldið, það er að segja líkama sinn.
Joh 13:34 Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan.
Joh 13:35 Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars."
Mat 22:37 Hann svaraði honum: ",Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.'
Mat 22:38 Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð.
Mat 22:39 Annað er þessu líkt: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.'
Mat 22:40 Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir."
Joh 14:15 Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín. (Alla daga)
Joh 14:23 Jesús svaraði: "Sá sem elskar mig, varðveitir mitt orð, og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gjöra okkur bústað hjá honum.
Elsku bræður og systur
Við tilheirum Kristi,erum líkami hans
Verðum að muna alla daga að meiða engan í (orðum td).,þá ráðumst við á Krist erum ekki í kærleikanum
Náð og friður í nafni Krists sé með okkur öllum
Ruth, 11.8.2007 kl. 15:14
Takka ykkar innlegg Sigrun og Ruth.
Kristinn Ásgrímsson, 11.8.2007 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.