22.7.2007 | 15:34
Sunnudagshugvekja: Þú þarft ekki að vera einmana.
Dennis Waitley sagði, " það er ekki hver þú ert, sem heldur aftur af þér ,heldur hvað þér finnst þú ekki vera." Það er sorglegt hve margir hafa svo lágt sjálfsmat, að þeir vilja frekar vera í röngu sambandi, en engu. Að vera innan um annað fólk er ekki endilega trygging fyrir því að vera ekki einmana. Þú getur verið innan um fólk allan sólarhringinn og upplifað þig einmana tóman og notaðan.
Þangað til að þú sigrast á óttanum við það að vera þú sjálfur munt þú halda áfram að finnast þú vera einmana. Einmanaleiki snýst meira um það, að þér líkar ekki við sjálfan þig, heldur en að það sé fólk í kringum þig, sem þér líkar ekki við. Og það fæðir oft fram röng viðbrögð gagnvart öðrum.
Af hverju fer svo mikil orka í að forðast höfnun, í stað þess að byggja upp heilbrigð sambönd? Við óttumst að vera særð og erum stöðugt í varnarstöðu. Við hugsum sem svo , ef við ekki blöndum geði við fólk þá verðum við ekki særð, og sem afleiðing af því þá sitjum við uppi með einmanaleikann. Við óttumst það að vera opin, þá gætum við verið gagnrýnd fyrir eitthvað persónulegt. Og þessi afstaða hjálpar bara til að einangra okkur.
Í stað þess að óska að hlutirnir séu öðruvísi, þá getur þú byrjað að breyta hlutunum. Í stað þess að bíða eftir að einhver komi til þín, far þú þá og taktu utan um einhvern annan sem er einmana.
Páll postuli segir: vegna þess sem Kristur hefur gert, þá fagnar Guð yfir okkur. Þegar þú byrjar að sjá þig eins og Guð sér þig, þá fer þér að líka vel við sjálfan þig.
Fræg leikkona sagði eitt sinn: Umfaðmaðu og fagnaðu í því, sem gerir þig einstakan, vegna þess að þú ert bara eina eintakið. Þýðir það að hrokast upp og halda sig betri en aðra ? Nei, það þýðir bara, að í auðmýkt meðtekur þú sjálfan þig , vegna þess að þú veist að þinn Guð fagnar yfir þér (Sakaría 3: 17) Orðið fyrir þig í dag er því : Elskaðu sjálfan þig, fyrst Guð elskar þig.
Að hluta tekið úr: The Word for Today
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
þúsund þakkir fyrir þessa hugvekju. Kannast sjálf við margt af því sem þú skrifaðir um.
Guð blessi þig.
Linda, 23.7.2007 kl. 18:28
thetta getur verið sárt að lesa..
elska thig, Guð blessi thig
sunneva (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 18:36
Já, Sunneva mín, en þetta er líka græðandi lesning, vegna þess að þegar við tökumst á við þessi mál þá hreinsum við sárin og hlutirnir breytast.
Elska þig líka.
Afi
Kristinn Ásgrímsson, 27.7.2007 kl. 23:12
Sæll Kristinn góð hugvekja hjá þér
stundum lendir fólk í þeim aðstæðum eins & langvernadi veikindum sem eru rosalega erfið til lengdar sérstaklega krónískt verka ástand sem gerið það verkum að maður verður þunglyndur & Félagsleg einangrun fylgir í kjölfar veikindanna það bara stað reynd . ég fæddur með rosalega innsnúna mjaðmaliði bæðum mengin
þetta flokkast undir mikla bæklun . & ég mjög sjaldgjæf bæklun , 'eg missti heilsuna fyrir 4 árum allvel , 'eg gat alltaf unið létta vinnu með því vera alltaf í sjúkraþjálfun allir mínir peningar fóru í nudd kírópraktor bara til halda mér gangandi til geta unið léttar vinnur .+ það berjast við kristið fólk sem bað fyrir mér á þessum árum & ásakaði man fyrir að hafa ekki tekið við læknigu En í dag stend ég upp með það er eyðingu í mjaðmaliðunum + mjaðma kúllunar er eyðing . Það er ekkert hægt að gera til laga þetta + þetta verður vera & hefur áhrif á bakið útaf vitlausu álagi á bakið það komin eyðing í 3 hryggjaliðinum. ég á mjög erfitt með gang & get ekki farið einu sinni í bíó útaf því ég get ekki setið . 'eg á erfitt með að sitja lika ég er ekki orðin 40 ára
það lika snúningur á fótunum útaf mjaðmaliðununum , Einmannleikin ég þekki hann vel sem betur fer hef ég lifandi trú á JEsú hann er mér allt í þessu lifi .
'Eg fór fjarnám í Guðfræði gegnum internetið sem hefur haldið mér floti í gegnum þessi erfiðu veikindi . 'eg er fráskilin síðan 2 ár sem lögskilnaður gekk í gegn
ég fer í reglu bundna sprautur í mjaðmaliði & bak
Já einmanaleikinn er hluti af þessu jarðneska lifi okkar
Jóhann Helgason, 31.7.2007 kl. 00:08
kæri Jóhann, þetta eru hræðilegir erfiðleikar sem þú ert að ganga í gegnum, enda sér maður á síðunni að þar skrifar maður með mikla visku. Það er ekki létt að lenda í kristna prosperity fólkinu, ég þekki það af eigin raun þar sem ég hef þurft að glíma við verkjaástand af gigt í 15 ár. að fá það svo í hausinn að trú mann sé ekki nógu sterk getur virkilega sært. Ég hef mikla trú fyrir því að Jesú lækni, og gef ekkert upp vonina með það, kannski væri ég mikið veikari ef ég hefði ekki trúna, en samt hefur gangan með veikindunum gefið mér mikinn þroska og auðmýkt sem var ekki fyrir hendi hjá mér fyrir veikindin. Guð blessi þig og varðveiti að eilífu
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.7.2007 kl. 12:38
Þakka ykkur fyrir ykkar innlegg Jóhann og Guðrún. Já trúin er merkilegt fyrirbrigði, Jesús sagði: "Trúið á Guð" En hvernig getum við trúað nema heyra ( frá Guði ) ? Við getum ekki gefið okkur trúna, hún er Guðs gjöf, en eitt getum við gert, við getum tekið afstöðu með Guðs orði, þegar við erum sannfærð um sannleiksgildi þess. Ég er sammála ykkur að við getum upplifað fordæmingu og uppgjöf þegar við erum barin í hausinn með fyrirheitunum. En þegar við byrjum að heyra Heilagan anda hvísla þessum sömu fyrirheitum í anda okkar þá kviknar vonin og síðan trúin. Megi góður Guð blessa ykkur og gefa ykkur Hans trú inn í kringumstæðurnar.
Kristinn Ásgrímsson, 31.7.2007 kl. 23:52
Takk Kristinn fyrir þetta, ég hef virkilega hlotið Guðs blessun og trú Hans í margar kringumstæður. En ég bekenni ekki að ég hafi verki vegna trúleysis eða röngum átrúnaði eins og ég hef fengið að heyra frá prosperity fylgjendum.
Guðrún Sæmundsdóttir, 1.8.2007 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.