21.6.2007 | 23:57
Mengun sálarinnar.
Las í "Blaðinu" í dag frétt sem bar yfirskriftina Klámfengi og kvenfyrirlitning. Þar er rætt um agavandamál í vinnuskóla Kópavogs. Forstöðumaðurinn segist hafa gert sér grein fyrir því að ekki var nóg að hafa reglur bara varðandi skipulag og matartíma.
Heldur þurfti líka að setja reglur varðandi bann við nauðgunarbröndurum, grófum klám-athugasemdum og niðrandi útlendingabröndurum innan hópsins. Þessar reglur endurtek ég fyrir einstaklingum i vinnuhópnum nánast daglega, segir forstöðumaðurinn.
Guðsteinn bloggvinur minn talar um reykingar í dag og að fólk sem reykir fái ekki að taka að sér börn. En hvað með fólk sem mengar sálarlíf barna sinna með ósiðlegu athæfi. Kannski erfiðara að koma í veg fyrir það. Hvað með þjóðfélag sem lætur þetta ósiðlega athæfi viðgangast og gerir jafnvel góðan róm að ?
Það var tvennt sem kom í hugann þegar ég las umrædda grein. Í fyrsta lagi : Við sem þjóð höfum snúið okkur frá kristnum gildum og uppskerum samkvæmt því. Orðskv. 29:16, Þegar óguðlegum fjölgar, fjölgar og misgjörðum
Orðskv. 29.2. Þegar réttlátum fjölgar, gleðst þjóðin, en þegar óguðlegir drottna, andvarpar þjóðin.
Annað: Þegar Jesús var hér á jörðinni, sagði hann: "Leyfið börnunum að koma til mín."
Því miður eru margir í dag sem meina börnum sínum að koma til Jesú .
Og því fara þau á mis við það sem hann getur og vill gefa þeim.
Drottin mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. ( sálmur 121.7)
Um það snýst málið, það sem sálin nærist á það er það sem út kemur.
Af hverju ekki að leyfa Drottni að vernda sálarlíf komandi kynslóðar.
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
Amen Kiddi minn! Góður pistill hjá þér! Megi Drottinn vernda þann veg sem börnum okkar er ætlað, ég er sammála þér með sálarlíf barna okkar og komandi kynslóða er mikilvægt, ef ekki það mikilvægasta sem við getum gefið þeim. Þ.e.a.s. það veganesti sem hefur alveg gleymst í þessu hraða nútímasamfélagi, þá á ég við kærleikann. Börnin sækja sínar fyrirmyndir í foreldra sína og er okkur skylt að veita þeim þá leiðbeiningu og ást sem við getum. Að ég skuli reykja er eitthvað sem ég er ekki stoltur af, og er slæm fyrirmynd í þeim efnum fyrir börnin mín, ég hef enga afsökun varðandi það og reyni ekki að koma með hana. En það að yfirvöld setji slík boð og bönn sem ég tel vera hreint óréttlát, það get ég ekki látið mig engu skipta. Þess vegna bloggaði ég um þetta. En mér gengur vel að reyna hætta að reykja og er bara hreykin af árangrinum.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.6.2007 kl. 17:59
Takk fyrir þetta Guðsteinn, vona að ég farið að sjá þig suður með sjó.
Kristinn Ásgrímsson, 25.6.2007 kl. 18:59
Já það var sjokkerandi að lesa vitnisburð forstöðumannsins í unglingavinnunni Kópavogs. Þetta er landlægt vandamál sem við verðum að bregðast við. Alltof margir skella skuldinni á skólakerfið í stað þess að taka á málum heimavið. Það er vaxandi andstaða trúlausra við kristnifræðikennslu í skólum og því að börnin fái að syngja kristileg lög, þetta er svo sorglegt. En Haukur ég hef trú fyrir því að þú hættir að reykja! ég er algjörlega handviss um það! Kristinn hvað er í gangi þarna suður með sjó? Er ég að missa af einhverju?
Guðrún Sæmundsdóttir, 26.6.2007 kl. 14:50
Sæl Guðrún og takk fyrir innlitið, það var gaman að sjá þig á tónleikunum um daginn. Ég var reyndar bara að minna Guðstein á að hann ætlaði að kíkja á samkomu hjá okkur einhvern tíma. Það er reyndar góð heimsókn næsta sunnudag. Góðir bræður frá Afríku. Þú ert líka velkomin.
Kristinn Ásgrímsson, 26.6.2007 kl. 15:11
Spennandi, hvað er í gangi hjá þessum kristnu bræðrum á Afríku?
Guðrún Sæmundsdóttir, 26.6.2007 kl. 15:30
Sæl Guðrún. Sjón er sögu ríkari. Sunndaginn kl. 11.00. Velkomin
Kristinn Ásgrímsson, 26.6.2007 kl. 18:16
Takk kærlega fyrir gott boð, en ég ætla að eiga það inni,þessir menn verða hérna í Hafnarfirði í Vonarhöfn og stefni ég á að kíkja þangað. Spurning hvort að moggabloggarar fjölmenni ekki einhverntíma í bloggmessu til þín?
Guðrún Sæmundsdóttir, 28.6.2007 kl. 21:09
Ég kemst ekki núna um þessa helgi Kiddi, en ég kemst helgina eftir það. Klukkan hvað eru samkomur núna hjá ykkur? Er ekki einhver sumartími? Sem mig minnir að sé 16:30?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.6.2007 kl. 09:55
Sæll Guðsteinn Haukur, samkomur eru allt árið um kring kl. 11.00 á sunnudögum.
Hlakkar til að sjá þig.
Kristinn Ásgrímsson, 29.6.2007 kl. 23:23
Þeir bræður frá Afríku gætu verið þeir sömu og verða hjá þér, allavega fór ég á meiriháttar samkomu hjá Vonarhöfn í gamla Gúttó í hafnarfirði, og þessi var svo kraftmikil og sterk, predíkarnir frábærir Svo það er eitthvað verulega mikið sem bíður ykkar í keflavíkinni
Guðrún Sæmundsdóttir, 29.6.2007 kl. 23:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.