13.6.2007 | 21:08
Hver lýsir þinn veg ?
Hið sanna ljós sem upplýsir hvern mann var að koma í heiminn.(Jóh.1.9. )
En þessi er dómurinn, að ljósið er komið í heiminn, og mennirnir elskuðu myrkrið meir en ljósið. (Jóh.3.19.) Fyrir mörgum árum var ég á togveiðibát úti fyrir austfjörðum. Við vorum að toga með öll ljós slökkt. Af hverju ? Jú við vildum vera í myrkrinu.
Og jú, við vorum innan við landhelgismörkin. Skyndilega erum við upplýstir af mjög sterkum fljóðljósum og sterk rödd hljómaði út í náttmyrkið, sem skipaði okkur að hífa inn trollið. Löggjafarvaldið var mætt á staðinn.
Ljósið var greinilega myrkrinu yfirsterkara og við höfðum verið staðnir að verki við landhelgisbrot, færðir til hafnar og afli og veiðarfæri gerð upptæk.
Því hver sem illt aðhefst hatar ljósið og kemur eigi til ljóssins, til þess að verk hans verði ekki uppvís.En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins, svo að augljóst verði , að verk hans eru í Guði gjörð. (Jóh. 3.21.)
Er ekki bara miklu betra að hafa öll okkar verk í ljósinu ? Það hefði þýtt að við hefðum togað með fullum ljósum og verið réttu megin við landhelgislínuna. Það er alltaf sorglegt þegar fólk elskar myrkrið meira.
Hvað segir þetta okkur ? Jú, Guð dæmir okkur ekki. Við dæmum okkur sjálf.
Spurningin er, þegar við erum upplýst, leyfum við ljósinu að upplýsa okkur eða hlaupum við til baka inn í myrkrið ?
Sjáðu, orð Guðs er ljós á vegi þínum og lampi fóta þinna. Það stendur öllum mönnum til boða.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
Sammála! það er bara svo slæmt þegar að menn eru farnir að kalla myrkrið ljós. og boða eitthvert villuljós í skjóli sykurhjúpaðs gervikærleika, líkt og kynferðisglæpamaðurinn tælir barnið með sælgæti. þetta er mikið alvörumál. Því sálarheill er í húfi! Jesús er eina ljósið sem leiðir til öruggrar vistar í himnaríki
Guðrún Sæmundsdóttir, 15.6.2007 kl. 20:42
Amen segi ég nú bara !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.6.2007 kl. 07:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.