Leita í fréttum mbl.is

Hver lýsir þinn veg ?

 

 

 

Hið sanna ljós sem upplýsir hvern mann var að koma í heiminn.(Jóh.1.9. )

En þessi er dómurinn, að ljósið er komið í heiminn, og mennirnir elskuðu myrkrið meir en ljósið. (Jóh.3.19.)  Fyrir mörgum árum var ég á togveiðibát úti fyrir austfjörðum. Við vorum að toga með öll ljós slökkt. Af hverju ? Jú við vildum vera í myrkrinu. 

Og jú, við vorum innan við landhelgismörkin. Skyndilega erum við upplýstir af mjög sterkum fljóðljósum og sterk rödd hljómaði út í náttmyrkið, sem skipaði okkur að hífa inn trollið. Löggjafarvaldið var mætt á staðinn.

Ljósið var greinilega myrkrinu yfirsterkara og við höfðum verið staðnir að verki við landhelgisbrot, færðir til hafnar og afli og veiðarfæri gerð upptæk.

 

Því hver sem illt aðhefst hatar ljósið og kemur eigi til ljóssins, til þess að verk hans verði ekki uppvís.En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins, svo að augljóst verði , að verk hans eru í Guði gjörð. (Jóh. 3.21.)

 

Er ekki bara miklu betra að hafa öll okkar verk í ljósinu ? Það hefði þýtt að við hefðum togað með fullum ljósum og verið réttu megin við landhelgislínuna. Það er alltaf sorglegt þegar fólk elskar myrkrið meira.

Hvað segir þetta okkur ? Jú, Guð dæmir okkur ekki.  Við dæmum okkur sjálf.

Spurningin er,  þegar  við erum upplýst, leyfum við ljósinu að upplýsa okkur eða hlaupum við til baka inn í myrkrið ?

Sjáðu, orð Guðs er ljós á vegi þínum og lampi fóta þinna. Það stendur öllum mönnum til boða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sammála! það er bara svo slæmt þegar að menn eru farnir að kalla myrkrið ljós. og boða eitthvert villuljós í skjóli sykurhjúpaðs gervikærleika, líkt og kynferðisglæpamaðurinn tælir barnið með sælgæti. þetta er mikið alvörumál. Því sálarheill er í húfi! Jesús er eina ljósið sem leiðir til öruggrar vistar í himnaríki

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.6.2007 kl. 20:42

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen segi ég nú bara !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.6.2007 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband