Leita í fréttum mbl.is

Hvernig vin viltu ?

  

I have my fans, sagði Paris Hilton áður en hún fór í fangelsið. Þetta  minnti mig á þessa setningu:

Hollywood segir þér, að þú sért eitthvað, sem þú  ekki ert. "   Guð segir þér hins vegar : Að Hann geti gert eitthvað úr þér , sem þú  ekki ert.Í orðskviðunum 20.6. segir : " Margir menn eru kallaðir kærleiksríkir, en tryggan vin hver finnur hann ?

Hvort viltu eiga tryggan vin, frægan vin, eða ríkan vin ? Auðvitað getur frægur og ríkur vinur verið góður vinur, en hvar er þitt gildismat ?

Vinur elskar ætíð og í nauðum er hann sem bróðir. Orðskv. 17.17.

Trúmennska, hvað er það ? Traust ? Eru þetta gildi sem eru "inn" í dag ?  Eru þetta gildi sem er haldið á lofti í dag ?

Veistu að Guð er trúfastur og hann er svo trúfastur, að Hann er trúr sínu orði.   Þ.e. Hann er trúr ritningunni. Þetta eiga margir erfitt með að skilja í dag. En á þessu byggir réttlæti Guðs. Hann segir ekki eitt í dag og annað á morgun.Jesús sagði að sá sem væri stöðugur í kærleikanum héldi boðorð föðurins, eins og hann sjálfur héldi þau.Jóh. 15.10.

Jeremía 1.12. "Því ég vaki yfir orði mínu til að framkvæma það"

Guð er ekki maður að hann ljúgi, né sonur manns að Hann sjái sig um hönd. ( 4.mos. 23.19)

Vilja ekki flestir eiga  vini sem eru menn orða sinna ?

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tek undir hvert orð hjá þér, Guð klikkar ekki hann er öruggt athvarf þegar að aðrir svíkja.

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.6.2007 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband