Leita í fréttum mbl.is

Kærleikurinn er ekki lygari.

 

 

Blekking er það kallað þegar menn telja sig gera rétt en gjöra rangt. Hvað fær menn til að lifa í blekkingu. Jú, lygin, þeir trúa lyginni.

Ritningin talar mikið um sannleikann og lygina og segir okkur að sá tími muni koma að menn skipti á sannleika og lygi. Hvernig má þetta vera ? Jú menn eru blekktir. Í Bréfi sínu til Filippímanna segist Páll biðja fyrir þeim að elska þeirra aukist meir og meir , svo þeir geti metið þá hluti rétt sem máli skipta.

Er nokkuð ömurlegra fyrir ferðamann heldur en að aka þúsund mílur í öfuga átt, af því að einhver snéri vegvísinum við. Eða uppgötva það að vera komin á loft í flugvél á leið til Afríku, þegar þú bara ætlaðir til Danmerkur, bara vegna rangra upplýsinga á skjá.

En,,,, segir sá sem sneri skiltinu, þessi leið var niðri í móti og svo miklu þægilegri, en hin leiðin, ég vildi bara láta fólki líða vel.

Spurningin er, Er það kærleikur að vísa fólki ranga leið til þess að því líði vel um stund ?

Og að þú sért um leið meðtekinn af samtímanum. Því miður virðist samtíminn vera orðin Guð margra fræðimanna í dag.

Nei kærleikurinn hugar að sannleikanum og leitar hans. Margir segja, skiptir það einhverju máli hverju við trúum ?  Já það skiptir máli, tveggja barna móðir sprengir sig í loft upp, frá eiginmanni og tveimur börnum. Af hverju, hún var blekkt.  

Kirkjan er kölluð í ritningunni stólpi sannleikans. Hvað gerist ef stólpum er kippt undan byggingu ?  Ritningin í heild sinni byggir á kenningu. Sú kenning sem byggir á sannleika stenst. Hús sem hefur réttan grunn og rétt út reiknað  burðarþol stenst. Hús byggt á sandi hins vegar, stenst ekki veðrin.

Sál mannsins er eilíf og það skiptir máli hverju við trúum. Þess vegna skiptir það máli að þeir sem eiga vísa veginn snúi ekki skiltinu í ranga átt.

1.pét. 3.1. Þetta er nú annað bréfið sem ég skrifa yður þér elskaðir, og í báðum hef ég reynt að halda hinu hreina hugarfari vakandi hjá yður. Það geri ég með því að rifja upp fyrir yður þau orð, sem hinir heilögu spámenn hafa áður talað, og boðorð Drottins vors og frelsara, er postular yðar hafa flutt.

Lúk .24.27. Og hann (Jesús)  byrjaði á Móse og öllum spámönnunum og útlagði fyrir þeim það , sem um hann er í öllum ritningunum.

Kristin trú byggir einfaldlega á biblíunni eða ritningunni. Hún er stólpi sannleikans,og hefur sannarlega staðist tímans tönn. Matt.24.35. Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.

Og enn og aftur sannleikurinn breytist ekki, hins vegar getur farið svo að við hættum að þekkja sannleikann, ef við höfnum þeirri leiðbeiningu sem Guð hefur gefið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill, bróðir. Kærar þakkir.

Jón Valur Jensson, 4.6.2007 kl. 00:29

2 Smámynd: Púkinn

Púkinn verður nú seint sammála þér, enda er það hans skoðun að "kristni" og "sannleikur" eigi fátt sameiginlegt, en hins vegar finnst Púkanum alltaf gaman að lesa pistla sem hann er gjörsamleiga ósammála.

Púkinn, 4.6.2007 kl. 09:14

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Friðrik "púki"Skúlason hvenær ætlar þú að laga púkaforritið þitt? ég var að skrifa tveggja línu athugasemd hjá vonin.blog.is og keyrði púka forritið, eftir 10 mín. gafst ég upp og smellti á HTML-ham til þess að losna undan púkanum. það er sama ástandið á þessari færslu sem ég er núna að gera. Ekki nógu gott hjá þér púkinn þinn!!!

Kristinn frábær pistill hjá þér! 

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.6.2007 kl. 11:01

4 Smámynd: Linda

Kristinn, frábært pistill hjá þér. Takk fyrir þetta.

Linda, 4.6.2007 kl. 11:58

5 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka ykkur öllum góð orð. Friðrik, var Kristur ekki sannleikans megin ?

Kristinn Ásgrímsson, 4.6.2007 kl. 19:37

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sannleikurinn gerir yður frjálsa! Það er eitthvað annað en við sjáum hjá trúleysis þjóðunum, en ávöxtur þeirra er andavaldið kommúnismi, kominn tími til að jólasveinarnir í Vantrú geri sér grein fyrir því.

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.6.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband