Leita í fréttum mbl.is

Guðfræði að neðan

 

 

 

Í Sunnudagsblaði m.b.l. er athyglisvert viðtal við sóknarprestinn Bjarna Karlsson, sem vill breyta kirkjunni með guðfræðinni að neðan og tekur sérstaklega fram að það sé ekki guðfræðin að ofan sem hann aðhyllist.

 

Í viðtalinu kemur fram að tíðarandinn sé að breytast og því þurfi guðfræðin að breytast til að geta þjónað samtímanum.

 

Já ég er sammála Bjarna að þessi fræði koma svo sannarlega ekki að ofan, þar sem okkur er kennt að við eigum að vera eftirbreytendur Guðs,en ekki Hann okkar. Ef. 5.1

Þegar talað er um tíðaranda, þá skilgreinir orð Guðs hann svona: valdhafinn í loftinu, andi þess, sem starfar í þeim sem ekki trúa. Ef. 2.2. Jú sá andi er að neðan.

 

Biblían talar reyndar um þá speki sem kemur að neðan og segir okkur að hún sé jarðnesk, andlaus, djöfulleg..... en sú speki sem kemur að ofan er : hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta. Jakobsbr. 3. 13- 18.

Ég ætla ekki að orðlengja frekar um þessa grein í m.b.l  heldur benda á það sem ritningin hefur að segja um þetta.

 

1. Tím 4.1. Andinn segir berlega , að á síðari tímum muni sumir ganga af trúnni og gefa sig að villuöndum og lærdómum illra anda.  Doctrines that demons teach.(amp)

 

2. Tím 4. 3. Því þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heilnæmu kenning, heldur hópa þeir að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum (guðfræði að neðan)til að heyra það sem kitlar eyrun. 4. Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að ævintýrum.

 

Malakí 2.7. Því varir prestsins eiga að varðveita þekking, og fræðslu leita menn af munni hans, því að hann er sendiboði Drottins allsherjar. 8. En þér hafið vikið af veginum og leitt marga í hrösun með fræðslu yðar, þér hafið spillt sáttmála Leví.

 

Malakí 1. 10. Sæmra væri, að einhver yðar lokaði musterisdyrunum....

 

Ég segi það aftur að ef andinn að neðan, sá sem starfar í þeim sem ekki trúa, á að leiða kristna kirkju, þá er komin tími til að loka dyrunum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Mikið er ég sammála þér Kiddi. Ég las þessa grein líka og ég á varla orð yfir skoðunum  Bjarna Karlssonar. Hann hefur verið í launuðu fríi við að stúdera þessa að neðan guðfræði sína. Og í 200 blaðsíðna ritgerð sem liggur nú eftir hann, segist hann vera fullviss um það, að samkynhneigðir eigi að fá að giftast í kirkjunni.

Hann segir svo: "Tími kirkjulegrar valdstjórnunar er algjörlega liðinn. Það er enginn að spyrja: Hvernig finnst prestinum að ég eigi að haga kynlífi mínu? Og kirkjan verður að hætta að svara þeirri spurningu, annars sviptum við þjóðina kirkjunni og það höfum við ekki leyfi til að gera."

En á ekki kirkja Krists að boða Orð Guðs og standa vörð um það? Og bað ekki Jesús fyrir lærisveinunum: "Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur." Ef ritgerðin er eitthvað í líkingu við greinina, þá er ekki von á góðu. Og svo lýkur hann greininni á þessum orðum: "Ég er að reyna að vinna mína vinnu af sem mestri ábyrgð. Ég er bara að prédika inni í samtímann." Og hvað er hann að prédika? Að það sé ekkert að marka hvað Biblían segi um kynvillu.

Páll postuli sagði við Tímóteus og hann talar líka til okkar í dag, sem trúum Orði Guðs: "Prédika þú orðið, gef þig að því í tíma og ótíma. Vanda um, ávíta, áminn með öllu langlyndi og fræðslu. Því að þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heilnæmu kenning, heldur hópa þeir að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til þess að heyra það, sem kitlar eyrun."  Og nú hafa samkynhneigðir fengið kennara sem kitlar eyru þeirra. Og hann heitir Bjarni Karlsson. 

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 28.5.2007 kl. 22:49

2 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Takk fyrir innlitið Janus, það er nú ekki bara þetta í sambandi við samkynhneigð sem veldur mér hryggð, heldur sú staðreynd að biblían virðist ekki lengur vera inni í myndinni. Ég spyr mig orðið, trúa menn á einhvern Guð sem þeir skapa eða þann Drottinn sem allt hefur skapað. Jú kirkjan þarf að breytast, Drottinn þarf að fá að koma inn í kirkjuna.

Kristinn Ásgrímsson, 28.5.2007 kl. 23:18

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér fyndist nú við hæfi að bíða eftir að ritgerðin er tilbúin og komin á þjóðarbókhlöðuna...lesa hana og dæma svo!! Ansi eru menn fljótir að draga ályktanir hér án þess að hafa sé heildarmyndina!

Bara til að árétta að þá er guðfræði sem að kemur að neðan, guðfræði sem að er sprottin frá fólkinu sjálfu en ekki yfirstjórn kirkjunnar! Fólk sem að skrifar sig til dæmis út úr aðstæðum kúgunar og óréttlætis eins og við sjáum til dæmis í þeirri guðfræði sem að varð til í Suður-Ameriku! Menn eins og Leonardo Boff, Gustavo Gutíerés og Oscar Romero eru málsvarar þeirrar stefnu sem að myndaðist þar! Heilagur andi starfar að sjálfsögðu að ofan enda talar Bjarni aldrei um að heilafgur andi starfi að neðan! Hann starfar meðal fólksins! Allra manneskja sem að eru sköpuð jafnt í Guð mynd og hann er með þeim í leit að réttlæti og mannsæmandi lífi! Guðfræði að neðan er ekki það sama og að segja að heilagur andi komi að neðan! Mér finnst það ómaklegt að ráðast að Bjarna á þennan hátt og hans námsleyfi sem að jú kirkjan hefur samþykkt og honumn er frjálst að verja sínu námsleyfi í þau skrif sem að honumn hugnast! Mér finnst hér ansi hart vegið að persínu hans og ekki málefnalegt né máli þess sem að fram setur til framdráttar! Þó að fólk sé ekki sammála Bjarna finnst við hæfi að sýna persónu hans virðingu! Með kveðju, Sunna Dóra!

Sunna Dóra Möller, 28.5.2007 kl. 23:23

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sunna, blandaðu ekki saman hinum blessaða Oscar Romero við Leonardo Boff og Gustavo Gutierres; Romero heitinn var saklaus af öllum Marxisma. -- Svo hlýtur að vera hægt að koma með viðbrögð við opnuviðtali við séra Bjarna og fullyrðingum hans þar, a.m.k. er ég ekkert feiminn við það. Eða eigum við að bíða þangað til bók hans er komin út? -- ja, það er víst hentugt fyrir endurskoðunarguðfræðingana, því að þeir ætla sér að vinna sinn lokasigur á Kirkjuþingi í haust, um það leyti sem hin fyrirframfræga ritgerð Bjarna verður tilbúin. -- Svo er ekkert virðingarvert við að taka sér námsleyfi þessu tagi á fullum launum frá söfnuðum kirkjunnar, sennilega um eða yfir 430.000 kr. á mánuði, frú Sunna.

Ég þakka þér, Kristinn, þessa grein. Hef sjálfur verið að taka saman aðra vefgrein (HÉR) út frá öðrum kolröngum forsendum séra Bjarna í viðtali þessu. En þín áherzla er rétt -- ég tók líka eftir þessu, og ekki er mín kaþólska guðfræði tekin "að neðan", heldur að ofan, eftir því sem mönnum hefur auðnazt að fara rétt með það. Guð blessi þig og allra þína, bróður okkar Janus og alla okkar lesendur.

Jón Valur Jensson, 29.5.2007 kl. 00:24

5 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Sunna Dóra. Það sem ég var að segja varðandi ritgerðina var: Ef ritgerðin er eitthvað í líkingu við greinina, þá er ekki von á góðu. Ég var ekki að dæma hana á annan hátt. Og annað sem ég sagði var skoðun mín á greininni í ljósi þess sem Bjarni segir um samkynhneigða og skoða ég það í ljósi Biblíunnar.

En þú ert ósátt með það og segir: Mér finnst það ómaklegt að ráðast að Bjarna á þennan hátt og hans námsleyfi sem að jú kirkjan hefur samþykkt og honumn er frjálst að verja sínu námsleyfi í þau skrif sem að honumn hugnast! 

En ég segi því, ef Bjarna er frjálst að skrifa og tala um það sem honum hugnast, þá er mér frjálst að dæma það sem hann skrifar og talar ef hann opinberar það. Búum við ekki við rit og skoðanafrelsi. Ég hef líka hlustað á prédikanir Bjarna og viðtöl um samkynhneigð, og er ég honum algjörlega ósammála, skoði ég það í ljósi Biblíunnar.

Og varðandi guðfræðina sem kemur að neðana. Þá skil ég það svo að það sé guðfræði sem kemur ekki frá Guði, heldur mönnum. Já, og kirkjunnar mönnum og getur verið innblásin af djöflinum. Ef menn læra ekki regluna, að fara ekki lengra en ritað er. Enda segir í Orðinu um spekina að neðan: "Sú speki kemur ekki að ofan, heldur er hún jarðnesk, andlaus, djöfulleg."

Hvorki ég né Kristinn töluðum neitt um heilagan anda, né hvernig hann starfaði, og auðvitað kemur hann að ofan. En fagnaðarerindið um Jesú Krist segir, að til þess að heilagur andi geti starfaða þurfi menn að vera fylltir honum eða að menn starfi samkvæmt Orði Guðs. Því að hann sannfærir um synd, réttlæti og dóm. Eða sannfærir um ORÐ GUÐS. Samanber á Hvítasunnumorgni, þegar Pétur postuli prédikaði fagnaðarerindið, fylltur heilögum anda, og byggði prédikun sína á Orði Guðs. Og þá sögðu þeir sem á hlustuðu: "Hvað eigum vér að gjöra, bræður?" Pétur sagði þá: "Gjörið iðrun og látið skírast hver og einn í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda yðar; þá munuð þér öðlast að gjöf heilagan anda."

Ég gæti haft þetta miklu lengra, en nú er tíminn að setja punktinn því það er kominn nótt. Ég þakka þér gagnrýni þína og virði hana. Kær kveðja Janus. 

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 29.5.2007 kl. 02:03

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég renndi yfir Mósebækurnar í gærkveldi. Ef að taka ætti upp lög Guðs sem þar gilda, og margir vilja ss. síðueigandi og Jón Valur Jensson, blasir td. eftirfarandi vandi við:

1. Taka þyrfti 50.000.- íslendinga af lífi strax.
2. Þetta eru 3.500 tonn af lífrænum úrgangi sem þyrfti að farga 4.000 rúmmetrar 400 vörubílshlöss.
3. Útvega þyrfti 5.000 tonn af grjóti til að grýta þennan fjölda til bana.
4. Til að grýta þennan fjölda til bana fara 500.000 vinnustundir sem er 12.500 vinnuvikur eða 250 vinnuár.
5. Til að rannsaka dæma og grýta þennan fjölda þyrfti 15% af þjóðinni að gera ekkert annað í mörg ár.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 30.5.2007 kl. 20:50

7 Smámynd: Linda

Kristján rosalegan húmor hefur þú maður. Gott að þú gerir greinamun á mannasettingum, það er von fyrir þig enn. 

Linda, 30.5.2007 kl. 20:57

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvaða Móselög, sem gilda fyrir allar þjóðir, á Kristján við? Mörg lagaákvæði Mósebóka áttu einungis við um Ísraelsþjóð hina fornu. Kristján er naumast sérfróður um þetta og þarf að leiða í ljós einhver skýrari rök fyrir málflutningi sínum. Hvers vegna ætti að þurfa að taka allan þennan fjölda Íslendinga af lífi, Kristján?

Jón Valur Jensson, 31.5.2007 kl. 19:30

9 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég sagði "ef taka ætti upp lög Guðs..." Dæmi:

1. Drepa skal þá sem ekki hlíða foreldrum sínum. Ca. 5000 manns. M. 5. 21.

2. Drepa skal stúlkur sem ekki eru hreinar meyjar við giftingu. lágmark  50000 konur. M. 5.22

3. Drepa skal stúlkur sem er nauðgað. Ca 3000 stúlkur M. 5. 22.

4. Drepa skal samkynhneigða sem hafa mök. Ca 25000 manns. M 3. 18. 22. Þetta ákvæði hefur Jón Valur vitnað sérstaklega til og aðrir haturskristnir.

Ég sé að ég er með fáeinum lagatilvitnum komin hátt í  100000 íslendinga sem þarf að drepa strax. Hvergi í sögunni er boðað annað eins djöfulæði og í fimmbókarriti Móses. Morðæðið í Rúanda virkjaði aðeins lítinn hluta Mósebóka. Fáir mæla morðæðinu í Rúanda bót en til eru heilu flokkarnir utan um morðvarginn Móses.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 31.5.2007 kl. 21:23

10 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Ég er búinn að vera erlendis þessa viku og því ekki haft aðstöðu til að svara, en vil þakka athugasemdir ykkar. Sunna það er eitt að vega að persónu eða kenningu. Kennig séra Bjarna stangast á við heilaga ritningu, bara sú setning að segja að kirkjan eða Guðs fólk eigi að breytast í takt við tíðarandann er nægt tilefni. Kirkjan er eignarlýður Guðs og það er hún sem á að vera ljós og eftirbreytandi Guðs, en ekki eftirbreytandi heimsins. Ég get ekki setið undir því að vegið sé að kristinni kenningu, hvort heldur það er Clarence Glad , Bjarni eða þú Sunna.

Kristján ég skil varla þinn þankagang, við höfum ennþá lög í þessu landi, vildir þú kannski gera smá úttekt á því hverja á eftir að dæma þar.

Eða vilt þú kannski bara afnema öll lög ?

kær kveðja. Kristinn

Kristinn Ásgrímsson, 1.6.2007 kl. 18:49

11 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Má vera að nokkrir séu ódæmdir en öngvan á eftir að taka af lífi hvað þá 100000 manns eins og eftir Móseslögum.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 2.6.2007 kl. 13:42

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er spurning hvort að séra Bjarni sé ekki í röngu starfi? Hvað eru menn að starfa sem prestar þegar þeir byggja sín skrif og störf á einhverju öðru en Biblíunni?  það hefur nú verið áberandi hjá séra Bjarna og konunni hans að rökstyðja guðæðilegar kenningar sínar með tilvísun í skoðanaskrif einhverra  annara á Biblíunni í stað þess að vitna í Sannleikann sjálfan, Biblíuna og byggja sína guðfræði á henni eins og prestar eiga að gera. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.6.2007 kl. 17:41

13 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sammála því Guðrún, presturinn á að taka afstöðu með Orðinu, en ekki á móti.

Kristján, Jesús Kristur kom og dó einmitt fyrir alla þessa 100000, þannig að hver sem gerir iðrun fær fyrirgefningu synda sinna. Eins var það undir Móse lögmáli, menn gátu fengið fyrirgefningu, þegar þeir færðu syndafórn.

Þar fyrir utan þá voru þetta lög, og það var enginn tekinn af lífi án dóms. Í dag dæmir Guð okkur ekki eftir Móse lögmáli, en biblían segir að: Fyrir lögmál kemur þekking syndar. 'I dag erum við undir náð . Hins vegar segir ritningin okkur að við eigum ekki fyrir það að syndga upp á náðina.

Kristján, ef þú ert í raun að kynna þér Mósebækurnar, kynntu þér þá alla staðina þar sem Guð auðsýndi miskun og fyrirgaf sínu fólki. Ég held að þú verðir hissa.

Kristinn Ásgrímsson, 2.6.2007 kl. 18:13

14 Smámynd: Stefán Ingi Guðjónsson

Það er merkilegt að ef Prestur sem aðhyllist ranga kenningu samkvæmt Orði Guðs, þá má vart á móti mæla. Ég þakka þér Kristinn fyrir greinina. Það dylst engum að Bjarni vill öllum vel, en hann er í raun að ljúgja að fólki. Hann segir að Biblían blessi sambúð samkynhneigra þegar það er mjög skýrt að hún gerir það ekki.

Guð elskar syndarann en hatar syndina. Ef ég myndi fara á lögreglustöðina og tala við "skilningsríkan" lögreglumann sem segði mér að það væri allt í lagi að fara yfir á rauðu ljósi,  umferðarlögin væru svo gamaldags og pössuðu enganveginn fyrir daginn í dag. Ég myndi síðan fara á stað út í umferðina, haldandi að ég þyrfti ekki að hlýða lögum.  Allt í einu væri ég stoppaður og sektaður fyrir að fara á rauðu. Þessi lögreglumaður er svo þröngsýnn að nota þessi úreldu lög, stoppaði mig....

Það er engin að banna samkynhneigum að búa saman. Vandamál er þegar þetta fólk heimtar að við búum til annan kristindóm sem felllur að þeirra lífsmáta. Biblían segir að það sé aðeins eitt sambúðar form sem Guð blessar. Það er sambúð Karls og Konu í hjónabandi.

Stefán Ingi Guðjónsson, 3.6.2007 kl. 01:41

15 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka þér gott innlegg Stefán, þú kemur að kjarna málsins, Guð er trúr "sínu" Orði og við breytum ekki "Orðinu" til að aðlaga það að synd okkar. Og þá er sama hver syndin er.

Kristinn Ásgrímsson, 3.6.2007 kl. 14:44

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rugl er þetta í þessum Kristjáni. Móselög um refsingu jafnvel hórsekra eru greinilega linuð af Kristi Drottni okkar. Refsiákvæðið vegna samkynja kynmaka er ekki endilega dauðarefsing, segja ritskýringar (a.m.k. gott kaþólskt rit, sem ég tek mark á), enda erum við kristnir ekki bundnir neinu slíku ákvæði skv. túlkun kirkjunnar (þar að auki er það hrein og margföld falstúlkun KSK að tala um "ca 25000 manns" á Íslandi, sem haft hafi samfarir með öðrum af sama kyni; samkynhneigðir eru hér sennilega í allra mesta lagi um 2,2% af fólki 18 ára og eldra). Ég endurtek: um Ísraelsþjóð giltu sérstök lög, sem ekki urðu öll lög kristinnar kirkju, samanber Jóh. 8.3-11. En strangleiki Móselaga hafði vitaskuld það í för með sér, að hvötin til lögmálsbrota var æðimiklu heftari og sjaldgæfari en hér í öllu kynfrelsinu.

PS. Eins og Kristinn hafði ég misst sjónar á þessari umræðu í nokkra daga.

Jón Valur Jensson, 4.6.2007 kl. 00:47

17 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

"segja ritskýringar" er það ekki lóðið. Er þá ekki hægt að ritskýra 5000 ára ákvæðið "þú skalt ekki leggjast með manni sem kona væri" þannig: "Þetta stenst, svo fremi að þú leggist með karli sem karlmanni en ekki sem konu". Það er hægt að lesa hvað sem er út úr Biblíunni það sanna "sértrúarsöfnuðirnir".

Menn voru td. brenndir á báli fyrir galdra samkvæmt "góðu kaþólsku riti".

Kristján Sigurður Kristjánsson, 5.6.2007 kl. 12:31

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kristján veit sýnilega ekkert um það sem hann blaðrar um. Það má t.d. ráða af því, þegar hann talar um þetta sem "5000 ára ákvæðið". Ætli hann hafi hana Margréti (Möggudóru) Hafsteinsdóttur sem sinn Gamlatestamentisfræðara?!

Svo er útúrsnúningur hans úr III. Mós. 18.22 tómt rugl, sem kaþólskt fræðirit myndi aldrei gera að sínu vitlausa viðmiði.

Kristján hefur að öðru leyti gefizt upp á að ræða efnið. Hórdómur (framhjáhald) var t.d. bæði í Biblíunni og í siðakerfi kirkjunnar, kaþólskrar sem lútherskrar, talinn miklu alvarlegri synd en lauslætisbrot ógiftra. En Kristur sakfelldi EKKI hórseku konuna (Jóh. 8). Þess vegna er augljóslega fáránlegt, að Kristján þessi (sem ber illa nafnið, því að það þýðir: kristinn!) skuli leyfa sér að telja "lágmark 50000 konur" dauðasekar meðal okkar Íslendinga vegna kynmaka kvenna fyrir hjónaband.

Miklu harðar var tekið á skírlífisbrotum í lútherskum sið en kaþólskum á Íslandi. Samt kvað hinn alræmdi Stóridómur (sem gilti hér um 275 ára skeið,1563-1838) EKKI á um dauðadóm við frillulífi (samræði ógiftra aðila, lauslætisbroti), heldur voru refsingarnar sem hér segir: 1. brot: 18 álnir í sekt. 2. brot: 6 aura sekt. 3. brot: 12 aura sekt. 4. brot: 3ja marka sekt "og fari úr fjórðungnum". 5. brot: Missir húða eða "eigist". "Skal slíka menn harðlega á það minna, að þau láti af slíkum óheyrilegum lifnaði og lifi meður engu móti í slíkum opinberum hneigslunum [sic]." (Lovsamling for Island, I. bindi, bls. 84-89, hér til vitnað skv. erindi/ritgerð Davíðs Þórs Björgvinssonar dósents (síðar lagaprófessors): 'Stóridómur', í Lúther og íslenskt þjóðlíf, Rv. 1989, bls. 140.)

Vituð ér enn eða hvat?

Jón Valur Jensson, 5.6.2007 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband