Leita í fréttum mbl.is

Hvað er fóstur-eyðing ?

 

Þú skalt ekki morð fremja. Þannig hljóðar sjötta boðorð Gamla testamentisins. Fljótt  á litið virðist þetta vera það boðorð sem allir eru sammála um. Allir vita að það er rangt að drepa mann.

Ein er þó sú  " blekking" á Íslandi og reyndar um heim allan, sem fólk virðist gjörsamlega sofandi yfir.

Blekkingin er sú að barn í móðurlífi sé ekki lifandi persóna,heldur einhvers konar pakki sem við köllum fóstur, og að það sé okkur í sjálfsvald sett hvort við fjarlægum þennan pakka eða ekki.

 

Vissir þú, að 25 dögum eftir getnaðinn (tæpum tveim vikum eftir að móðirin missti fyrst úr tíðir) byrjar hjarta barnsins að slá...30 daga gamalt mælist barnið um fjórðungur þumlungs, en er þá komið með heila, með þekkjanlegt sköpulag mannsheila, einnig augu í mótun, eyru og lifur, nýru, maga og hjarta sem dælir blóði. 45 dögum eftir getnaðinn er beinagrind þess búin að fá á sig fullkomna mynd, en samanstendur af brjóski enn sem komið er. 65 daga gamalt getur barnið kreppt hnefann.

Það voru mikil vonbrigði fyrir prófessor Albert William Liley sem eftir að hafa fundið upp legvatnsprófið til að nota sem læknisgreiningu til að bjarga lífi, að hann skyldi þurfa að upplifa að því væri misbeitt til þess að greina fötluð börn fyrir fæðingu, svo að eyða mætti þeim með fóstureyðingu.

Jafnvel á sínum eigin spítala sá hann nálar sem hann hafði þróað til blóðgjafar fyrir ófædd börn, notaðar til að sprauta banvænni saltupplausn í móðurkviðinn til að framkalla fóstureyðingu.

Undanfarin ár hafa fóstureyðingar á Íslandi verið á bilinu 800 - 1000..

Langflestar fóstureyðingar eru af félagslegum ástæðum, sem einfaldlega þýðir, að það er ekki pláss fyrir þetta barn í mínu lífi, ég hefi forgang barnið skal því deyja.

Fuglinn er friðaður yfir varptímann en ... ekki barnið meðgöngutímann.

 

Ég vil samt trúa því að flestar fóstureyðingar séu vegna vanþekkingar, fólk er einfaldlega blekkt, það trúir að fóstrið sé bara pakki en ekki barn, en ég trúi að það sé tími fyir okkur að vakna og snúa þessari þróun við.

Sálmur 139:16 " Augu þín sáu mig, er ég var enn ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðin."

Er ekki mótsagnarkennt að það skuli geta gerst á sama spítala að tvö fimm mánaða gömul börn komi í þennan heim annað til að deyja, en öllum ráðum er beitt til að hitt megi lifa?

Ég vildi sjá einhvern stjórnmálaflokk gefa viljayfirlýsingu um að efla  fræðslu um rétt hinna ófæddu.

Fóstur       Þetta er mynd af sjö vikna gömlu fóstri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vel mælt hjá þér Kristinn . Eins og talað úr mínu hjarta. Það þarf að auka fræðslu um þessi mál eins og Jón Valur vinur okkar hefur unnið svo ötuglega að. Reyndar ber hann að ábyrgð á afstöðu minni því ég hafði lítið velt þessum málum fyrir mér áður en leiðir okkar lágu saman fyrir rúmum tuttugu árum. Ég hygg að hann og fleiri lífsverndarsinnar hafi unnið ómetanlegt starf og vona að við séum á réttri leið.

Sigurður Þórðarson, 7.5.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það þarf að verða hugarfarsbreyting í kynhegðun fólks. Ég hvet ykkur karlmennina til þess að stuðla að ábyrgari kynhegðun hjá karlmönnum.

Guðrún Sæmundsdóttir, 9.5.2007 kl. 14:03

3 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Það er rétt Guðrún, eitt leiðir af öðru. Þess vegna hefur nú Guð gefið okkur ákveðin ramma utan um kynlíf, sem er hjónaband. En margt af því sem er heilbrigt og gæti orðið til lífs, þykir í dag gamaldags. Og því miður er uppskeran eftir því.

Kristinn Ásgrímsson, 9.5.2007 kl. 16:40

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það ætti engin kona að þurfa að standa frammi fyrir fóstureyðingu. Mér finnst kominn tími til þess að karlar fari að gagnrýna nútímakarlmanninn, svokallaða hnakka sem hreykja sér opinberlega af lauslæti sínu. Fjölmiðlar hafa líka hampað lauslæti, ég er hrædd um það að ef að fóstureyðingar verða bannaðar verði þær framkvæmdar ólöglega af einhverjum skottulæknum eins og þekkist víða um heim. Boð og bönn eru ekki vænleg til árangurs, við þurfum heilbrigðar fyrirmyndir fyrir bæði kynin, og virðingu fyrir móðurlífi konunar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 9.5.2007 kl. 17:40

5 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæl Guðrún. Fyrir mér er fóstur og barn það sama. Ég var reyndar að reyna opna augu fólks fyrir því með þessum pistli. Er ekki bannað að deyða börn ?

Kristinn Ásgrímsson, 9.5.2007 kl. 18:20

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jú það er rétt hjá þér. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 9.5.2007 kl. 18:23

7 Smámynd: Linda

ég bendi fólki eindregið að kúgla silent scream, þó ekki fyrir viðkæmar sálir eða konur sem hafa farið í fóstureyðingu. 

Linda, 10.5.2007 kl. 02:14

8 Smámynd: Linda

afsakið "orðið er GOOGLA! ekki kúgla. 

Linda, 10.5.2007 kl. 04:55

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég er hjartanlega sammála þessum góða pistli þínum Kristinn, morð er morð - svo einfalt er það.

En varðandi kynvitund karlmanna, þarf að gera stórátak. Þetta er hárrétt sem Guðrún bendir á, það myndu fækka vandamálum til muna ef strákar væru meira meðvitaðri um gjörðir sínar. Mér finnst að ætti að herða betur á þessu í grunnskólunum og fræða börnin um kynlíf og þó sérstaklega lauslæti !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.5.2007 kl. 22:32

10 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka þér fyrir það Linda, þessi mynd hafði mikil áhrif á mig þega ég sá hana.

Já Guðsteinn það mætti koma heilbrigð fræðsla í skólana um þessi mál, sammála því ?

En nú eru síðustu forvöð að ákveða hvað á að kjósa. Er nokkuð búið að snúa þér ? Hvernig sem fer þá er okkur uppálagt að biðja fyrir okkar ráðamönnum og það skulum við gjöra.

Kristinn Ásgrímsson, 10.5.2007 kl. 22:47

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er ekki búið að snúa mér, en ég er ennþá að kanna málin. Ég hef vinstri maður svo lengi, að það erfitt að fara kjósa hægri flokk allt í einu. Ég tek undir að biðja fyrir ráðamönnum þessarar þjóðar, ef ríkisstjórnin heldur velli, þá veitir ekki af !

En ég er feginn að sjá að þú ert sammála mér með fræðsluna. Það er tími til kominn að karlmenn geri sér grein fyrir gjörðum sínum !!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.5.2007 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 43213

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband