30.4.2007 | 18:58
Að kefja sannleikann eða Biblíufóbía.
Páll postuli talar í Rómverjabréfinu um þá sem reyna að kefja sannleikann. Það er vers sem kemur óneitanlega upp í hugann þegar ég hlusta á ákveðna prestlærða menn.Að lesa og hlusta á viðhorf nokkurra Guðfræðinga undanfarið, vekur alltaf meiri og meiri furðu mína.
Þegar kemur að því sem við köllum heilaga ritningu eða Biblían þá vara þessir menn okkur við henni eða taka fram ákveðna texta og hreinlega útskýra í burtu.Stundum finnst mér eins og við séum komin 500-1000 ár aftur í tíman, þar sem presturinn messaði á latínu og alþýðumaðurinn skildi ekkert. Það mætti ætla að sumir þessir menn haldi að við leikmennirnir séum ólæsir, eða blindir.Eða eins og einn Guðfræðinemi spurði mig: Kristinn hefur þú menntun til að leggja mat á þessi mál?
Höfðu lærisveinarnir það forðum ? Hverja sendi Kristur út ? Lærisveina eða fræðimenn. Auðvitað geta fræðimenn verið lærisveinar. En eftir stendur að Jesús sagði lærsveinum sínum að gjöra lærisveina. Einn þessarra presta segir okkur að Jesús Kristur hafi ekki sett fram neinn siðferðisboðskap. Hvernig í ósköpunum er hægt að bera það á borð fyrir þá sem lesa biblíuna. Annar segir okkur að biblíuþýðendur í gegnum tíðina séu ekki trúverðugir. Hann tekur texta Páls í Róm 1.24-27 þar sem Páll talar um samkynja mök og segir okkur að hér sé verið að tala um fjöllyndi eða það að konan taki frumkvæði. Lesi nú hver fyrir sig. Vel rætist á honum ritningin í sama kafla: Þeir þóttust vera vitrir en urðu heimskingjar.
Fríkirkjupresturinn heldur áfram að slá í gegn: Hann segir okkur að fórnardauði Krists skipti engu máli lengur. Við getum komið til Guðs í gegnum Múhameð eða búdda eða alla hindúaguðina. (Blaðið. 14.apríl)Kannski sjáum við bráðum Moskvu við tjörnina og heilagar kýr, nú eða menn þvoi af sér syndir sínar í tjörninni.
Er það ekki nöturlegt, að þeir menn sem eiga að segja sannleikann og kenna biblíuna, þeir virðast haldnir biblíufóbíu. Hvað var það sem Jesús lauk upp fyrir lærisveinum sínum á leiðinni til Emmaus? Var það Kóranin eða leiðari morgunblaðsins ?
Nei það voru ritningarnar frá Móse í gegnum spámennina sem fjölluðu um Krist. Flýði Jesús virkilega á undan okkur inn í bókstafshyggjuna ? Er ekki betra að gefast Guði á vald en að kefja sannleikann?
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 1.5.2007 kl. 11:01 | Facebook
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
Sæll Kristinn. Það er gott að það sem ég spurði þig hvetur þig til að setja það á blað og birta. Þó að það sé alltaf hressandi þegar samhengis er ekki gætt að þá er nú betra að hafa það svona með. Ég spurði þig um hvort að þú hefðír menntun til að greina þær fræðilegu rannsóknir sem að dr. Clarence Glad og dr. Kristinn Ólason kynntu fyrir ári. En þeir eru með doktorspróf í sínum fræðigreinum sem eru Nt fræði og Gt fræði. Þannig að ég tel að okkar þekkingargrundvöllur til að leggja mat á þessar rannsóknir sé nú ekki alveg í samræmi við þeirra forsendur. Mér finnst ekki alveg hægt að henda þessum rannsóknum út af borðinu nema sýna fræðilega fram á að þeir hafi rangt fyrir sér. Þangað til að ég sé samsvarandi rannsókn tel ég málflutning eins og þennan hér frekar hæpinn! Með vinsemd og virðingu., Sunna Dóra!1
Sunna Dóra Möller, 30.4.2007 kl. 19:22
Ég á vinkonu sem er í trúfræði í HÍ hún er heittrúuð, og samt lærir hún þetta, henni hefur blöskrað yfir sumu sem henn hefur verið kennt, og furðað síg á því afhverju það er alltaf verið að tala um mannasetningar í biblínu og svo er þessir há menntuðu menn að setja mannlegan kvöð á Guðs orð. Henni var sagt ef þú ert í Guðfræði til þess efla trú þín, þá ættir þú bara að fara í biblíu skóla, sem sagt Guðfræðingar vitðurkenna að þeirra nám hefur í raun ekkert með einn Guð að gera. Þannig nema að Guðfræðingur komi fram og segist vera í orðinu þá er viðkomani "fræðingur eða kennimaður/kona" enn ekki endilega trúaður. Jesú varaði við slíkum. Enn við eigum að elska náungan þrátt fyrir að viðkomandi sé óssammála okkur eða við þeim. Það eru þeir sem telja að við séum bókstafstrúar og ekki þess virði að eiga heima í þessu samfélagi, slíkur er fjandskapur þeirra í garð okkar, og ég þakka Guði fyrir það, vá þvílíkur heiður að vera talin of trúaður. Oh ég hef verið bráð og beðið afsökunar á því og fengið fyrirgefningu, stundum fer skapið á undan sálinni. Enn ég er talin hatursfull og fordómafull og ég veit ekki hvað og hvað, samt eru skrif mín á netinu kærleikur, aftur og aftur, enn það er rétt ég forna ekki Guðs orðið fyrir það sem er talið vera rétttrúnaður í dag.
Svo ég fyrirgef þeim sem ekki skilja mig og vilja það ekki einu sinni. Jesú er frelsari minn það eina sem ég sækist eftir er hann og réttlæði og náðin sem hann getur gefið mér.
Linda, 30.4.2007 kl. 21:47
pS. hef stundum verið harðorða eins og ég sagði og biðst afsökunar á því, því mér líður illa og ég veit að ég er ekki réttlát. Og ég yðulega gengst við því. Enn ég held að fáir geti sagt annað enn að það sem ég skrifa á mínu blogg sé ekki vera kærleiksríkt. Enn hvað um það. Ég bið ykkur friðar.
pS. Sunna ég er ekki að dæma þig sem trúuð eða trúlaus og ég ber mikkla virðingu fyrir námi því, þetta er eitt af því erfiðasta sem fólk getur lært og það er Guðfræðin. Eina sem ég bið er það að ég fái að vera trúúð að ég fái að tilbiðja Jesú í friði með mínu kristna samfélagi. Páll Óskar sagði "við verðum að virða trú annara" enda á hann alla mína virðingu og aðdáun, hann er flottu, blíður og einsök persóna. Friður aftur til þín.
Linda, 30.4.2007 kl. 21:52
Kærar þakkir, Kristinn, fyrir góða hugvekju. Það verður að minna fólk á, að Gamla testamentið bendir til Krists, spáir fyrir um Krist, og Nýja testamentið getum við næstum kallað "uppfullt af Gamla testamentinu", svo oft er vitnað þar beint og óbeint í það. Ég var að kasta tölu á slíkar tilvitnanir í gríska Nýja testamentinu í dag, skv. upptalningu þeirra versa í Nestle-Aland-útgáfunni, og það reyndust vera um 2.300 skipti, sem NT vitnaði í eða notaði tilvitnanir úr GT! -- Læt þetta nægja að sinni, en það kemur nú bara til af þreytu, því að margt áhugavert á þessari síðu þyrfti að ræða. En samstöðuna vantar ekki okkar í milli, bróðir í Kristi.
Jón Valur Jensson, 30.4.2007 kl. 22:26
Sæll Kiddi minn, það er svosem ekki í fyrsta skiptið sem guðfræðingar og fræðimenn láta og tala svona. Þurfti ekki Jesús að kljást við þá þegar hann gekk hér á jörðu. Og hvað sagði hann ekki við þeirra tíma guðfræðinga: "Þér hafnið boðum Guðs, en haldið erfikenningu manna." Eins sagði hann við þá: "Listavel gjörið þér að engu boð Guðs, svo þér getið rækt erfikenning yðar."
Ætli þetta hafi ekki gert það að verkum; að Jesús valdi svo postulana úr hópi sjóara og verkamanni og svo Pál postula þegar hann var búinn að blinda hann og reka úr honum faríseann og að sýna honum að postulinn og prédikarinn á ekki að fara lengra en ritað er í boðum fagnaðarerindisins.
Svo er það eitt, að það sem við erum að heyra og sjá í þessu, er bara tímana tákn. Sagði ekki Jesús að tákn endalokanna væri meðal sannars þau, að fram myndu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. Og að þess vegna muni lögleysi magnast og kærleikur flestra fyrir orði Guðs kólna.
Og í lokin.Talandi um guðfræðinga og kennimenn, þá er þar líka undan tekning frá reglunni, því það má finna þeirra á meðal menn sem eru heilir og sannir í orð Guðs. Bróðurkveðja, Janus.
Janus Hafsteinn Engilbertsson, 1.5.2007 kl. 01:32
Góðan og blessaðan daginn. Rétt mælir Janus um postulana -- og um tákn endalokanna. En líttu svo, Kristinn, á Moggabloggið hans Snorra, síðustu innleggin á nýjustu grein hans þar þar (fram undir þetta í morgun). Þar reynir á, hvaða lausnir eða hjálp við getum boðið fólki, sem kemst að raun um, að börn þess reynast vera (orðin) samkynhneigð. Þú ert vel lesinn í skrifum Exodus-samtakanna og ættir að geta orðið að liði. - Með blessunarósk,
Jón Valur Jensson, 1.5.2007 kl. 08:23
Kristinn, Sunna leyfir fræðimönnum að stjórna lífi sínu og skoðunum, boðskapur Jésú kemst ekki að þegar um slíkt ræðir. Hún er einmitt ein af þeim sem Jésús varaði við, hver kannast ekki við setningar eins og "Vei yður fræðimenn og farísear ... ". Rannsóknirnar sem hún vitnar í eru nýjar af nálinni og ber ekki að taka sem heilögum sannleik þótt af fínum og flottum fræðimönnum sé komið. Konan mín er með henni í guðfræðinni og hefur allt aðra sýn á þetta, hún hefur séð þessar rannsóknir og spurði mig eitt sinn: "Ef þetta er satt og endanleg niðurstaða, afhverju er kirkjan ekki löngu búinn að breyta Guðs orði og meiningu?" Guð blessi þig bróðir og megi náð Drottins vaka yfir þér.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.5.2007 kl. 12:57
Jón Valur. Fólk hefur engan áhuga að fá "hjálp" frá því fólki sem hugsar eins og þú ef það eignast samkynheigð börn. Aðeins það fólk sem verður trúarofstæki að bráð gerir það.
Linda. Þú ert væntanlega með þínum skrifum hér að vitna í eitthvað af því sem ég hef skrifað. Vertu bara áfram þú og taktu ekki til þín mín skrif ef engin ástæða er til.
Það eru fleiri sárir en þið hérna. Ég er búin að tíunda það oft og þá fyrir daufum eyrum greinilega.
Páll postuli var að skrifa um fortíðina og til hans daga ekki til okkar 2000 árum síðar. Gerði örugglega ráð fyrir því að við myndum þroskast og þróast og áherslur væru öðruvísi þótt fólk héldi í sína Guðstrú.
Annað sem enginn svarar og útskírir ekki þótt ég sé margbúin að nefna það: "Samkynhneigð fyrirfinnst í dýraríkinu!!!!"
Vil svo benda á að Sunna Dóra er málefnaleg, víðsýn, vel lesin og afar yndisleg manneskja.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 1.5.2007 kl. 20:42
... enda sannar slíkt hjá dýrum ekki, að þetta sé arfgengt hjá þeim né meðfætt.
Margrét talaði þarna á undan Henry. Í 1. lagi: Hún getur ekki talað fyrir hönd foreldra unglinga, sem fara að finna fyrir samkynhneigð (eða upplýsa um, að þeir hafi gert það lengi); Margrét hefur ekkert umboð frá þessum foreldrum til að vera með yfirlýsingar um afstöðu þeirra til hugsanlega framboðinnar hjálpar frá mér eða öðrum í framtíðinni. Í 2. lagi: Setning hennar: "Aðeins það fólk sem verður trúarofstæki að bráð gerir það" [þ.e. að þiggja hjálp frá fólki sem hugsar eins og ég] er ekki annað en reiðihögg M. út í loftið (vindhögg á mæltu máli), því að þess er fjöldinn allur af dæmum, að foreldrar samkynhneigðra unglinga bregðist ekki vel við fregninni af komunni "út úr skápnum", og einungis sumir þeirra foreldra eru trúaðir, aðrir ekki, en mörg dæmin um að þeir trúlausu reyni hvað þau geta til að fá börn sín ofan af því að fara út í kynlíf af þessu tagi.
Í 3. lagi: Orð Margrétar: "Páll postuli var að skrifa um fortíðina og til hans daga ekki til okkar 2000 árum síðar," eru einfaldlega út í hött. Hann var að skrifa um sína eigin öld, um Krist og fórnardauða hans og flytja fólki fagnaðarerindi hans og leiðbeiningar í réttu hugarfari og réttu líferni, bæði samtíðarmönnum sínum og þeim, sem öðruvísi myndu meðtaka boðskap hans fyrir þeirra meðalgöngu og hans skrifaða orðs. Hann var einnig að útbreiða og byggja upp kirkju Krists, söfnuði honum trúa, og það verk stefndi til framtíðar, en ekki aftur á bak. Því talaði hann vissulega til okkar líka, um 1950 árum síðar, og til eftirkomenda okkar, enda var hann til þess útvalinn líka, og allar meginkirkjur heims, orþódox af öllu tagi (grísk, rússnesk o.s.frv.), koptísk, kaþólsk, kalvínsk, lúthersk, anglíkönsk, meþódísk, baptísk, allar með tölu virða hann og hans rit og varanlegt gildi þeirra til viðmiðs í trúarefnum. Fullyrðing Margrétar í setningunni þarna á eftir (sem út frá samhengi M. sjálfrar á sennilega að merkja, að Páll hafi verið opinn fyrir því, að orð hans um samkynja kynmök yrðu einhvern tímann úrelt í jarðneskri tilveru vegna meints "þroska" þeirra, sem gegn þeim munu snúast) er blátt áfram hlægileg endaleysa sem öðlast ekkert meira vægi við það að fr. Margrét St. Hafsteinsdóttir haldi henni fram.
Kristinn, það er áreiðanlega mikið til í orðum þínum um "Biblíufóbíu" sumra þeirra, sem til máls taka um þessi mál. Guð blessi þig og þína lesendur.
Jón Valur Jensson, 2.5.2007 kl. 00:28
"og einungis sumir þeirra foreldra eru trúaðir, aðrir ekki, en mörg dæmin um að þeir trúlausu reyni hvað þau geta til að fá börn sín ofan af því að fara út í kynlíf af þessu tagi."
Jón, þú segist ekki fordæma grunnhneigðina. En þú fordæmir kynmökin sem slík. Nú spyr ég þar sem að hneigð fylgir löngun til kynlífs. Hvernig er hægt að fordæma kynlífið en ekki hneiðgina. Eiga sem sagt samkynhneigðir að vera samkynhneigðir en ekki að stunda kynlíf. Mér finnst þetta vera ansi ódýr lausn undan því að segjast ekki fordæma samkynhneigð sem slíka. En þið viljið biðja fyrir fólki og hjálpa því að losna undan þessum hneigðum! Í því felast fordómar alveg sama hvað þú segir annað. Hafiði reynt að frelsa einhvern undan gagnkynhneigð???
Þú veist Jón Valur að gagnkynhneigðir stunda líka alls konar kynlíf.......það er margt sem þrífst í skjóli gagnkynhneigðar sem er ekki álitlegt. Verðum við ekki að fordæma það líka, jafnvel þó að það þrífist í skjóli hjónabandsins og skikkan skaparans. Er þessi kynlífsþráhyggja ekki að verða ansi þreytt?? Fólk gerir meira í sínum samböndum en að stunda kynlíf og endaþarmsmök!! kveðja, Sunna Dóra!
Sunna Dóra Möller, 2.5.2007 kl. 10:59
Afleiðingar kynhvatar geta ýmsar hverjar verið óæskilegar, neitarðu því? Og kynhvöt manna er í 1. lagi ekki óstjórnleg. Þótt einhver manneskja komi annarri persónu fyrir sjónir sem afar aðlaðandi og kynþokkafull, gengur síðarnefnda persónan ekki þar með á lagið að reyna við þá fyrrnefndu og stefna á kynlíf með henni. Frelsi viljans er ekki frá þeim tekið, sem hafa kynhvöt eða kynhneigð.
Ein grundvallarafleiðing samkynhneigðar er barnleysi úr slíkum samböndum. Það er í margra hugum óæskilegt að geta ekki eignazt börn, og fyrir þjóðfélagið væri það afar afdrifaríkt, ef margir væru samkynhneigðir. Óvenjuhá tíðni kynsjúkdóma hjá samkynhneigðum, einkum körlum, er ennfremur afar óæskileg afleiðing, enda sumir hverjir alvarlegir (AIDS, sárasótt o.fl.).
Já, ef samkynhneigðir (allt eins og gagnkynhneigðir) geta sleppt kynlífi, þá er það gott, og það er það, sem Heilög Ritning segir þeim, en þú gerir opinberlega lítið úr þeim boðum hennar, Sunna Dóra, og ert þó að útskrifast í guðfræði. Hefur þér aldrei verið kennt, að okkur beri að taka meira mark á orði Guðs en orði manna? Hugkvæmist þér ekki, að Guðs boð kunni að vera hans vísdómsfulla ráð okkur til góða? En sannarlega ertu róttæk, þú vilt ekki aðeins sleppa einhverjum "smærri" boðum Guðs, sem við gætum svo kallað (jafnvel þótt þetta sé endurtekið af Páli postula), heldur talarðu meira að segja gegn boðorðunum tíu, af því að þú heldur í misskilningi þínum, að þar sé konan gerð að eign manns síns!! Kvennaguðfræðin er í því efni og víðar svo sannarlega afvegaleiðandi. Þessi róttækni þín og enn meiri róttækni hjá sumum öðrum, sem tala hér á Moggabloggi um trúmál, svipta ykkur tækifæri til að ná eyrum alvarlega þenkjandi sannkristins fólks, sem meðtekur kenningargildi Biblíunnar, eins og tíðkast bæði í kaþólskri og lútherskri kirkju (rétt eins og í orþódoxri og anglíkanskri).
Ég kippi mér ekki upp við tal þitt um "fordóma". Sjálf ert hlaðin fordómum gegn 10. boðorðinu.
Málið verður ekki leyst með því að benda á subbuskap í kynlífi gagnkynhneigðra. Aftanímök karls við konu féllu undir það, sem kallað var "samræði gegn náttúrlegu eðli" í 178. grein hegningarlaga frá 1869, og þótt önnur lög hafi tekið gildi 1940 og enginn sé að gera kröfu um það lengur, að refsað sé fyrir slíkt samræði, þá heldur það áfram að vera ósiðlegt að mati biblíulegs siðferðis.
Jón Valur Jensson, 2.5.2007 kl. 12:30
"Ein grundvallarafleiðing samkynhneigðar er barnleysi úr slíkum samböndum. Það er í margra hugum óæskilegt að geta ekki eignazt börn, og fyrir þjóðfélagið væri það afar afdrifaríkt, ef margir væru samkynhneigðir. "
Hvað með gagnkynhneigt fólk sem getur frá náttúrunnar hendi ekki eignast börn. Er hjónabandið þeirra ekki kristilega fullkomnað?? Náttúruleg guðfræði er statísk og óraunsæ. Hún tekur ekki mark á að sköpunin sé sístæð og breytileg. Að halda því fram að markmið hjónabands séu barneignir er alveg út í hött! Barneignir eru sannarlega góð viðbót fyrir tilfinningasamband þar sem þegar ríkir ást, trúfesti og virðing. En þær eru svo sannarlega ekki eini tilgangur hjónabandsins.
"Já, ef samkynhneigðir (allt eins og gagnkynhneigðir) geta sleppt kynlífi, þá er það gott"
Eigum við ekki bara öll að sleppa þessu kynlífsveseni......það er jú skv. kristinni kenningu betra að vera skírlífur.....en fyrir þau sem eru jú alveg að brenna geta gengið í hjónaband. Skv. Páli var þó betra að vera alveg skírlífur og rit kristinna höfunda leggja jú oftar meirti áherslu á skírlífi. Ágústínus er þar jú einna stærstur. Skírlífi almennt er kristið ideal!!
"Þessi róttækni þín og enn meiri róttækni hjá sumum öðrum, sem tala hér á Moggabloggi um trúmál, svipta ykkur tækifæri til að ná eyrum alvarlega þenkjandi sannkristins fólks, sem meðtekur kenningargildi Biblíunnar, eins og tíðkast bæði í kaþólskri og lútherskri kirkju (rétt eins og í orþódoxri og anglíkanskri)."
Er það sannkristið Jón að hvetja fólk til þess að láta biðja fyrir sér til að losna undan hneigðum sem að þið alvarlega þenkjandi sannkristna fólkið teljið ljótar vegna þess að kynlíf þeirra stingur ykkur í augun......Það má vel vera að þér finnist þetta róttækt en þetta er nú bara það sem að ég hef tamið mér í mínu guðfræðinámi. Ég legg stund á prógressíva guðfræði og mér finnst hún afar áhugaverð. Þessi guðfræði er jú bara að ná til margra.......þó hún nái ekki til ykkar alvarlega fólksins! Við verðum að taka mark á að heimur Biblíunnar er annar en okkar heimur. Heimsmyndin er ólík. Það er alveg ljóst að kenningarnefnd kirkjunnar hefur komst að þeirri niðurstöðu að Biblían fordæmi ekki samkynhneigð! Hvers vegna takið þið ekki mark á því!! Er kirkjan þá ekki að boða orð Guðs?? Samkynhneigð er ekki einu sinni nefnd á nafn, hvorki í Nt og Gt. Kynlíf í fornöld tengdist opinberri félagslegri stöðu. Það sæmdi ekki karlmanni að taka sér stöðu konunnar í kynlífi. Það er það sem er gegn eðlinu. Það er ekki inn í myndinni að um jafningjasamskipti sé að ræða!!
"Ég kippi mér ekki upp við tal þitt um "fordóma". Sjálf ert hlaðin fordómum gegn 10. boðorðinu."
Veistu að skv. hefðum fornaldar og langt fram á okkar tíma var konan talin eign mannsins síns. Það er ekkert launungarmál. Ég hef ekki fordóma gegn þessu boðorði en ég túlka það í ljósi samtíma síns. Kvennaguðfræðin hefur gert marga góða hluti og er enn að gera. Hún bendir okkur á það feðraveldis samhengi sem að Biblían er rituð í. Skv. skikkan skaparans var konan undir karlinn sett. Á þetta hefur verið lögð áhersla. Það er gert innan þinnar kirkjuhefðar og lést þú nú alveg hjá líða að svara mér varðandi prestsvíglsu kvenna í þeirri kirkjudeild. Það er nú aldeilis mismunum á ritningarlegum grunni!!
Með kveðju, Sunna Dóra
Sunna Dóra Möller, 2.5.2007 kl. 16:42
Það eru ekki aðeins karldýr í dýraríkinu sem eru samkynhneigð! Sama hvað þið segið, þá snýst ekki samkynhneigð um kynlíf. Farið að vakna og koma til nútímans. Afturhald er ekki af hinu góða.
Jón Valur! Farður að spyrja sjálfan þig, hvers vegna þú ert í raun svona mikið á móti samkynhneigðu fólk? Hvers vegna trufla þeir þig svona mikið? Eins og þeir séu ástæðan fyrir öllum hamförum heimsins. Kannski þú ættir að fara að einbeita þér meira að skrifum um frið og farsæld, heldur en leggja samkynhneigt fólk í einelti. Þú getur haldið þessu áfram ef þú vilt en þú verður að fara að gera þér grein fyrir því að þetta einelti þitt er farið að vekja meira en litla fyrirlitningu og jafnvel hlátur. Þú ert svo sannarlega ekki að vekja fólk til umhugsunar. Þú ert að fæla fólk frá. Þannig að það væri gott fyrir þig að fara að skoða þinn gang og sleppa þessum fjötrum sem þú ert í. Ef þið eruð að halda því fram að fólk sé komið með biblíufóbíu þá er það vegna bókstafstrúarfólks sem elur á fordómum og þykist vera hinir einu sönnu Guðsmenn og gefa svo sannarlega ekki góða mynd af biblíunni.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.5.2007 kl. 19:58
Þakka ykkur heimsóknir ykkar hér og góða umræðu. Langar aðeins að svara þér Sunna Dóra í sambandi við kenningarnefndina. Af hverju ég get ekki tekið mark á henni. Í 2.Pét. 3.1-3. talar Pétur um boðorð Drottins vors og frelsara, er postular yðar hafa flutt. Þetta segir mér að kenning postulanna sé kenning Krists. Páll segir í Róm.3.20 : "Fyrir lögmál kemur þekking syndar"
Þegar kenningarnefnd þjóðkirkjunnar kemst að annarri niðurstöðu en Páll og lögmálið, þá fáum við aðra niðurstöðu um hvað er synd eða ekki synd. Ég kýs að halda mér við kenningu ritningarinnar. Að við lifum í öðrum heimi heldur en á dögum biblíunnar fer eftir því hvernig við lítum á það . Umhverfið er annað. Við höfum rafmagn og rennandi vatn. Við höfum bíla tölvur og flugvélar, en syndugt eðli mannsins hefur ekki breytst. Við lifum í heimi þar sem ennþá er logið, stolið og myrt og enn er fólk í uppreisn gegn Guði skapara sínum.
Guð hefur ekki breytst, Hann er ennþá heilagur og maðurinn ennþá syndugur. Heimsmyndin er því hin sama, bara í annarri umgjörð, tæknivæðingar. 2.Tím 4.3. "Því að þann tíma mun að bera að menn þola ekki hina heilnæmu kenning, heldur hópa þeir að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til að heyra það sem kitlar eyrun. Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að ævintýrum "
Kær kveðja
Kristinn
Kristinn Ásgrímsson, 4.5.2007 kl. 00:35
Ég var að uppgötva það eftir miðnættið, að hér hafði mér verið svarað, en hef ekki haft tíma til andsvara fyrr en nú ... Og þá er kallað á mann í eldamennskuna! "Sjáumst" væntanlega hér í kvöld.
Jón Valur Jensson, 4.5.2007 kl. 17:36
Hef verið fjarverandi og upptekinn, en lít aðeins á þetta núna, hyggst þó koma aftur og svara á ýtarlegri hátt.
Menn ættu að skoða aftur innlegg mitt 2.5. kl. 0:28 og bera það svo saman við "svar" Margrétar hinnar stórorðu sama dag kl. 19:58. Virðir hún svör mín? Tekur hún eitthvert mark á því að vera hrakin þannig í málflutningi sínum? Nei, hún heldur einfaldlega áfram að gera að mér hróp, eins og hún gerir á sinni eigin síðu og víðar, og talar þá bara um aðra hluti en ég hafði afgreitt. Lítum þá á þetta síðasta innlegg hennar.
"Samkynhneigð [snýst ekki] um kynlíf," segir hún. Hversu vel eða illa sem sú fullyrðing hennar kann að standast, þá er staðreyndin um það, sem Heilög Ritning hefur um þau mál að segja, einfaldlega sú, að þar er ekki verið að ræða um samkynhneigð sem grunnhneigð (hvernig sem hún kom til), heldur um vissa tegund kynlífs, sem forboðin er.
Í 2. lagi: Ég er ekki "á móti samkynhneigðu fólki." Skiptir þá engu máli, hvort Margrét þessi fyllyrði það einu sinni eða 1000 sinnum.
Í 3. lagi: samkynhneigðir "trufla" mig ekki, en kröfur baráttuforkólfa þeirra (þ.m.t. gagnkynhneigðra bandamanna þeirra) sé ég sem hættulegar og fjandsamlegar kirkjunni og kristinni kenningu; stefna þeirra í löggjöf og "fræðslumálum" er heldur ekki affarasæl fyrir börn og unglinga þessa lands. Hér er þessi afstaða mín ekki rökstudd, heldur eru þessi atriði einfaldlega talin hér upp, en rökstutt hef ég þetta m.a. í greinum á Kirkju.net.
Þá hef ég í 4. lagi ekki lagt "samkynhneigt fólk í einelti," heldur fjallað um mál samkynhneigðrastefnunnar af nauðsyn og af umtalsvert mörgum sinnum meiri þekkingu en Margrét og margir skoðanabræður hennar samanlagðir (sjá einkum mínar mörgu síður HÉR og alla þá heimildavinnu sem að baki þeim býr og þar er vitnað til); jafnvel atvinnumaður í "faginu" að mæla með kröfum og málflutningi samkynhneigðrastefnunnar, Þorvaldur Kristinsson, hefur ekki getað hrakið mín rök gegn staðhæfingum hans (sbr. líka þessa grein).
Að endingu: Margrét þessi er afar óvæntur og ótrúverðugur verjandi Biblíunnar, enda hefur hún beinlínis bölsótazt út í Gamla testamentið, þó að Jesús tali opinskátt um gildi "lögmálsins og spámannanna" og Nýja testamentið vitni í það um 2.300 sinnum. Vissulega höfðar Margrét til einhverra með skrifum sínum, en ekki til þeirra, sem þekkja sitt Gamla testamenti og þess miklu auðlegð í fróðleik, speki og andans dýpt -- og vita, að Ísraelslýður hinn forni var útvalin þjóð Guðs, kjörin til að þiggja og flytja áfram opinberanir Guðs orðs til manna.
Læt þetta nægja hér í bili, en á eftir að svara Sunnu Dóru síðar. - Með kveðju til þín, Kristinn, og góðum óskum til lesendanna.
Jón Valur Jensson, 6.5.2007 kl. 03:06
"Er það sannkristið Jón að hvetja fólk til þess að láta biðja fyrir sér til að losna undan hneigðum sem að þið alvarlega þenkjandi sannkristna fólkið teljið ljótar vegna þess að kynlíf þeirra stingur ykkur í augun"? Þannig spyr Sunna hér ofar og reynir um leið að tryggja sér samstöðu viss hluta lesenda með svo leiðandi spurningu. Sneiðum setninguna í tvennt: hina eiginlegu spurningu annars vegar og síðan vitlausu forsenduna í seinni partinum. Viðhorf mitt er þetta: Það er vissulega góð, kristin afstaða að hvetja fólk til að láta biðja fyrir sér til að losna undan því, sem mörgum reynist þungt í skauti í þessu efni, bæði vegna dapurra viðbragða ættingja og vina, vegna eigin sjálfsmyndar og framtíðarvona um fjölskyldu og afkvæmi. Þyngst hafa sumum þó reynzt ýmsar miður góðar afleiðingar virks, samkynja kynlífs, heilsubrestur, mjög alvarlegir sjúkdómar inni í myndinni -- horfa á eftir vinum og kunningjum í dauðann á bezta aldri og sjá sjálfir fram á skertar aldurslíkur. Því er það langt frá því öfundsvert hlutskipti, sem viðkomandi búa hér við. Að sjálfsögðu ætti þetta að vekja samúð með þessum minnihlutahópi, gerir það a.m.k. í mínum huga. Áður voru samkynhneigðir stundum lítillækkaðir, jafnvel ofsóttir; það er sem betur fer ekki reyndin á okkar dögum hér á Íslandi; en þar með hafa þeir ekki losnað undan þeim erfiðu óþægindum sem vikið var að hér á undan. Bæn fyrir þeim má þess vegna ekki gleymast, hvorki í kirkjunni né í andlegu lífi kristins manns.
Forsendan, sem Sunna gefur sér að lokum, þar sem hún talar um hneigðir "sem að þið alvarlega þenkjandi sannkristna fólkið teljið ljótar vegna þess að kynlíf þeirra stingur ykkur í augun," sú forsenda er ekki ástæða mín eða annarra kristinna til að hvetja samkynhneigt fólk til þess að láta biðja fyrir sér. Grundvallarástæða okkar er sú, að slík hvatning er kristleg í sjálfri sér, einkum ef menn eru ella að drýgja einhverja synd (og upplýstir kristnir menn þekkja, hvað Ritningin segir um samkynja mök). Horfum líka til orða Páls postula í I.Kor.6.11: "Og þetta voruð þér [ranglátir, saurlífismenn, skurðgoðadýrkendur, hórkarlar, karlar sem hafa samræði við karlmann, þjófar, ásælnir, drykkjumenn, lastmálir, ræningjar], sumir yðar. En þér létuð laugast, þér eruð helgaðir, þér eruð réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú Krists og fyrir anda vors Guðs." Af þessum megum við skilja, að Páll hefur verið fús til að leggja því lið, að allir, sem höfðu slíkar syndir á bakinu, kæmu fram fyrir miskunnarfullan Guð í bænaranda um fyrirgefningu hans, réttlætingu og helgun. Mér og öðrum kristnum mönnum er ekki ofgott að reyna að líkja eftir postulanum að því leyti. Biðjum því áfram fyrir því, að allir megi hverfa frá syndum sínum til þess Föðurhjarta, sem fyrirgefur, og til Guði þókknanlegs lífernis.
Þessi skammtur verður að nægja í bili.
Jón Valur Jensson, 8.5.2007 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.