Leita í fréttum mbl.is

Að hafna sannleikanum.

 

 

Í biblíunni er talað um að við getum hafnað sannleikanum - óhlýðnast sannleikanum-eða reynt að kæfa sannleikann. Okkur er líka tjáð að þegar sannleikanum er hafnað, að þá kemur blekkingin inn. Fyrir mörgum  árum var auglýsing í dagblaðinu Vísi,: "Viltu læra á gítar ? Sendu okkur 500 kr og við svörum um hæl."  Nokkrum dögum síðar fékk fólk svar :

"Þakka þér fyrir að senda 500 kr og láttu nú ekki hjá líða að læra á gítar. "  Nokkrir voru blekktir.  Nú þeir sem sendu inn peninga til að læra á gítar voru hvorki að hafna sannleikanum eða  óhlýðnast, þeir voru einfaldlega blekktir.

En þegar biblían varar okkur við að hafna  sannleikanum, þá er verið að tala um alvarlegri blekkingu sem snertir okkar sálar velferð.

.Af hverju vilja menn ekki elska sannleikann ? Jú sannleikurinn er líka ljós sem  lýsir okkur upp. Af hverju vilja menn kefja sannleikann ? Jú, hann hentar ekki þeirri blekkingu sem þeir kjósa að lifa í.

Alda gamalt kjaftæði segja margir. Hvað með allt nútímakjaftæðið spyr ég ? Er það að hjálpa okkur ? Er nútíminn einhver "patent lausn" eða mælikvarði á rétt og rangt. Menn keppast við að segja mér að viðhorf biblíunnar séu úrelt. Nútíminn hins vegar, kennir mér að ég sé minn eiginn Guð. Þ.e. að ég sé sjálfum mér lögmál og  það sem mér finnst rétt er rétt o.s.frv. Biblían kennir okkur hins vegar að Guð hafi gefið okkur sitt orð sem mælikvarða á rétt og rangt. Hingað til hafa flest vestræn ríki notað þennan mælikvarða.

Nei, Sannleikurinn hefur ekkert með tíma eða tilfinningu  að gera. Kærleikurinn er alda gamall, svo er og hatrið. Viðhorf manna til sannleikans hafa lítið breytst gegnum aldirnar. " Hvað er sannleikur spurði Pílatus, er hann framseldi Jesú og þvoði  hendur sínar, en blekkingin varð eftir í hjarta hans. Enn  í dag spyrja menn hvað er sannleikur ? Og hafna honum síðan.

Vissir þú að Jesús sagði:" að Orðið væri Guð"

Það er þá kannski ekki svo slæmt að breyta eftir orðinu. Getur verið að fjöldinn sem talar um bókstafstrúarmenn og sértrúarfólk sé  blekktur og hafi einfaldlega "fordóma " gagnvart sannleikanum ?

Sannleikurinn er varanlegur lygin stenst ekki: " Sannmálar varir munu ávallt standast, en lygin aðeins um stutta stund." . Orðskv. 12.19.

Þessi tilhneiging mannsins að hafna sannleikanum er ekki ný. Hún á sér rætur í garðinum Eden, þegar Adam og Eva tóku þá ákvörðun að hafna sannleikanum og trúa lyginni. Þau töldu sig vita betur en Guð, eins og margir í dag. Hver var afleiðingin ? Jú syndin kom inn í heiminn, og við lesum , maðurinn faldi sig fyrir skapara sínum. Jesús Kristur sonur Guðs fæddist í þennan heim sem maður, til að sýna okkur og sanna að Guð væri til og með komu sinni sannaði Hann það sem áður var ritað. Ef þú vilt þekkja sannleikann, kynntu þér þá ritningarnar og ákallaðu Jesú í einlægni og Hann mun leiða þig um rétta vegu sakir nafns síns.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

  fínn pistill hjá þér.

Linda, 26.4.2007 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband