26.4.2007 | 18:22
Að hafna sannleikanum.
Í biblíunni er talað um að við getum hafnað sannleikanum - óhlýðnast sannleikanum-eða reynt að kæfa sannleikann. Okkur er líka tjáð að þegar sannleikanum er hafnað, að þá kemur blekkingin inn. Fyrir mörgum árum var auglýsing í dagblaðinu Vísi,: "Viltu læra á gítar ? Sendu okkur 500 kr og við svörum um hæl." Nokkrum dögum síðar fékk fólk svar :
"Þakka þér fyrir að senda 500 kr og láttu nú ekki hjá líða að læra á gítar. " Nokkrir voru blekktir. Nú þeir sem sendu inn peninga til að læra á gítar voru hvorki að hafna sannleikanum eða óhlýðnast, þeir voru einfaldlega blekktir.
En þegar biblían varar okkur við að hafna sannleikanum, þá er verið að tala um alvarlegri blekkingu sem snertir okkar sálar velferð.
.Af hverju vilja menn ekki elska sannleikann ? Jú sannleikurinn er líka ljós sem lýsir okkur upp. Af hverju vilja menn kefja sannleikann ? Jú, hann hentar ekki þeirri blekkingu sem þeir kjósa að lifa í.
Alda gamalt kjaftæði segja margir. Hvað með allt nútímakjaftæðið spyr ég ? Er það að hjálpa okkur ? Er nútíminn einhver "patent lausn" eða mælikvarði á rétt og rangt. Menn keppast við að segja mér að viðhorf biblíunnar séu úrelt. Nútíminn hins vegar, kennir mér að ég sé minn eiginn Guð. Þ.e. að ég sé sjálfum mér lögmál og það sem mér finnst rétt er rétt o.s.frv. Biblían kennir okkur hins vegar að Guð hafi gefið okkur sitt orð sem mælikvarða á rétt og rangt. Hingað til hafa flest vestræn ríki notað þennan mælikvarða.
Nei, Sannleikurinn hefur ekkert með tíma eða tilfinningu að gera. Kærleikurinn er alda gamall, svo er og hatrið. Viðhorf manna til sannleikans hafa lítið breytst gegnum aldirnar. " Hvað er sannleikur spurði Pílatus, er hann framseldi Jesú og þvoði hendur sínar, en blekkingin varð eftir í hjarta hans. Enn í dag spyrja menn hvað er sannleikur ? Og hafna honum síðan.
Vissir þú að Jesús sagði:" að Orðið væri Guð"
Það er þá kannski ekki svo slæmt að breyta eftir orðinu. Getur verið að fjöldinn sem talar um bókstafstrúarmenn og sértrúarfólk sé blekktur og hafi einfaldlega "fordóma " gagnvart sannleikanum ?
Sannleikurinn er varanlegur lygin stenst ekki: " Sannmálar varir munu ávallt standast, en lygin aðeins um stutta stund." . Orðskv. 12.19.
Þessi tilhneiging mannsins að hafna sannleikanum er ekki ný. Hún á sér rætur í garðinum Eden, þegar Adam og Eva tóku þá ákvörðun að hafna sannleikanum og trúa lyginni. Þau töldu sig vita betur en Guð, eins og margir í dag. Hver var afleiðingin ? Jú syndin kom inn í heiminn, og við lesum , maðurinn faldi sig fyrir skapara sínum. Jesús Kristur sonur Guðs fæddist í þennan heim sem maður, til að sýna okkur og sanna að Guð væri til og með komu sinni sannaði Hann það sem áður var ritað. Ef þú vilt þekkja sannleikann, kynntu þér þá ritningarnar og ákallaðu Jesú í einlægni og Hann mun leiða þig um rétta vegu sakir nafns síns.
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
fínn pistill hjá þér.
Linda, 26.4.2007 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.