24.4.2007 | 23:38
Að höndla sannleikann.
Að höndla sannleikan.
Það vakti furðu mína fyrir nokkru að fríkirkjupresturinn Hjörtur Magni, taldi hættulegt fyrir okkur að höndla sannleikann. Sannleikurinn á að höndla okkur sagði hann. En hvernig getur sannleikurinn höndlað mig ef ég höndla ekki hann ? M.ö.o. Getur sannleikurinn höndlað líf mitt ef ég ekki þekki hann og hann er mér fjarlægur. Jesú sagði : "Verið í mér og þá verð ég í yður."
Kristin trú byggir á því að einstaklingurinn höndli sannleikann. Sérhver sá sem trúir á Krist sem frelsara, er sannfærður um að hafa höndlað sannleikann.
Hættulegt að höndla sannleikan ? Mér var sem barni kennt að varast lygina. En kannski er það úrelt viðhorf.
Er hægt að höndla sannleikann ? Kannski er það hægt fyrir okkur sem ekki erum guðfræðingar. Ég er t.d. sannfærður um að 2+2= 4 óháð tíma , tilfinningum, tíðaranda eða hneigð. Ég er líka sannfærður um að sólin er á sínum stað hvort sem ég sé hana eður ei.
Ég á erfitt með að skilja þetta með að sannleikurinn sé eitthvað grátt sem breytist við tilfinningu, tíma , tísku, girndir, eða hneigðir.
Jesús sagði reyndar að þeir sem þekktu sannleikann yrðu frjálsir. Ef að þekkja og höndla er sami hluturinn þá eru ekki allir frjálsir. A.mk. ekki þeir sem ekki vilja höndla.
Merkilegt sem Páll segir um sannleikann í Róm 1.22-25: Þeir kváðust vera vitrir, en urðu heimskingjar......þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni.......
Jes.59.14. Og rétturinn er hrakinn á hæl, og réttlætið stendur langt burtu, því að sannleikurinn hrasaði á strætunum og hreinskilnin kemst ekki að. Sannleikurinn er horfinn og sá sem firrist það sem illt er, það er skjótt ráðist á hann. (Living bible)
Þegar ég les þessi vers finnst mér þau eiga vel við okkar tíma. Þegar guðfræðingar hvetja til brotthvarfs frá sannleikanum eins og við sjáum nú 40 presta leggja til, þá er illa komið fyrir íslenskri kirkju.
Biblían segir að Guðs hús sé stólpi sannleikans. Ef nú stólpanum er kippt í burtu þá hrynur byggingin.
Þess vegna skiptir það máli að við höndlum og förum rétt með orð sannleikans.
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
Takk fyrir þessa grein,enda þörf á henni. Það er sorglegt hvernig er komið fyrir krikjunni, og kannski eins og þú sagðir hjá Jón val er bara kominn tími til þess að aðskilja hana. Verður hún ekki sterkkari fyrir vikið, að geta boðað orð Guðs, vitnisburðinn um Jesú án þess að einhverjir hagsmuna aðilar reyna að koma þar að.
Ég bið þér blessunnar og friðar í nafni okkar elskaða Jesú Krists.
Linda, 25.4.2007 kl. 01:55
Frábært hjá þér Kristinn Ásgrímsson. Heimska mannana verður æ augljósari okkur öllum , nema þeim sem heimskuna stunda. eða hvað skal segja. það kanski ískrar í fornum gröfum á húsavík, þegar myrkravöldin halda svona party. Guð veri okkur miskunsamur.
Högni Hilmisson, 25.4.2007 kl. 03:06
Það skrýtna er að Púkinn er alveg sammála því að "sannleikurin muni gera yður frjálsa". Púkinn er bara ekki tilbúinn til að samþykkja einhverjar árþúsunda gamlar sögur sem "sannleik". Nei, þá vill Púkinn frekar biðja um þann sannleik sem finnst í náttúrunni og vísindin hafa leitt í ljós. Í þeim sannleik er ekkert rúm fyrir sögur biblíunnar.
Púkinn, 26.4.2007 kl. 17:33
Þar fer púkinn sannarlega villur vegar því að: Himnarnir segja frá Guðs dýrð, og festingin kunngerir verkin handa hans.
Því að hið ósýnilega eðli Hans ...er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkum Hans. Guð er skapari og maðurinn er skapaður í Hans mynd, þess vegna er sköpunargáfan í eðli mannsins og vísindin eru gjöf Guðs.
Kristinn Ásgrímsson, 26.4.2007 kl. 18:46
Mér finnst að Hjörtur Magni eigi að fá sér aðra vinnu, og þá við eitthvað sem að ekki felur í sér ábyrgð á sáluhjálp annara. Hvernig getur maður sem ekki þekkir sannleikann verið prestur? Hann er svosem ekkert einn um það að starfa sem prestur og þekkja ekki sannleikann, því miður, en sem betur fer eru þeir sem þekkja Jesú fleiri.
Guðrún Sæmundsdóttir, 29.4.2007 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.