Leita í fréttum mbl.is

Friðarverðlaun Nóbels, helfarir,hetjur og gildi lífsins.

mime-attachment11 

Irene Sendler

Þess er minnst í Póllandi í dag að 70 ár eru liðin síðan Þjóðverjar hófu að flytja gyðinga úr gyðingahverfinu í Varsjá til útrýmingarbúðanna í Treblinka. Þess er einnig minnst að eitt ár er liðið frá hryðjuverkunum í Útey í Noregi.

Það sem fékk mig til að rita þessa færslu er frásögn af konu sem ég kalla eina af hetjum helfararinnar í Póllandi. Hún hét Irina Sendler og hún lést árið 2008, 98 ára gömul.

 Irene var tilnefnd til Nóbelsverðlauna árið 2007, sem hefði sennilega ekki breytt miklu fyrir hana, en hennar framlag virtist ekki vega þungt í samanburði við " slide mynda show Al Gore on global warming."

En hér kemur frásögnin af Irene Sendler.

Í seinni heimstyrjöldinni fékk Irene leyfi til að vinna við holræsin í Varsjá sem pípulagningamaður. Hún átti sér falið markmið.

Irene smyglaði út  ungabörnum gyðinga í verkfærakassanum sínum. Hún hafði einnig strigapoka í skottinu á bíl sínum fyrir stærri börn. Irene átti hund sem hún hafði í bílnum og hún þjálfaði hundinn til að gelta í hvert sinn sem Nasistar hleyptu henni inn eða út úr gettóinu. Hermennirnir voru lítt hrifnir af hundinum, sem með gelti sínu yfirgnæfði öll hljóð sem börnin kunnu að gefa frá sér.

Henni tókst að bjarga 2500 börnum áður en upp um hana komst, hún var handtekin og Nasistar brutu bæði hendur hennar og fætur fyrir utan aðrar barsmíðar.

Irene hélt skrá með nöfnum allra barna sem henni tókst að smygla út, í glerkrukku sem hún gróf niður undir tré í bakgarði sínum. Eftir stríðið reyndi hún að hafa upp á foreldrum sem hefðu getað lifað af og sameina þannig fjölskyldur. Flestir þeirra voru dánir. Hún hjálpaði  við að koma börnunum fyrir í fóstur og sum voru ættleidd.

Eins og ég sagði áður , þá var þessi kona útnefnd til friðarverðlauna Nóbels, en norsku nefndinni þótti ekki nógu mikið til hennar verka koma, í samanburði við það sem Al Gore hafði gert.

Athyglistvert að síðar fær maður að nafni Barack Hussein Obama friðarverðlaun fyrir vinnu sína að samfélagsmálum.

Nokkrum árum áður hafði hryðjuverkamaðurinn Yasser Arafat fengið friðarverðlaun Nóbels.

Frá mínu sjónarhorni er Irene Sendler hetja, á meðan Al Gore og Barack Obama er sjálfsagt ágætist menn . Yasser Arafat var hins vegar ekki maður friðarins, fremur en Anders Breivik.


mbl.is Fórnarlamba helfararinnar minnst í Varsjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Þakka þér fyrir frábæran pistil.

Guð veri með þér.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.7.2012 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband