5.6.2010 | 20:39
Kreppan og Neyðin
Fékk þetta bréf frá hjálparsamtökum sem hafa starfað á Haiti undanfarin 19 ár. Þótt það sé fjarri mér að gera lítið úr erfiðleikum fólks á Íslandi, þá held ég að við getum verið þakklát fyrir að búa á Íslandi í kreppu en ekki í neyðinni á Haiti. Ég birti hér hluta af bréfi sem er skrifað frá hjónum sem hafa helgað líf sitt til hjálpar hinum nauðstöddu íbúum á Haiti.
Hin fimm ára gamla Valdine beið þolinmóð eftir að móðir hennar kæmi heim frá vinnu. Það voru nú liðin tvö ár frá dauða föður hennar, og nú barðist móðir hennar frú Pirre, á hverjum degi við að að fæða Valdine og hin börnin.Það myndi enginn velja að búa í Port au Prince.. þetta er borg með meira en milljón íbúa. Ruslahaugar hlaðast upp á hverju götuhorni og allt morandi í rottum, flugum og kakkalökkum.
Litla stúlkan á Haiti og yngri systkini hennar voru alltaf svöng. Móðir Valdine vann frá sólarupprás til sólarlags, en samt var aldrei nægur matur til að fæða öll börnin , eina máltíð á dag. Margir dagar voru þannig að það var ekki til matur og móðir barnanna sagði þeim að sofa á maganum, til að þau finndu ekki eins fyrir hungrinu.
En dagurinn í dag var samt öðruvísi, Valdine var svöng en hún vissi að mamma fengi útborgað í dag og það yrði heit máltíð þetta kvöld. Eftir að bíða um stund úti, þá ákvað Valdine að fara inn og baða sig.Systkini hennar höfðu farið í heimsókn til skyldfólks, og hún hafði ekki farið með, því hún vildi bíða eftir að mamma kæmi heim og eldaði heita máltíð úr hrísgrjónum og baunum.
Valdine hellti vatni úr skál í litla balann og byrjaði að skvetta vatni yfir andlit sitt. Allt í einu byrjaði húsið að hristast og gólfið opnaðist og þakið kom niður. Það drundi í gamla steinsteypta húsinu, um leið og það hrundi saman yfir þessa litlu fimm ára gömlu stúlku.
Jarðskjálftinn sem nú hristi Haiti, deyddi meira en 230 þús manns. Valdine var skorðuð undir þungum steypuveggjum og virtist bíða dauða síns.Þungur steinveggurinn kramdi hægri fótlegg hennar og líkami hennar var skorðaður fastur . Hin litla fimm ára Valdine var var í dimmri steinkistu með illa brotin fót.Hún minnist þess að liggja þarna undir steinsteypunni. Hún var þyrst, svöng og í kvölum. Hún var svo einmana og hrædd.... hún grét þar til hún féll í yfirlið eða sofnaði.
Nokkrum dögum síðar drógu björgunarmenn Valdine út undan rústunum og hún var enn á lífi. Henni var ekið á sjúkrahús í Dominikanska lýðveldinu, þar sem það þurfti að taka hægri fót hennar af.
20 febrúar var hún send til okkar á "Recovery Field Hospital hér í " Love a Child" þorpinu okkar. Þorpið okkar er orðið ljós mitt í myrkrinu fyrir svo mörg fórnarlömb jarðskjálftans. Valdine og móðir hennar voru settar í tjald með mörgum öðrum aflimuðum sjúklingum.
Ein af þessum sjúklingum var lítil stúlka sem heitir Mara.Sama dag , þegar jarðskjálftinn reið yfir sat Mara litla, átta ára gömul, á hinum enda Haiti á stétt fyrir framan húsið sem hún bjó í. Mara hafði einnig misst föður sinn fyrir þremur árum síðan. Móðir hennar barðist líka þessari hörðu baráttu að fæða sín börn. Hún byrjaði að selja hluti á götunum...
Það voru dagar sem móðir Möru vann sér inn nokkra dollara á dag, en síðan aðrir dagar sem hún kom heim tómhent. Lífið var erfitt, að sjá fyrir börnum og bara það að hafa handa þeim eina máltíð á dag.
12 janúar sama dag og Valdine var heima hjá sér að reyna þvo sér , þá sat Mara á stéttinni fyrir framan húsið þeirra og beið móður sinnar. Þegar síðan jarðskjálftinn skall á þá varð Mara undir húsinu og vinstri fótur hennar kramdist illa.
Frændi hennar heyrði hróp hennar og kom henni til hjálpar. Það var talið kraftaverk að honum tókst að ná stúlkunni undan þungum steypuveggnum. Eins og áður sagði var vinstri fótur hennar illa kraminn. Frændi hennar tók hana í fangið og hljóp af stað leitandi að hjálp. En það var því miður enga hjálp að fá. Göturnar voru lokaðar af húsarústum og alls staðar gat að líta látið fólk. Loksins fann hann bíl og bílstjóra sem bauðst til að koma stúlkunni á sjúkrahús.
Mara lenti á sama sjúkrahúsi og Valdine í Dóminikanska lýðveldinu og var síðan flutt til okkar á " Love a child Field " sjúkrahúsið.
Þar sem skortur var á tjöldum, settu læknarnir Möru í sama tjald og Valdine litla var, sem hafði misst hægri fótinn. Mara þurfti sjö aðgerðir á sínum fót, en samt tókst ekki að bjarga fætinum og hann var tekin af.Ég man eftir að ganga milli tjaldanna á landareign okkar, þar sem fórnarlömb jarðskjálftanna voru..... ég heyrði litla stúlku gráta og kveina og þegar ég leit inn í tjaldið, þá sá ég Möru liggjandi, hún var þá nýbúin í aðgerð og var mjög kvalin... ég hallaði mér yfir hana og tók utan um hana og byrjaði að gráta hljóðlega. Jafnvel þótt hún þekkti mig ekki, þá rétti hún úr sér og dró mig að sér og hélt mér fast, algjörlegra ókunnri manneskju.
Ég man eftir því að horfa á þessa litlu átta ára gömlu stúlku sem hafði misst vinstri fót sinn og á næsta fleti við hlið hennar var Valdine, sem hafði misst hægri fót sinn, það var mér næstum ofviða.....
Þessar tvær vikur eftir skjálftann hér á Haiti, voru mjög erfiðar, ég hef aldrei upplifað að sjá lítil börn þjást svo mikið, eftir að hafa alist upp hungruð, þá þessar hörmungar í ofanálag.
Sem ég gekk í gegnum tjaldraðirnar á hverjum degi, þá minnist ég þess augnabliks að ég fann fyrir "Von" Við vorum að bera heitan mat inn í tjöld fólksins, þegar ein móðir segir við mig: Þetta er í fyrsta skipti á ævinni, sem börnin mín hafa fengið 3 máltiðir á dag. Við þökkum þér og Guði.
Ég læt hér staðar numið í frásögn Sherry, en hún segir að þörfin á Haiti hafi aldrei verið meiri en nú. Margar ríkisstjórnir hafi lofað hjálp, en lítið hafi verið um efndir.
Hjálparsamtökin Love a child hafa starfað á Haiti síðan 1991 og voru stofnuð af hjónunum Sherry og Bobby Burnette.
Á hverjum degi fæða þau 5000 þúsund börn. Það er fyrir utan þá neyðaraðstoð sem þau veita nú í kjölfar jarðskjálftans.Merkileg hvað ein hjón geta gert.
Þau segja enn fremur að þau fái mat gefin frá ýmsum samtökum í Bandaríkjunum, en það kostar tíu þúsund dollara að flytja einn gám með mat frá Bandaríkjunum til Haiti og það er kostnaður sem þau þurfa að sjá um.
En einn gámur þýðir 270.000 máltíðir.
Þannig að fyrir $ 1000 eða 138000 kr íslenskar er hægt að gefa 27000 máltíðir.
Ef þú vilt vera með þá bendi ég á síðuna: www. loveachild.com
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Yfir tuttugu milljónir í hjálparstarf á Haítí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
- Aðalbjörn Leifsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Aida.
- Árni þór
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Baldur
- Flower
- Gladius
- Guðrún Markúsdóttir
- Gísli Torfi
- gudni.is
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Kaleb Joshua
- Högni Hilmisson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Jón Valur Jensson
- Kafteinninn
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Mofi
- Ólafur Jóhannsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Ruth
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Óskarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Styrmir Hafliðason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Linda
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Benedikta E
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Hörður Finnbogason
- Jón Ríkharðsson
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Kristin stjórnmálasamtök
- Ólöf Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Óskar Sigurðsson
- Valdimar Samúelsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2019
- Október 2018
- Desember 2017
- Mars 2017
- Janúar 2017
- Desember 2015
- Október 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Nóvember 2014
- Maí 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Desember 2011
- Júlí 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Hjálparstarf
Barnahjálp Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík
Hvítasunnukirkjan í Keflavík er í samstarfi við "New Life Africa International" að skapa götubörnum í Nakuru Kenya framtíð. Banka upplýsingar: 1109 -05 - 411999 Kt. 620180-0259
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Reyndi að kvitta hér ofar en það tókst ekki og svo sá ég þessa litlu færslu fyrir neðan.
Sorglegt með stelpurnar og fjölskyldur þeirra. Frábært hjálparstarf sem Sherry og Bobby Burnette eru með.
Frábært að Íslendingar eru að hjálpa fólkinu á Haiti.
Það er sem betur fer ekki hægt að bera okkar aðstæður saman við fólksins á Haiti og víðar.
Guð veri með þér.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.6.2010 kl. 02:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.