Leita í fréttum mbl.is

Það sem peningar geta og geta ekki keypt....

 

Þú getur keypt þér rúm fyrir peninga, en ekki svefn, bækur en ekki gáfur, mat en ekki matarlyst, hús en ekki heimili, lyf en ekki heilsu, vellystingar en ekki hamingju, ímynd en ekki karakter, trúarbrögð en ekki hjálpræði...

Þegar ég horfði á þáttinn frá starfi ABC í Narobi, þá kom upp í huga minn, hvað getum við Íslendigar gert til að hjálpa þessu fólki. Þarna eru um 100 þús manns í kringum sorphaugana, húsnæðislausir og lífbarátta þeirra snýst um að fá kannski eina máltíð á dag.

Margir segja að við séum ekki aflögufær, en  á sama tíma erum við að eyða milljörðum, sumir hafa nefnt töluna 7 milljarðar í heimskulegar umræður í að gerast aðilar að sökkvandi myntbandalagi og fá að taka þátt í að greiða skuldir Evrópuþjóða sem hafa eytt um efni fram.

Er hægt að hugsa sér eitthvað heimskulegara.

Stöðvum þessar umræður og hjálpum meðbræðrum okkar í Nairobi og Haiti og ég er sannfærður að efnahagur okkar mun blómgast og gleði landans aukast.

Með peningum er hægt að hjálpa bágstöddum.

Lögmálið um sáningu og uppskeru er enn í fullu gildi.

 


mbl.is Dagur ABC barnahjálpar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband