Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Trúmál

Sumarmót Hvítasunnukirkjunnar

Nú líður að sumarmóti Hvítasunnukirknanna sem í ár er haldið í Keflavík. Þetta mót er eiginlega endurkoma gömlu mótanna, sem mín kynslóð ólst upp við. Nema í þá daga stóðu mótin yfir í 7 daga.

Nú, á forsíðu :www.keflavikgospel.is er plakat sem hægt er að smella á þar sem upplýsingar eru um mótið og samkomutíma.
Það er von okkar í Keflavík að þetta megi vera tími uppörvunar og endurnýjunar, auk þess að við eigum gott samfélag.
Við ætlum að hafa fjölbreytilega dagskrá. Það verða sönghópar frá Keflavík, Akureyri.ofl.

Nú ræðumenn verða:

Fimmtudagur kl. 20.00       Kristinn Ásgrímsson     
Föstudagur    kl. 15.00       Guðni Hjálmarsson
Föstudagur    kl. 20.00       Aron Hinriksson
Laugardagur  kl. 10.00       Karl Stefán Samúelsson
Laugardagur  kl. 20.00       Snorri Óskarsson
Sunnudagur   kl. 11.00       Vörður Traustason

Kvöldsamkomurnar  og sunnudagssamkoman eru haldnar í Ytri Njarðvíkurkirkju, en aðrar samkomur í Hvítasunnukirkjunni.

Allir velkomnir .


Alfa námskeið í Keflavík

Fimmtudaginn 14 janúar  kl. 20.00. verður kynningarkvöld á Alfa í Hvítasunnukirkjunni Hafnargötu 84.Þetta  kvöld er opið öllum og ókeypis og einungis kynning  til að hjálpa þér að ákveða hvort Alfa er námskeið fyrir þig .

Alfa námseiðið hófst í Englandi fyrir u.þ.b. 20 árum. Námskeiðið er nú haldið í um 130 löndum í flestum kirkjudeildum. Áætað er að yfir 4 milljónir manna hafi sótt námskeiðið.

Alfa er tíu vikna námskeið , einu sinni í viku þar sem fjallað er um grundvallaratriði kristinnar trúar á einfalda og þægilegan hátt.

Alfa er fyrir alla sem leita vilja svara við spurningum lífsins.

Upplysingar gefur Kristinn í s. 6977993   og Stefán í síma 8992212


Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband