Leita í fréttum mbl.is

Er líklegt að Össur komi á friði fyrir botni miðjarðarhafs ?

Sonur hamasMerkileg þykir mér sú stefna sem þessi vinstri stjórn hefur mótað í málefnum Palestínu.

Að vísu hafði forveri Össurar Ingibjörg öðlast breytta sýn, þegar hún heimsótti bæði Ísrael og Gasa.

Þá uppgötvaði hún að það voru tveir aðilar sem áttu í deilu, en ekki bara hinn vondi Ísrael að kvelja lítilmagnann. En þannig hljómar fréttaflutningur oftast á Íslandi. Ég hef ekki heyrt eða séð í fréttum hér, að 10 flugskeytum var skotið frá Gasa inn í Ísrael um síðustu helgi.

En nýlega kom út bók, sem tekur á kjarna þessara deilumála, skrifuð af syni eins þeirra sem stofnuðu Hamas samtökin árið 1986. Þar lýsir þessi ungi maður báðum hliðum og segir frá æsku sinni, þar sem hann kastar grjóti að ísraelskum hervélum, frá dvöl sinni í ísraelsku fangelsi,   dregur upp mynd af " friðarverðlaunahafanum og hryðjuverkamanninum Yasser Arafat" , sem hann lýsir sem athyglissjúkum, slægum og gjörspilltum manni.

Ennfremur segir þessi ungi maður frá því hvernig hann hætti að trúa á þau lífsgildi sem hann hafði alist upp við.

Ég held að þessi bók, sé góð fyrir alla, hvað skoðun sem þeir hafa á málefnum miðausturlanda.

Láttu ekki fordóma stöðva þig í að lesa þessa bók.

Mjög spennandi bók, sem fæst í flestum bókaverslunum.

 


mbl.is Ræddu leiðir til að endurvekja friðarferlið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það er svona álíka líklegt að Össur hafi eitthvað fram að færa og að tunglið sé úr osti. Ég er orðinn ansi þreyttur á þessari einstefnu sem viðgengst hérlendis varðandi deilur Ísraela og Palestínumanna.

Ég hef lesið þessa bók, las hana rétt eftir að hún kom út og fannst hún mjög góð. Gott að hún hefur verið þýdd á íslensku. Hefur þú lesið "Íslamistar og naívistar"? Hún er líka mjög góð. Einnig hefur Mark Gabriel skrifað mjög áhugaverðar bækur um íslam og skrifar þær af mikilli þekkingu og skilningi. Þeim er óhætt að mæla með og þeim þarf að halda að sem flestum sem og bókinni sem þú nefnir og "Íslamistar og naívistar" en hún er til á íslensku.

Nokkuð áhugavert myndband sem Össur hefði gott af að horfa á með þessum ágæta stallbróður sínum:

http://www.youtube.com/user/DannyAyalon?feature=watch#p/a/u/0/g_3A6_qSBBQ

Helgi (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 21:46

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Góð færsla. Sammála öllu

Sleggjan og Hvellurinn, 14.12.2011 kl. 22:02

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Takk fyrir pistilinn Kiddi. 

Það vekur undrun mína að nú tekur Össur Skarphéðinsson á móti "utanríkisráðherra Palestínu".  Á leið heim úr vinnunni í dag sá ég uppundir tíu lögreglubíla með blikkandi ljósum, sumir voru að loka aðreinum að Kringlumýrarbrautinni aðrir komu á ofsa hraða, með þennan "Palestínumann" innanborðs.  Það mátti halda að einhver stórhöfðingi væri kominn í heimsókn.

Fyrir nokkrum misserum síðan hafði menntamálaráðherra Ísraels hug á að heimsækja Ísland, en nei takk það var ekki inni í myndinni, ríkisstjórn Íslands hafði ekki áhuga á að hlusta á sjónarmið fulltrúa Ísraelsku ríkisstjórnarinnar, en það var einmitt það sem umræddur menntamálaráðherra hugðist gera, þ.e. að koma sjónarmiðum þeirra á framfæri.

Það ættu fleiri að kynna sér málefni miðausturlanda annarsstaðar en hjá fréttastofu RUV, sem er mjög svo einhliða í öllum sínum fréttaflutningi um þau mál.

Umrædd bók, Sonur Hamas, er verðugt efni til að kynna sér hlutina aðeins nánar, en ég geri ekki ráð fyrir að hún sé fullkomin frekar en önnur mannanna verk.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.12.2011 kl. 23:13

4 identicon

Sæll Tómas

Það sem vantaði sérstaklega að minnast á framan á bókinni "Sonur Hamas", er að hann hérna þýðandinn og foringi Myrkurs í Ljósi Sigurður Júlíusson hjá Ómega prumpinu standa á bakvið þessa bók, eða þar sem þessi bók er svona þrælvel auglýst hjá þeim með öllum þessum litlu, litlu, nice, nice, nice shalom kveðjum aftur og aftur.     

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 00:08

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bókin fær góðan dóm hjá Kristni, Þorsteinn, það ætti nú frekar að vera ástæða fyrir og til að kynna þér hana heldur en hitt, að atyrða þýðandann og hans félaga. Þú hefur nú sjálfur sýnt Hamas verulegan áhuga, svo að þessu bók hlýtur að vera algert 'must' fyrir þig, ekki satt?

Þakka þér, Kristinn, kynninguna. Tek undir þín orð Tómasar og Helga hér.

Jón Valur Jensson, 15.12.2011 kl. 09:08

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæri Þorsteinn,

Fyrst þér líkar svona illa við þýðanda bókarinnar og getur þar af leiðandi ekki lesið hana á íslensku, þá má benda þér á að hún er til á fleiri tungumálum s.s. ensku.

En burt séð frá þýðandanum, þá á efni bókarinnar erindi til þín og margra annarra.  Hvet ég þig til að útvega þér bókina á því tungumáli sem þér hentar og lesa hana með opnum huga.

Hafðu það sem best Þorsteinn og Drottinn blessi þig.

p.s. það er ánægjulegt að heyra að þú horfir á Omega.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.12.2011 kl. 11:19

7 identicon

Jón Valur

Auðvitað þarf ég ekki að kynna mér þessa bók, mér hefur fundist það  nóg að hafa kynnt mér þetta Ómega prump áróðurslið og allan þeirra Anti -Arab semitic og Anti -Íslam áróður gegnum tíðina, Halló.

Þetta fólk þarna á Ómega prumpinu sem getur aldrei sagt eða minnst einu orði á yfir 300.000 Kristna Palestínumenn,eða kirkjur  Palestínumanna eða hvað þá nefnt á nafn einn einasta kristna Palestínuprest og/eða leiðtoga þeirra eða eitt eða neitt í því sambandi, þar sem allt þetta Kristna Palestínufólk berst gegn þessum Zíonisma, svo og Kristnum Zíonisma sem Ómega prumpstöðin heldur uppi. 

Eins og gefur að skilja þá snýst Ómega prumpið hérna um ekkert annað en að koma endalausum áróðri inn fyrir Ísrael, Zíonisma og með þessum kristnum Zíonistum og öllum þessum Kristnu Zíonista kenningum frá Bandaríkjunum og Ísrael . Já þessi Ómega prumpstöð með honum Ólafi, Skúla litla Zíonista með plástri, Sigurði Júlíussyni leiðtoga safnaðarins Myrkur í Ljósi og félögum er ekkert annað en innantómt prump. Ég styki ekki þessa skítastarfsemi og þennan Zíonista áróður þeirra.

Það er eins og ég segi alveg nóg fyrir mig að vita að þetta lið stendur fyrir þessum  Anti-Arab semitic og Anti -Íslam áróðri á stöðinni, ég fer ekki að styrkja þetta lið með að kaupa þessa bók.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 12:37

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

So much for good manners ...

Jón Valur Jensson, 15.12.2011 kl. 15:36

9 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka þér Helgi þína athugasemd , ég hef ekki lesið bókina sem þú nefnir, en er með bók eftir Mark Gabriel á borðinu.

Þakka ykkur innlitið Sleggja og Hvellur.

Þakka þér Tómas, já ég man að menntamálaráðherra Ísraels fékk ekki að koma til landsins. Það er einfaldlega þessari stjórn til skammar.

Þakka þér innlitið Jón Valur og öll þín skrif.

Þakka þér einnig Þorsteinn innlitið. Ég verð að segja að þú veldur mér samt vonbrigðum, ekki með gífuryrðum þínum um Omega eða Sigurð.

Heldur þessi setning þín: "Auðvitað þarf ég ekki að kynna mér þessa bók,"  Þessi afstaða lýsir ákveðinni þröngsýni og er til þess fallin að maður á erfitt með að taka mark á upplýsingum frá þér.  En óska þér og ykkur öllum gleðilegrar hátíðar.

Kristinn Ásgrímsson, 15.12.2011 kl. 17:40

10 identicon

Kristinn :"Þakka þér einnig Þorsteinn innlitið. Ég verð að segja að þú veldur mér samt vonbrigðum, ekki með gífuryrðum þínum um Omega eða Sigurð."

Nei, Nei, Nei auðvitað eiga allir ekki satt, að styðja þetta Rasista Zíonistaríki Ísrael ykkar, eða þar sem kristnir Zíonistar eru svo ofsalega hrifnir af því þegar Kristnir Palestínumenn og aðrir Palestínu múslimar missa húsin sín þarna á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem, er jarðýtur Ísraelsmanna eyðileggja þau öll. Auðvitað styðjið þið þennan Zíonisma og sama hvað gegn ykkar kristnu trúbræðrum, og þá stefnu að bæjir palestínumanna, kirkjugarðar, leikskólar þeirra og annað séu lagðir í rúst til þess eins, að geta tileinkað öllu landi eingöngu handa Ísraelsmönnum (Zíonista landnemum) og alla þessa Zíonista stefnu sem rekin er á Ómega prumpinu, ekki satt?

 "24,813 Palestinian homes have been demolished by Israel since 1967." http://ifamericansknew.com/

Síðan heimtið þið Kristnir -Zíonistar og þetta Zíonista lið allt saman, að Palestínumenn viðurkenni Zíonista- Rasistaríkið Ísrael með öllu þessu her- og landnámi Ísraelsmanna, ekki satt?

Það var hér greinilega í góðu lagi að stofna þetta Zíonista Ísraelsríki á sínum tíma á kostnað Palestínumanna,  og síðan finnst ykkur það í góðu lagi að Ísraelsmenn hafi þessi yfirráð yfir Palestínumönnum á öllum herteknu svæðunum, en það að veita Palestínumönnum sjálfstæði á þessu litla landsvæði sem eftir er finnst ykkur þessum Kristnum Zíonistum of mikið, ekki satt? 

Eins og áður segir þá vil ég helst ekki kannast við eða tengjast þessu ógeðslega Kristna-Zíonista- liði hérna er styður þessa Zíonistastefnu að hús kristinna Palestínumanna og Palestínu múslima séu lagðir í rúst á Vesturbakkanum og í Austurhluta Jerúsalems. Já ég hef tekið eftir því að þið sem kallið ykkur kristna (eða kristna Zíonista)  styðjið það alls ekki, að Kristnir Palestínuflóttamenn fái að snúa aftur til síns heimalands eins og samþykktir Sameinuðu Þjóðanna (UN General Assembly Resolution 194, 242 og 338) segja til um, heldur styðjið þið þetta kristna Zíonistalið að Ísraelsmenn haldi áfram og áfram þessu fjandsamlega landnámi gegn bæði kristnum palestínumönnum og múslimum og/eða við frekari aukningu á Palestínskum flóttamönnum.

Þessi afstaða hjá mér lýsir ekki ákveðinni þröngsýni. 

Jú, Jú þetta fólk þarna hjá Ómega prumpinu gaspra eitthvað um að spádómarnir hafi ræst, en hvernig er það hafa þeir ekki rétt fyrir sér á Ómega prumpinu? 

"Ég veit hvernig þú ert hrakyrtur af þeim, sem segja sjálfa sig vera Gyðinga, en eru það ekki, heldur samkunda Satans."(Op 2:9)

"Ég skal láta nokkra af samkundu Satans, er segja sjálfa sig vera Gyðinga, en eru það ekki, heldur ljúga, - ég skal láta þá koma og kasta sér fyrir fætur þér og láta þá vita, að ég elska þig." (Op 3:9)

"Og lík þeirra munu liggja á strætum borgarinnar miklu, sem andlega heitir Sódóma (Zíonista Israel í dag) og Egyptaland, þar sem og Drottinn þeirra var krossfestur." (Op 11:8) 

Ég er á því að þið (Zíonistar) ættuð að taka niður þennan fána með Móloksstjörnu Zíonista (eða í dag oftast ranglega nefnd sem Davíðsstjarna)

"Star of David = 6 lines, 6 points, 6 intersections (666) The Magen David/Star of David/Seal of Solomon/Hexagram is NOT of Jewish origin, but instead finds its origin in pagan idolatry towards Ashtoreth which was adopted by Israel's king Solomon in defiance of God's commandments. The six pointed star was used in Gnostic and even Islamic artwork and symbolism before it came to use amoung Jews. It was adopted by Cabalists who got their beliefs from the earlier heretic Gnostics who believed the God of the Old Testament was evil and worshipped Lucifer. Issac Luria was a Cabalist who popularized it in the sixteenth century and it was used on a coat of arms by the banking family of Rothschild. Further on down the line the hexagram was utilized as the symbol for Zionism and became the emblem of the Israeli flag."(The six-pointed star, Dr O.J. Graham, bls 91.)  

"Dr. Shaki told me he knew that the six-pointed star was not Jewish but pagan, and it was he in fact who loaned me my second reference The Jewish Connection by Hirsch Golgberg."(The six-pointed star, Dr O.J. Graham, bls. 2)

"The hexagram, or six-pointed star, certainly has three sixes. It contains a six, within a six, within a six: 666. Count the sides of each triangle facing the clockwise direction, the sides facing the counter -clockwise direction , and the third six - the sides of the inner hexagon" (The six-pointed star, Dr O.J. Graham, bls 91.)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 42878

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband