Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Trúboð - váleg tíðindi ?

 

 

 

Fyrir mörgum árum síðan hlustaði ég á viðtal við Sigurð Helgason eldri, þáverandi forstjóra Flugleiða, þar sem hann sagði að það væri sárt að vera boðberi válegra tíðinda. Það sem hann harmaði á þeim tíma var að þurfa að segja upp starfsfólki sínu.

Þessi orð " Váleg tíðindi komu aftur upp í hugann  í allri þessari umræðu um trúboð og trúna á Jesú Krist.

Margir segja sem svo : Já ég vil halda í kristilegt siðgæði og þann kærleika sem kristin trú færir okkur og jafnvel sagði einn þingmaður svo í fréttblaðinu að hann vildi halda í fagnaðarboðskap Jesú Krist, en... það mætti bara ekki vera í formi trúboðs.

Hvað er svona slæmt við Jesú Krist að það megi ekki boða hann, á sama tíma og hvers kyns ósómi og dónaskapur bylur á okkur bæði i dagblöðum inn á öllum heimilum í sjónvarpi útvarpi og á internetinu. Því miður berst sú boðun líka inn í skólana. Eða ætlar fólk að segja mér að þau vandamál sem við heyrum af meðal skólabarna, ofbeldi, þjófnaður, ljótt orðbragð, að það sé vegna þess að boðskapurinn um Jesú Krist hafi skemmt þau svona.

Nei kæru vinir ég held að við ættum að endurskilgreina einhver önnur hugtök eins og til dæmis mannréttindi eða umburðarlyndi, orð sem virðast hafa snúist upp í andhverfu sína í okkar þjóðfélagi.  Við heyrum í dag talað um að við þurfum að beygja kné okkar fyrir nýjum Guði, sem kallast  "Fjölhyggja" Fjölhyggjan heimtar nýtt siðgæði. Hver er og hvaðan kom þessi fjölhyggja ? Er þetta eins og nýju gallabuxurnar sem tískuverslanir selja unglingum með götum fyrir bæði hné.

Í  Fréttablaðinu 24.des er vitnað í dósent í heimspeki sem segir:"Grunnur siðferðis ætti að vera hlutlausari en svo að hann sé brennimerktur ákveðnum trúarbrögðum" Dósentinn þessi bendir síðan á að nútímasamfélög einkennist af fjölhyggju, " að því leyti að fólki leyfist að hafa þær siðferðishugmyndir sem það kýs, innan marka almenns siðferðis og laga. "

Gallinn við þessa fullyrðingu er sá að:

í fyrsta lagi einkennist okkar þjóðfélag  ekki af fjölhyggju, heldur þeim kristna arfi sem þjóðin hefur búið við undanfarin þúsund ár.

Í öðru lagi þá er ekki hægt að skilgreina "almennt" siðferði.

Í þriðja lagi þá fara lög og siðferði ekki alltaf saman. Löglegt en siðlaust ,var einhvern tíma sagt.

Ég segi því að það sem þessi maður kallar fjölhyggja, eru bara ein trúarbrögðin í viðbót, og það sem verra er, að það vita fæstir um hvað þau snúast. Það er bara fínt að tala um fjölhyggju.

En svo við snúum okkur aftur að spurningunni.  Er boðun kristinnar trúar váleg tíðindi, eða er það hluti af sjálfsögðum mannréttindum okkar að fá að heyra um skaparann? Eru það ekki mannréttindi að maðurinn fái að vita hvaðan hann kom, og af hverju hann er hérna ?

Eða eru það ekki mannréttindi að menn fái að heyra að þeir séu ekki af öpum komnir ?

Hvar er umburðarlyndið þegar kemur að kristinni trú og að þeirri hugmyndafræði sem kristin trú boðar. Er trúin á Jesú Krist váleg tíðindi ?  Ég svara nei, en það eru váleg tíðindi að það megi ekki lengur kalla kristið siðgæði " Kristið siðgæði," heldur þurfi að lýsa innihaldinu, eins og gert er nú í frumvarpi að nýjum lögum.

Má bjóða þér lesandi góður í kaffi með 2 bollum af hveiti og hálfum af sykri, einni matskeið lyftidufti 2 eggjum, 50 gr. smjörlíki  og  slatta af mjólk ?

Eða má bjóða þér í kaffi og vöfflur ?  Eða er ég þá að brjóta á mannréttinda -umburðalyndis -fjölhyggjufasismanum ? (Meira um það síðar)Guð blessi þig lesandi góður og ég vona að sem flestir þori ennþá að þiggja kaffi og  "bara" vöfflur.

 

 


HANN KOM

 

 

 

 

Við vitum að sonur Guðs er kominn og hefur gefið okkur skilning til þess að við þekkjum sannan Guð. 1. Jóh. 5.20.

 

Fyrir nokkra virðist það vera á reiki af hverju við höldum jól. Margir nefna að jólin eigi sér heiðin uppruna, tengist sólardýrkun o.s.frv. Ekki skal á móti mælt að sú hátíð hafi einhvern tíma verið fyrir hendi .

En jól kristinna manna eiga sér annan uppruna, nefnilega koma Guðs inn í þennan heim.Við lesum í Jesaja 40.9 : 9Stíg upp á hátt fjall, Síon, fagnaðarboði. Hef upp raust þína kröftuglega, Jerúsalem, fagnaðarboði. Hef upp raustina og óttast eigi,
seg borgunum í Júda: 10Sjá, Guð yðar kemur í mætti og ríkir með máttugum armi.

Hér segir spámaðurinn fyrir um komu Krists  og kallar boðberann fagnaðarboða.

Í Lúkas 2 .8 :  En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. 9Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir 10en engillinn sagði við þá: „Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: 11Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. 12Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu."
13Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu......

Hér sjáum við að himnesk vera kemur til jarðar og við sjáum að ótta slær á þá sem sjá hina himnesku veru, jú Guðleg nærvera er alltaf yfirþyrmandi og við finnum öll til veikleika okkar í nærveru Guðs.

Annað sem við sjáum er að engillinn talar um : " MIKINN Fögnuð"  og segir síðan að yður er í dag frelsari fæddur....

Þriðja sem við sjáum : Að með englinum var fjöldi himneskra hersveita , eins og þegar konungar eða þjóðhöfðingjar eiga í hlut.

Hér var konungur Guðs ríkisins að koma til jarðar og hersveitir þessa ríkis fylgdu honum.

Við heyrum Jesú síðar segja ( Jóh 18: 36,)  "Mitt ríki er ekki af þessum heimi...Væri mitt ríki af þessum heimi hefðu þjónar mínir barist"  og aftur heyrist  Jesús segja  ( Matt 26: 53) : " Hyggur þú, að ég geti ekki beðið föður minn að senda mér nú meira en tólf sveitir engla ?  "

Guð kom í þennan heim til mannanna sem hann hafði  skapað, til þess að bjarga og greiða úr þeirri flækju sem maðurinn hafði komið sér í með synd sinni. Þetta kallast fagnaðarerindi. Þetta má kenna um í skólum á Íslandi en ekki boða. Reyndar lét Jesús líf sitt vegna  þess að hann boðaði þennan boðskap. Mætti það vera umhugsunarefni fyrir okkur þessi jól.

Jesús var ófeiminn við að segja okkur hver hann væri, Hann sagði m.a að :Ef nokkurn þyrstir þá komi hann til mín og drekki.  Á táknrænan hátt segist hann vera hið lifandi vatn.

Ísland í dag:

Í okkar þjóðfélagi hefur nú verið umræða um hvað má og ekki má. Og það virðist stefna í það að jólaboðskapinn má ekki boða, en það má um hann fræða . Og með þessu er okkur sagt að verið sé að varðveita mannréttindi.

Lítill drengur eða stúlka á skóla bekk  þau mega horfa á hreint og tært vatnsglas en ekki drekka af því, Jú þetta stendur fyrir Krist segir kennarinn, en fyrst þarf ég að sýna ykkur alla hina menguðu vökvana, síðan þegar þið eruð orðin fullorðin , þá getið þið tekið þá ákvörðun að drekka hreina vatnið, nú ef þið eruð ekki orðin veik af hinu sullinu.

Mannréttindi og mannréttindi, það eru allir að boða eitthvað í dag og ég ætla bara að vera trúboði, trúin hefur reynst mér gott haldreipi í lífinu hingað til og af hverju skyldi ég ekki segja öðrum frá því.

Minni þig aftur á kæri lesandi að Guð hefur markað spor sín í þessum heimi og gefið okkur skilning á því hver hann er. Spurningin er þessi : Vilt þú taka á móti jólagjöf Guðs ?

 

 


Smá hjartnæm jólasaga.

 

 Fékk þessa sögu í tölvupósti.


Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa gjafirnar
sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr. Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði
ég að kvarta í hljóði "Þetta á eftir að taka heila eilífð og ég á enn eftir
að fara á svo marga staði". Jólin eru alltaf að verða meira og meira
pirrandi með hverju árinu. Ég vildi að ég gæti bara lagst niður og farið að
sofa og vaknað svo eftir jólin.


Allavegana, ég kom mér í leikfangadeildina og þar fór ég að skoða
verðin,hugsandi hvort að börn leiki sér eitthvað með svona dýr leikföng.
Eftir smá tíma af leikfangaskoði þá tók ég eftir litlum strák um 5 ára, sem
hélt á dúkku upp við brjóstið sitt. Hann strauk hárið á dúkkunni og virtist
svo sorgmæddur. Svo snéri litli strákurinn sér að eldri konu sem var við
hliðina á honum "amma, ertu viss um að ég hafi ekki nógu mikla peninga?"
Gamla konan svaraði "þú veist að þú átt ekki nóg til að kaupa dúkkuna
elskan mín" Svo bað hún hann um að bíða í 5 mínútur eftir sér á meðan hún
skoðaði sig um.Hún fór fljótlega. Litli strákurinn hélt ennþá á dúkkunni í
hendinni. Ég labbaði til hans og spurði hann hverjum hann ætlaði að gefa
dúkkuna. "Þetta er dúkkan sem systir mín elskaði mest og langaði svo mikið
í fyrir jólin. Hún var svo viss um að jólasveinninn myndi gefa sér hana. Ég
sagði honum að kannski eigi jólasveinninn eftir að koma með dúkkuna til
hennar, og að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur. En hann sagði við mig
sorgmæddur "Nei, jólasveinninn getur ekki gefið henni dúkkuna þar sem hún
er núna. Ég verð að gefa mömmu dúkkuna svo að hún geti gefið henni hana
þegar hún fer þangað".


Augun hans voru svo sorgmædd meðan hann sagði þetta. Systir mín er farin
til þess að vera með Guð. Pabbi segir að mamma sé líka að fara til Guðs
mjög fljótlega, og ég hélt að hún gæti farið með dúkkuna fyrir mig og gefið
systur minni hana". Hjartað mitt stoppaði næstum því. Litli strákurinn leit
upp til mín og sagði "Ég sagði pabba að segja mömmu að fara ekki alveg
strax.

Ég bað hann um að bíða þangað til að ég kæmi heim úr búðinni" Svo sýndi
hann mér fallega mynd af honum þar sem hann var hlægjandi. "Ég vil líka að
mamma taki þessa mynd með sér svo að hún gleymi mér aldrei" "Ég elska mömmu
mína og ég vildi óska að hún þyrfti ekki að fara, en pabbi segir að hún
verði að fara til að vera hjá litlu systur minni". Svo leit hann aftur á
dúkkuna með sorgmæddum augum, mjög hljóðlátur. Ég teigði mig hljóðlega í
veskið mitt og tók smá pening upp og sagði við strákinn "en ef við athugum
aftur í vasan til að tékka hvort að þú eigir nógan pening?" Allt í lagi
sagði strákurinn "ég vona að ég eigi nóg"Ég bætti smá af mínum peningum við
án þess að hann tæki eftir því og við byrjuðum að telja. Það var nógur
peningur fyrir dúkkunni, og meira að segja smá afgangur.
Litli strákurinn sagði "Takk Guð fyrir að gefa mér nógan pening. Svo leit
hann á mig og sagði " Í gær áður en ég fór að sofa þá bað ég Guð um að vera
viss um að ég hafi nógan pening til þess að geta keypt dúkkuna handa systur
minni. Hann heyrði til mín" Mig langaði líka að eiga nógan pening til að
kaupa hvíta rós handa mömmu, en ég þorði ekki að biðja Guð um of mikið, en
hann gaf mér nóg til að kaupa rósina líka". Sko mamma elskar hvíta rós".
Nokkrum mínútum seinna kom gamla konan og sótti strákinn. Ég kláraði að
versla með allt öðru hugarfari ég gat ekki hætt að hugsa um litla strákinn.
Svo mundi ég eftir frétt í blaðinu fyrir 2 dögum síðan "maður keyrði
drukkinn og klessti á bíl þar sem ung kona og lítil stelpa voru í. Litla
stelpan dó samstundis en mamman var í dái" Fjölskyldan varð að ákveða hvort
það ætti að setja hana í öndunarvél eða ekki, af því að unga konan myndi
ekki vakna úr dáinu.Var þetta fjölskylda litla stráksins?Tveim dögum eftir
að ég hitti litla strákinn, las ég í blaðinu að unga konan hafi dáið. Ég
gat ekki hamið mig og fór út í blómabúð og keypti búnt af hvítum rósum og
fór upp í líkhús þar sem fólk gat séð konuna og óskað sér í seinasta skipti
áður en hún væri jörðuð. Hún var þarna í kjól, haldandi á fallegri hvítri
rós með myndinni af litla stráknum og dúkkuna á brjóstinu.Ég fór grátandi
og fannst líf mitt hafa breyst til eilífðar. Ástin sem þessi litli strákur
hafði til mömmu sinnar og systur, er enn þann dag í dag, erfitt að ímynda
sér. Og í einni svipan tekur drukkinn maður þetta allt frá honum. Núna
hefur þú 2 kosti:1) Sendu þessi skilaboð til allra sem þú þekkir.2) Eða
hentu þessu og láttu sem þetta hafi ekki snert hjartað þitt.
Ef þú sendir þessi skilaboð, þá kannski hindrar þú einhvern í því að keyra
drukkinn.Kær kveðja


Kærleikskveðja til Siðmenntar og Vantrúar.

  Var að horfa á samtal Arnþrúðar og Bjarna í þættinum Ísland í dag.Þar kom fram að hörð orð hafa fallið á báða bóga í umræðunni um kristið siðgæði og presta í skólum.

Ég verð nú að segja að fólk sem notar persónulegar svívirðingar til að koma málstað sínum á framfæri kallast ekki kristið. Það er ekki í anda Krists. Það veldur mér hryggð, að einhver haldi að hann sé að verja kristilegt siðgæði, með því að hafa í hótunum við fólk.

Nú það er fjarri að ég sé sammála þessum samtökum , en í þeim er fólk og ég vil bera virðingu fyrir öllum mönnum, kristnum, vantrúuðum , múslimum eða hverrar lífsskoðunar eða trúar þeir eru.

Ég óska öllum sem tilheyra Siðmennt, sérstaklega Hope Knútsson, sem talað var um í þættinum  gleðilegra jóla og alls hins besta í framtíðinni.

Það sama á við þá sem hafa átt orðaskipti við mig frá Vantrú á þessari síðu, þeir hafa hingað til verið málefnalegir og kurteisir. Óska ég þeim gleðilegra jóla og alls hins besta í framtíðinni.


Það gerist fleira á leikskólum

Var að tala við starfsmann leikskóla í gær. Hún tjáði mér að það væri búið að skipta út bæninni: Nú er ég klæddur komin á ról og komin einhver þula í staðin. Þetta ætti að gleðja vini mína vantrúarmenn.

 Annað sem ég heyrði líka í gær í vinnunni.  Amman fór í leikskólann með 2 ára barnabarnið á jólatréskemmtun. Jólasveinninn var mættur á staðin og byrjar að tína upp úr poka sínum. Það fyrsta sem hann tók upp úr pokanum var brjóstahaldari. Umrædd amma sagði að börnin hefðu ekki skilið hvað um væri að vera og var sjálf furðu lostin.En þetta er ekki kristilegt og þá í lagi eða hvað ?

Frásögn úr skóla í Reykjavík þar sem nokkrir 6 ára drengir halda félaga sínum meðan einn af þeim pissar á hann. Gæti verið gott að segja þessum drengjum frá kærleika Jesú, eða þessum orðum Hans: “ allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra.”

Heyrði að byrjað væri að kenna börnum jóga í leikskólum.Hvað segja vantrúarmenn um það ?Er þá hindúismi betri en kristin trú. Og er heilbrigðara að lát börn kyrja eitthvað nafn á illum indverskum anda og setja sig í stellingar til að tilbiðja sólina fremur en að biðja til Krists ? Ég kýs fremur Jesú bróðir besti og barnavinur mesti.....

Merkileg var einnig sú frétt sem var á forsíðu fréttablaðsins í gær að alnæmissamtökin, kenndu ungum drengjum að fróa sér í smokk. Hvaða boðun er það nú ? Eða vilja menn kalla þetta bara fræðslu. Eða er þetta spurningin um manngildi ? Tengist þetta alnæmi ? Já er ekki lífsnauðsyn að koma kristnum gildum út ?

 En þegar eitt fer út kemur annað inn og við sjáum nú þegar anda lögleysis að verki  meðal unglinga. Ekki lengra en síðan í gær að í fréttum var sagt frá 16 ára dreng, sem var dæmdur fyrir að nauðga tveimur stúlkum. Ég spyr aftur er ekki þörf á að koma kristnum gildum í burtu ?

 Jesús Kristur sagði: Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi.

Orðskviðir Salómons segja: Fræð þú sveininn um veginn sem hann á að halda og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.   


Vantrúarprestar með vantrúartrúboð í skólum.

 

 Las í fréttablaðinu í dag frétt um “trúfélagið Vantrú” . Þar kemur fram að þeir halda fyrirlestur á þemadögum í framhaldskólum.

Er ekki svolítil hræsni í því að vilja fara með sína “Vantrúarboðun” inn í skólana, en vilja síðan koma í veg fyrir að prestar þjóðkirkjunnar fái að boða sína trú í sömu skólum.

Hvar er nú lýðræðið ????? Af hverju á vantrú að hafa eitthvað fram yfir trú ??????

Fréttin segir einnig að séu ekki á móti kristnum hátíða höldum, sem sagt þeir vilja tileinka sér það góða frá kristindóminum, um leið og það kallast hindurvitni hjá okkur sem trúa.Ég óska öllum “ Vantrúarmönnum “ Guðs blessunar og gleðilegra jóla.

Megi augu þeirra opnast fyrir kærleika Jesú Krist og tilgangi lífsins, sem er samfélagið við skaparann.


Athyglisverð frétt

 Fékk senda þess slóð í gær og hef ekki séð þetta í íslenskum fjölmiðlum. Kannski hefur það farið framhjá mér.

En mér finnst merkilegt að þetta skuli koma daginn eftir yfilýsingu þjóðarleiðtoganna um áætlun um frið. Dæmi hver fyrir sig.

 

  
ft
 

After Annapolis: PA Television Erases Israel From Map

The day after the Annapolis conference - where the PA recognized Israel's right to exist - PA-TV aired a map of Israel with Israel vanished.  Meira

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband