Leita í fréttum mbl.is

Don´t worry be happy.

 

Einhver sagði, þú þarft ekki hluti til að lifa, en þú þarft að lifa til að eiga hluti.

Maður nokkur ákvað að eyða nokkrum dögum í klaustri. Ég vona að dvöl þín hér verði þér til blessunar sagði munkurinn sem sýndi honum klefann, sem hann átti að sofa í. Og ef þig vantar eitthvað þá láttu okkur vita. Við munum kenna þér að vera án þess.

Svo er gott að muna að hlutirnir geta alltaf verið verri.

Snati lá í hundakofanum sínum á þakkargjörðardegi, kveinandi yfir því að sitja uppi með bara hundamat, meðan mannfólkið var að gæða sér á kalkún, sósu og pumkin pie. En auðvitað gæti þetta nú verið verra, hugsaði hann. Ég gæti hafa fæðst "Kalkún"

Að minna sig á að þetta gæti verið verra, getur stundum getur stundum verið nóg til að taka gleði sína á ný.

Páll postuli segir í Filippíbréfinu 4.12:

Ég kann að búa við lítinn kost, ég kann einnig að hafa allsnægtir. Ég er fullreyndur orðinn í öllum hlutum, að vera mettur og hungraður, að hafa allsnægtir og líða skort. 13Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir.

Páll varar okkur einnig við ágirnd í Kólossubréfinu 3.5. og segir að ágirnd sé skurðgoðadýrkun.

Og það er einmitt málið, þegar lífið snýst bara um hluti og það sem hægt er að eignast.

Er ekki merkilegt að margir hafa alla þessi hluti, sem peningar geta veitt, en eru samt óuppfylltir.

Jesús Kristur sagði: Ég er kominn til þess að þeir hafi líf, líf í fullri gnægð.

Veljum lífið, og hamingjuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Halldórsson

Sæll Kiddi minn, takk fyrir síðast (svolítið langt síðan reyndar)

Góður pistill, takk fyrir mig vinur.

Sverrir Halldórsson, 14.4.2009 kl. 14:12

2 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka ykkur Einar og Sverrir. Já það er orðið langt síðan við höfum sést Sverrir minn. En sjáumst vonandi fljótt.

Kristinn Ásgrímsson, 14.4.2009 kl. 15:16

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Guði sé lof að ég er ekki Kalkúnn og ekki heldur chicken.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja frá hjara veraldar

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.4.2009 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband