Leita í fréttum mbl.is

Ímynd Íslands.

 

Ég verð að segja að ég er svolítið undrandi á allri þessari umræðu um ímynd Íslands.

Ég heyri að búið sé að skipa nefnd til að bjarga eða endurheimta ímynd Íslands. Ég er kannski bara svona einfaldur, en ég get alls ekki séð að ímynd landsins hafi beðið hnekki. Allur heimurinn er að fást við sömu vandamál og við. Ég var staddur í Bandaríkjunum þegar ósköpin dundu yfir og það sem ég fann fyrir þar var bara hlýhugur og óskir um að við björguðum þessu sem fyrst. Og það eru þær kveðjur sem ég hef fengið hvaðanæva úr heiminum.

Skaðar það ímynd okkar að eiga í fjárhagserfiðleikum ?

Ég get ekki betur séð en við höfum enn lánstraust hjá nágrönnum okkar Norðmönnum, Færeyingar hafa sent uppörvunarorð og svo mætti lengi telja.

Þótt einhverjir verðbréfa braskarar  sjái sér ekki lengur hag í að hafa okkur að féþúfu, hefur ekkert með ímynd Íslands að gera.

Guð blessi Ísland og áfram Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Ég elska Ísland rosalega mikið og er stolt af þessu landi, ég virti aldrei þetta útrásarlið viðlits og hætti að horfa á fréttir þegar viðskiptatal var orðið allsráðandi á kostnað þess sem skiptir máli. Slíkt ógeð tengist ekkert Íslandi og öllu því sem við höfum til að vera stolt af. Það er sannkölluð Guðsgjöf að eiga svona stórkostlegt land

halkatla, 17.10.2008 kl. 12:33

2 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Takk Jósef minn og þakka þér Anna Karen, já sammála að landið okkar er Guðs gjöf.

Kristinn Ásgrímsson, 17.10.2008 kl. 20:38

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

"Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.

Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.

Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.

Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.

Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur.

Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi." Sálmur 23.

Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.

Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?

Við erum lánsöm að vera Guðsbörn nú á ólgutímum.

Guð blessi þig og varðveiti

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.10.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Takk fyrir Rósa mín

Kristinn Ásgrímsson, 18.10.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 42902

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband