Leita í fréttum mbl.is

Afleiðing af hverju ?

Var að lesa frétt á vísir um unga konu sem fékk dóm í Saudi Arabíu, fyrst fyrir að vera í bíl með karlmanni og síðan er refsingin þyngd vegna þess að hún áfríðjaði dómi. Henni var nauðgað af sjö karlmönnum sem að vísu fá fangelsisdóm en hún fær 200 svipuhögg. Ekki veit ég hvernig eða hvort hún lifir það af. Ég var að hugleiða að misjöfn er réttvísin í þessum heimi. Sjá frétt

Það virðist skipta máli hverning fólk hugsar og hverju fólk trúir 

Langar að benda á myndband þessu máli tengt.

Set slóðina hér fyrir neðan þar sem linkur virðist ekki virka

<http://switch3.castup.net/cunet/gm.asp?ai=214&ar=1050wmv&ak=null>

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er alveg hrikalega óréttlátt. Þeir þyngdu refsingu konunnar af því að hún áfýjaði. Og ef hún lifir þetta af fer hún í fangelsi!  Svo kalla Íslendingar þá bandamenn. Ingebjörg Sólrún var þarna um daginn ásamt þingnefnd og það sagði enginn múkk af því að rikisstjórnin er að keppa að því að komast í öryggisráðið.

Sigurður Þórðarson, 18.11.2007 kl. 15:03

2 identicon

Þetta er viðbJóður viðurstyggðarinnar í sínu svartasta myrkri.Ráðamenn þarna sem kenna sig við Muslima eru ekki menn þetta eru ÓVÆRUR Í MANNSLÍKI.Veistu að í hreinskilni sagt þá treysti ég mér ekki á þessa síðu sem þú vísar í. Ég er búinn að fá nóg af þessum SKRÖTTUM.      EN taktu nú eftir,     ég held og vona að ég sé að fara með RÉTTA FRÉTT .   Þegar þáverandi UTANRÍKISRÁÐHERRA OKKAR frú Valgerðurðu " heimsótti þetta land" þá varð hún að BUKTA sig og beygja fyrir þessum Skrímslum og hylja sig með slæðu. ALLA vega setja eitthvað svoleiðis upp.Hvar var þá KVENFRELSISKJÓLLINN.Ég gæti bloggað heilmikið um þetta en læt þetta nægja í bili.Leiðréttu mig ef er ekki allveg rétt frétt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 19:56

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er alveg rétt hjá þér Þórarinn.  Það voru meira að segja einhverjar sem settu upp slæðu, mig minnir að Kolbrún Halldórsdóttir hafi verið þar á meðal. Það birtust einhverjar myndir af þessu.  Kannski getur einhver fróður maður sagt betur til um þetta?

Sigurður Þórðarson, 18.11.2007 kl. 20:59

4 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Þakka ykkur innlitið. Myndbandið sem ég vísa á er nú alls ekkert skelfilegt heldur kona sem segir hlutina eins og þeir eru.

Kristinn Ásgrímsson, 18.11.2007 kl. 21:39

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við eigum ekki að daðra við óréttlætið, ég googlaði aðeins rétt áðan og fann eftirfarandi:

http://atlih.blogg.is/2007-01-27/sabbatae-zevi/#respond

http://andres.blog.is/blog/andres/entry/98943/

Grein Steinunnar Jóhannesdóttur Mbl 26 jan 2007 

Sigurður Þórðarson, 18.11.2007 kl. 22:45

6 Smámynd: Linda

Sérhver vestræn kona sem sem í þágu pólitík gefur eftir hluta af sinni vestrænu lýðræðislegu arfleið er því miður að svíka allar þær konur sem berjast gegn ofbeldinu sem er í öfga Íslam, sem bera ör á likama sínum vegna mannasetninga og brjálæðis. Nei takk.

Linda, 19.11.2007 kl. 09:01

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Heyr Linda. Mæl þú manna heilust.

Sigurður Þórðarson, 19.11.2007 kl. 10:15

8 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Ef konan er í múslimaríki að þá eru réttindi hennar þau sömu og hjá hundum... það eru því miður mörg svona dæmi í þessum ríkjum. Maður nauðgar giftri konu sem varð svo ófrísk. Hún var sökuð um framhjáhald og líflátin. Hún gerði ekkert rangt í þessu tilviki.. En ég trúi því að Drottinn muni sjálfur rétta hlut hennar... Því mín trú er sú að Guð hatar það þegar menn notfæra sér minniháttar og hann rekur rétt hina smáu sem geta ekki varið sig sjálf...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 29.11.2007 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 42906

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband