Leita í fréttum mbl.is

Gullna hliðið

Gullna hliðiðGullnahliðið 2

 

Á Keflavíkurflugvelli er hlið sem kallað er "Gullna hliðið."  Þar fer enginn í gegn, nema hafa  aðgangspassa - aðgangspassi fæst ekki nema viðkomandi hafi hreint sakavottorð og uppfylli þau skilyrði sem sett eru. Þegar farið er inn á svæðið  þarf að fara úr yfirhöfn- fara gegnum vopnaleitartæki- og stundum handleit eftir það.

Allt er þetta gert til að gæta öryggis flugvallarins eða flugfarþeganna.

Ef aðgangspassi gleymist, þá er ekki nóg að þekkja öryggisverðina, þú ferð annað hvort heim og sækir passann, eða einhver innan vallar tekur ábyrgð á þér. Ef þú sættir þig ekki við þá leið sem flugmálastjórn hefur ákveðið, þá ferð þú einfaldlega ekki inn á flugvöllinn.

 

 Dag einn var ég staddur í varðstöðinni þar sem vopnaleitartækin eru og inn kom maður sem var að koma í fyrsta skipti og var skráður inn, fékk bráðabirgðar passa, þar eð einhver tók ábyrgð á honum. Hann ætlaði síðan aftur út án þess að fara gegnum vopnaleitina. Þá var kallað á hann , og honum sagt, að hann væri "óhreinn" og eina leiðin inn á svæðið, væri að fara gegnum gegnumlýsingartækin til að verða hreinn.

.Þetta minnti mig á frásögn Jesú Krist sem sagði : Ég er dyrnar.   Og aftur á öðrum stað þar sem talað er um hina helgu eða himnesku borg Jerúsalem: " Og alls ekkert  óhreint skal inn í hana ganga, né sá sem fremur viðurstyggð eða iðkar lygi,- engir nema þeir einir, sem ritaðir eru í lífsins bók lambsins."  (Opninb.21.27)

En er ekki undarlegt að menn geta sætt sig við að enginn komi inn á flugvöll nema eftir ákveðnum reglum,-vera skráðir í stafsmannabók flugmálastjórnar -þar sem engin frávik eru, bara ein leið.

En síðan segja margir að við getum komið til himinsins hvaða leið sem við viljum.

Er ekki skrítið hvað menn eru  oft ósáttir með það , að Guð almáttugur hafi eitthvað val um hvernig fólk komi inn á Hans yfirráðasvæði. Þegar þeim er sagt að við getum aðeins gengið hrein inn, með því að koma í gegnum "dyrnar" Jesú Krist. Hann er okkar andlega gegnumlýsingartæki  - Hið sanna ljós sem upplýsir hvern mann . Og Hann hreinsar okkur af allri synd.

Það sem Jesús Kristur hefur fram yfir flugmálastjórn er að hjá Honum færðu allt í einu, hreint sakvottorð, aðgangspassa og það gerist bara á einu augnabliki, það er opið allan sólarhringin.

Hann er bara einni bæn í burtu. Fáðu þér aðgangspassa að Guðs ríkinu strax í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Púkanum finnst þó einn munur á .. aðgangspassi flugvallarins er áþreifanlegt fyrirbæri, sem enginn efast um að sé yfirhöfuð til.

Púkinn finnst nú samt gaman að lesa vel skrifaðar greinar, þótt hann sé að sjálfsögðu gersamlega ósammála þér í öllum meginatriðum.

Púkinn, 5.7.2007 kl. 11:26

2 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Ég sé að púkinn notar ekki forritið sitt eða það nær kannski ekki fallbeygingunum. En það er nú svo margt sem ekki er áþreifanlegt. T.d. þegar einhver heldur á stein og segir mér að þessi steinn sé 5 milljón ára gamall, þá á ég til að efast.

Kristinn Ásgrímsson, 5.7.2007 kl. 15:26

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábær samlíking hjá þér Kristinn!  Það borgar sig að frelsast til Jesú því enginn veit sína ævina. Það er svolítið ríkt í landanum að tala um Lykla-Pétur að hann standi við hliðið og velji fólk inn í himnaríki, hvernig er þetta með hann eiginlega tilkomið?

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.7.2007 kl. 16:21

4 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Kannski Friðrik vinur okkar vilji tjá sig um það, Guðrún.

Kristinn Ásgrímsson, 5.7.2007 kl. 18:32

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Friðrik virðist vera það sem ég kalla "andlega blindur" það verður hann að eiga við sjálfan sig. Sennilega er þetta eins og með líkamlega blindu, ekki veit ég hvernig maður útskýrir regnbogann fyrir blindri manneskju.  En ég hef lent í þessu með Lyklapétur nokkrum sinnum, en það liggur svo ljóst fyrir við lestur Biblíunnar að enginn kemst til Guðs nema gegnum Jesús, ég er nú enginn fræðingur í Ritningunni en það er bara ekki hægt að lesa neitt annað útúr orðum hennar en að Jesús sé lausnarinn sem hefur sætt okkur við Guð.

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.7.2007 kl. 18:54

6 Smámynd: Linda

hæ er að fara boggvina hringinn og sendi þér bestu kveðjur og þakkir fyrir skemmtileg skrif.

Linda, 6.7.2007 kl. 18:57

7 identicon

Hæ hæ =)

ég skil ekki afhverju fólk ætti ekki að vilja að vera fyrirgefið allt sem their hafa gert.. nema thað sé haldið sjálfseyðingarhvøt en thá ættu their að losa sig við hana, og til að vera fyrirgefið og losna við sjálfseyðingahvøtina er bara að fara í gengum oprnu dyrnar sem er verið að tala um =)

I like it, like it alooot =)

en já babycake :p kíkki oftar inná thetta hjá thér afi =)

Muss og Klemm

sunneva (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 18:39

8 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Takk fyrir kommentið Sunsa mín og farðu nú vel með ömmu þessa daga

Kristinn Ásgrímsson, 7.7.2007 kl. 18:46

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir frábæra samkomu í morgun Kiddi, það var verulega gaman að koma til þín. Þetta minnti mig á samkomurnar á Akureyri, þar er jafnheimilislegt andrúmsloft og hjá þér í Keflavík. Ræðan var frábær og lofgjörðin yndisleg! Þú mátt búast við að sjá mig oftar og ég ætla að draga fleiri með mér næst. Ég er auðvitað hvítasunnumaður inn við beinið og því eðli get ég ekki afneitað.

Fæ ég þitt góðfúslega leyfi til þess að skrifa lofgrein um samkomurnar í Keflavík? Ég get ekki annað eftir svona góða lífsreynslu, þetta virkilega gaf mér mikið að koma til ykkar og ég sá og fann virkilega hvað ykkar starf er blessað og vinnur eftir anda Guðs !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.7.2007 kl. 16:16

10 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Guðsteinn og þakka þér komuna, var reyndar að reyna hringja í þig, en hef sennilega ekki rétt númer ?

Já þú mátt skrifa, hvað þú vilt, og  það þarf ekkert að vera lofgrein.

Kristinn Ásgrímsson, 8.7.2007 kl. 16:45

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er ekki skrítið að náðir ekki í mig, öll númer sem eru netinu eru vitlaus. Sendu mér póst á gudsteinnb@hotmail.com og ég sendi tilbaka rétt númer.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.7.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband