Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Jóga og ávöxtur þeirrar andlegu iðkunar

 

Maður sem ég kannast við, heimsótti Indland nýlega og  segir frá atviki sem hafði djúpstæð áhrif á líf hans.

Frásögn hans fer hér á eftir:

Í síðustu viku þegar ég var í Indlandi og horfði í augun á Divya, 4 ára stúlku, sem var skelfd og hjálparvana.Foreldrar hennar höfðu skilið hana eftir í vegarkantinum í Tanuku, austur  hluta Andhra Pradesh, vegna þess að þau áttu 3 stúlkur fyrir og vildu eignast son.

Þegar ég hitti þessa litlu stúlku, þá var ekki hægt að fá hana til að brosa, hún var í áfalli. Vinur minn Raja, sem fann hana tók hana heim á stúlknaheimilið sem hann og kona hans reka.  Þau sögðu mér að Divya hefði ekki talað eitt orð í 4 daga.

Hún grætur sig í svefn á kvöldin og hún skilur ekki hvað er um að vera.  Það eru 30 stúlkur á heimili Raja og allar þeirra hafa svipaða sögu. Sumar urðu munaðarlausar þegar foreldrar þeirra dóu, en sumum þeirra var kastað út, vegna þess að þær lifa í þjóðfélagi sem vanvirðir konur. Tvær þessara stúlkna fundust lifandi í öskutunnum þegar þær voru ungabörn.

Raja hefur einnig fundið  látin stúlkubörn í vegakantinum í ruslahrúgum. Svín höfðu étið hluta af líkama þeirra.

Vikuna sem ég átti með Raja og konu hans ásamt stúlkunum, sem búa í húsi með 3 herbergjum, 10 stúlkur í hverju herbergi, sofa á mottum á gólfinu. Það er aðgangur að 2 salernum en engin bað aðstaða.

Þessi hjón eiga einnig 2 börn sjálf, en þeim tekst samt að fæða munaðarlausu stúlkurnar á grænmeti og hrísgrjónum á hverjum degi. Þær fá smá kjötskammt einu sinni í viku.

Síðasta sunnudag eftir kirkju fórum við með allar stúlkurnar í Vatnsgarðinn í Tanuku. Það kostar $2 inn og auðvitað komast fátæku börnin aldrei þangað. Þessar stúlkur höfðu aldrei séð sundlaug.

Þær drífðu tánum varfærnislega í vatnið , en eftir smá tíma þá voru þær farnar að leika og skvetta vatni hver á aðra .

Allar nema Divya, litla 4 ára stúlkan sem ég sagði ykkur frá . Hún var mjög hrædd og reyndi jafnvel að flýja út úr Vatnsgarðinum.  Og þegar að Raja náði í hana þá sat hún bara einsömul.

En áður en ég fór heim þá hafði kærleikur þessara hjóna unnið hjarta hennar og hún brosti sínu fyrsta brosi og tók þátt í söng um Jesú með hinum stúlkunum.

Lækning var byrjuð í hjarta þessarar ungu stúlku, þökk sé Raja og konu hans fyrir ást þeirra og umhyggju.

Það má segja að saga Divya er endurspeglun á ástandinu í Indlandi í dag, þar sem konur og stúlkur þurfa að líða fyrir grimmd og höfnun.........

Ég læt hér staðar numið með frásögnina, en það sem vakti mig til umhugsunar er, að sú hugsun sem er orsakavaldurinn hér, er einmitt trúin. Það skiptir máli hverju við trúum. Hér sjáum við glöggt dæmi um ávöxtinn af trú hindúa.

Það sem skelfir mig þó enn meir er hve Vesturlandabúar hrífast af þessari trú. Jóga og hindúismi  eru samofin. Það er ekkert Jóga án Hindúisma og enginn Hindúismi án Jóga. Það sem fæstir vita um Jóga er, að andlega iðkunin gengur m.a út á leysa úr læðingi snákinn innra með þér.

Ég ætla að halda mér við Drottin Jesú Krist, sem forfeður okkar tilbáðu og hefur gefið okkar landi hingað til heilbrigð gildi, þar sem við berum virðingu fyrir stúlkubörnum, jafnt sem drengjum.


Guð nútímans, hin heilaga samkynhneigð.

  Nýr “guð” hefur nú litið dagsins ljós, “ hin heilaga Samkynhneigð”  Honum skal allur lýður lúta eða hafa verra af. Að mæla gegn þessum guði nútímans er nú kallað “guðlast” þótt guðlast hafi fyrir löngu þótt úrelt, þegar talað er um Guð biblíunnar.

Það er með þennan guð eins og hinn ævaforna Guð biblíunnar að hann er andi, bara nútímalegri. Í stað þess að kalla fólk, þá  beygir hann fólk undir “sinn vilja”. Flestir sem hafa beygt sig, hafa lýst þeirri baráttu sem það kostaði. Fyrst við þá sjálfa, að sigra sína eigin samvisku og síðan að koma út úr skápnum, eins og það kallast.

Þessi nýi guð nútímans krefst algjörrar undirgefni af sínum börnum. Ekki bara það, heldur boða spámenn hans “fagnaðarboðskapinn” djarflega og  krefjast þess einnig að ríkisstjórnir og önnur yfirvöld beygi sig og taki trúna.Eins og flestir vita hefur guði nútímans tekist þetta ætlunarverk sitt nokkuð vel. Alþingi Íslendinga beygði sig í auðmýkt og sagði að aumingjarnir sem væru að missa heimili sín gætu bara beðið. Guð nútímans skyldi sko hafa forgang. 

Einu sinni á ári fer kirkja þessa guðs í göngu niður Laugaveg, og þá klæðist fólk fatnaði, sem berar ákveðna líkamshluta á ögrandi hátt, því guð nútímans hefur sagt að hann sé kominn til að ögra gömlum, asnalegum siðferðisgildum. Ekki amast lögregluyfirvöld við þessu, en mér segir svo hugur að ef okkur hinum smælingjunum dytti í hug að ganga berrassaðir niður Laugaveginn, þá yrði okkur að sjálfsögðu stungið inn. 

 Það er bara eitt vígi sem enn er eftir, og það er Guð biblíunnar, sem nú á að beygja. Þar hófst “hinn guðinn” handa í prestastétt og tókst fljótlega að hrífa með sér frjálslynda, unga presta, sem tóku trúna og játuðust “guði nútímans” og segja þeir hinir sömu nú, að Guð Biblíunnar sé bara alltof gamaldags, Hann fylgist ekki lengur með “(nú)tímanum” 

Biskup þjóðkirkjunnar á Íslandi hefur nú beygt sig í auðmýkt og beðið “herra guð nútímans “ auðmjúklega afsökunar á því að hafa verið svo mikill kjáni að skilja ekki hver væri hinn sanni Guð.

Þessi nýi “guð nútímans” hefur komið því til leiðar að allir sem ekki tilbiðja hann og beygja sig, kallast nú gagnkynhneigðir, fordómafullir, kærleikslausir, skilningslausir, miskunnarlausir, fornaldarmenn, fólk sem virðist ekki vita á hvaða öld það lifir. 

Fyrir mig “gamlan manninn” sem ennþá lifi við þá fornaldarhugsun að 2+2 =4 , þá er þetta hliðstætt við að  einhver reyni að berja það inn í minn haus, að nú sé komið árið 2010 og 2+2 = 5 Að halda því fram að tveir karlmenn geti verið hjón, er jafn óskiljanlegt í mínum huga og að 2+2 geti verið 5. Hjónaband kemur frá hjú, sem er hvorugkynsorð yfir karl og konu. Fyrir hjónaband þarf því karl og konu. Þetta hefur ekkert með neina fóbíu að gera, ekki heldur hvort ég elska þennan eða hinn, þetta er einfaldlega íslensk málfræði.Þar fyrir utan er ég þeirrar skoðunar að nýju lögin sem Alþingi hefur sett varðandi þessi mál, séu atlaga að sköpunarverki Guðs og kristinni kenningu.Þessi lög hafa einfaldlega ekkert með mannréttindi að gera.  Það segir meira að segja Mannréttindadómstóll Evrópu í nýlegum úrskurði. Það gleymdist að endurmennta hann í þessari nýju kenningu. 


Gamla "frjálshyggjuguðfræði lumman"

Prestur kirkjunnar, Glynn Cardy, segir markmið auglýsingarinnar að gera grín að bókstaflegri túlkun jólaguðspjallsins. „Við viljum fá fólk til að íhuga hvað jólin snúast í raun og veru um," segir hann. „Snúast þau í alvöru um andlegan karlguð sem sendi sæði sitt svo að barn gæti fæðst, eða snúast þau um kraft ástarinnar á meðal okkar og sem birtist í Jesú Kristi?"

Hér kemur enn einu sinni fram þessi vinsæla blekking frjálshyggjuguðfræðinnar. Biblían er mjög skýr, hún segir okkur að: Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetin til þess að hver sem á Hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.

En það sem er svo skondið við þessa frjálshyggjuvellu, sem margir prestar halda varla vatni yfir, er að hún kennir að : "Kristur hafi komið til að hjálpa fólki að lifa í synd sinni. " Biblían kennir hins vegar að Kristur hafi komið til að frelsa okkur frá syndum okkar.

Ef kærleikurinn  táldregur, blekkir og leiðir fólk afvega eða frá hinni heilnæmu kenningur, sem Páll postuli talar um, þá er það einfaldlega ekki kærleikur Krist, heldur blekkingarandi, eða eins og Páll talar um í 2.korintubréfi 11.kafla : " Annar Jesús og annar andi "  og það er einmitt uppspretta, frjálshyggjuvellunnar.

Að mínu mati skipar þessi Glynn Cardy og hans kirkja sér í hóp þeirra er hafa Guð að háði, eða Guðlastara.

En megi Guð gefa öllum þeim sem þetta lesa gleðileg jól og farsælt komandi ár.


mbl.is Deilt um meydóm Maríu í Nýja-Sjálandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jesús Kristur er upprisinn.

 

Hallgrímur Pétursson orti svo:

 

Hefði ei vaktin geymt og gætt

grafarinnar, sem nú var rætt,

orsök var meiri´að efast þá,

hvort upp réð stá

drottinn vor Jesú dauðum frá.

 

Hér bendir Hallgrímur okkur á að grafarinnar hafi verið gætt, og segir óbeint að rómversku hermennirnir séu í raun vottar að upprisu Krists.

Matteus 28, segir okkur hið sama.

 

1Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina. 2Þá varð landskjálfti mikill því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. 3Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. 4Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir.
5En engillinn mælti við konurnar: „Þið skuluð eigi óttast. Ég veit að þið leitið að Jesú hinum krossfesta. 6Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði.

 

Við sjáum hér að varðmennirnir sáu engilinn og voru skelfingu lostnir.

Síðan lesum við:

 Matteus 28.11. 11Meðan þær voru á leiðinni komu nokkrir varðmenn til borgarinnar og sögðu æðstu prestunum allt sem gerst hafði. 12En þeir kvöddu saman öldungana og tóku það ráð með þeim að bera mikið fé á hermennina og mæltu við þá: 13„Segið þetta: Lærisveinar hans komu á næturþeli meðan við sváfum og stálu honum. 14Og ef þetta berst landshöfðingjanum til eyrna skulum við sefa hann svo að þið getið verið áhyggjulausir."
15Hermennirnir tóku við fénu og gerðu sem þeim var sagt. Þessi sögusögn hefur verið borin út meðal Gyðinga allt til þessa dags.

Þegar við tölum um upprisu Jesú Krists í dag eru margir vantrúaðir. En það er ekkert nýtt. Lærisveinar hans voru einnig mjög vantrúaðir. Þegar konurnar sögðu þeim frá þessu þá lesum við:

Lúk 18. 11. En þeir töldu orð þeirra markleysu eina og trúðu þeim ekki. 12Pétur stóð þó upp og hljóp til grafarinnar, skyggndist inn og sá þar líkklæðin ein. Fór hann heim síðan og undraðist það sem við hafði borið.[3]

Samt er ritningin mjög skýr að, ef Jesús er ekki upprisinn þá er trú okkar fánýt. 1.kor 15.14.

Við sjáum síðan að lærisveinar hans sannfærðust um upprisu hans eftir að hann hafði birst þeim.Lúk.24. 13-49.

Því má bæta við að þegar haft er í huga hve mikið lærisveinarnir urðu að líða, fyrir trú sína , þeir voru húðstrýktir, pyntaðir og sumir deyddir, þá er það mjög ósennilegt að þeir hafi verið fúsir að hætta lífi sínu fyrir málstað sem þeir vissu að væri uppspuni.

Vísindamaður við Cambridge - háskóla, snérist einmitt til kristinnar trúar, þegar hann hafði krufið þetta til mergjar.

Hann komst að þeirri niðurstöðu að lærisveinarnir hefðu ekki verið fúsir að ganga í dauðan fyrir það sem þeir vissu að var lygi.

 

 

 


Athyglisvert samtal

 Var að koma heim úr yndislegu fríi úr sólinni á Forida. Þessi frásögn beið mín í tölvupóstinum mínum. Kannski hafa einhverjir séð þetta áður, en það hefur enn sitt gildi. Ég er þeirrar skoðunar að þeir sem ganga af trúnni, þ.e trúnni á Guð, þeir hafa einfaldlega tekið þá ákvörðun að trúa mönnum. Eða þeir sem nú segja ég trúi ekki lengur biblíunni, eftir að hafa lesið þessa eða þessa bók, þeir hafa einfaldlega tekið aðra trú.

En hér kemur samtalið sem átti sér stað í skólastofu fyrir mörgum árum.

An Atheist Professor of Philosophy speaks to his Class on the Problem Science has with GOD, The ALMIGHTY.
He asks one of his New Christian Students to stand and . . .

Professor :
You are a Christian, aren't you, son ?
Student    :
Yes, sir.
Professor :
So you Believe in GOD ?
Student    :
Absolutely, sir.
Professor :
Is GODGood ?
Student    :
Sure.
Professor :
Is GOD ALL - POWERFUL ?
Student    :
Yes.
Professor :
My Brother died of Cancer even though he Prayed to GODto Heal him.
                   Most of us would attempt to Help Others who are ill.
                   But GOD didn't.
                   How is this GODGood then ? Hmm ?

( Student is silent )

 
Professor : You can't answer, can you ?
                   Let's start again, Young Fella.
                   Is GODGood ?

Student    :
Yes.
Professor :
Is Satan good ?
Student    :
No.
Professor :
Where does Satan come from ?
Student    :
From . . . GOD . . .
Professor :
That's right.
                   Tell me son, is there evil in this World ?

Student    :
Yes.
Professor :
Evil is everywhere, isn't it ?
                   And GODdid make Everything. Correct ?

Student    :
Yes.
Professor :
So who created evil ?

( Student does not answer )


Professor :
Is there Sickness ? Immorality ? Hatred ? Ugliness ?
                   All these terrible things exist in the World, don't they ?
Student    :
Yes, sir.

Professor :
So, who Created them ?
 
( Student has no answer )
 
Professor : Science says you have 5 Senses you use to Identify and Observe the World around you.
                   Tell me, son . . . Have you ever Seen GOD ?
Student    :
No, sir.
Professor :
Tell us if you have ever Heard your GOD ?
Student    :
No , sir.
Professor :
Have you ever Felt your GOD, Tasted your GOD, Smelt your GOD ?
                   Have you ever had any Sensory Perception of GODfor that matter ?

Student    :
No, sir. I'm afraid I haven't.
Professor :
Yet you still Believe in HIM ?
Student    :
Yes.
Professor :
According to Empirical, Testable, Demonstrable Protocol, Science says your GOD doesn't exist.
                   What do you say to that, son ?
Student    :
Nothing. I only have my Faith.
Professor :
Yes. Faith. And that is the Problem Science has.
Student    :
Professor, is there such a thing as Heat ?
Professor :
Yes.
Student    :
And is there such a thing as Cold ?
Professor :
Yes.
Student    :
No sir. There isn't.

( The Lecture Theatre becomes very quiet with this turn of events )


Student    :
Sir, you can have Lots of Heat, even More Heat, Superheat, Mega Heat, White Heat,
                   a Little Heat or No Heat.
                   But we don't have anything called Cold.
                   We can hit 458 Degrees below Zero which is No Heat, but we can't go any further after that.
                   There is no such thing as Cold.
                   Cold is only a Word we use to describe the Absence of Heat.
                   We cannot Measure Cold.
                   Heat is Energy.
                   Cold is Not the Opposite of Heat, sir, just the Absence of it.

( There is Pin - Drop Silence in the Lecture Theatre )

 
Student    : What about Darkness, Professor ? Is there such a thing as Darkness ?

Professor :
Yes. What is Night if there isn't Darkness ?
Student    :
You're wrong again, sir.
                   Darkness is the Absence of Something.
                   You can have Low Light,  Normal Light , Bright Light, Flashing Light . . .
                   But if you have No Light Constantly, you have Nothing and it's called Darkness, isn't it ?
                   In reality, Darkness isn't.
                   If it is, were you would be able to make Darkness Darker, wouldn't you ?
Professor :
So what is the point you are making, Young Man ?
Student    :
Sir, my point is your Philosophical Premise is Flawed.
Professor :
Flawed ? Can you explain how ?
Student    :
Sir, you are working on the Premise of Duality.
                   You argue there is Life and then there is Death, a Good GODand a Bad GOD.
                   You are viewing the Concept of GODas something finite, something we can measure.
                   Sir, Science can't even explain a Thought.
                   It uses Electricity and Magnetism, but has never seen, much less fully understood either one.
                   To view Death as the Opposite of Life is to be ignorant of the fact that
                   Death cannot exist as a Substantive Thing.  

                   Death is Not the Opposite of Life : just the Absence of it.
                   Now tell me, Professor, do you Teach your Students that they Evolved from a Monkey ?
Professor :
If you are referring to the Natural Evolutionary Process, yes, of course, I do.
Student    :
Have you ever observed Evolution with your own eyes, sir ?

( The Professor shakes his head with a Smile, beginning to realize where the Argument is going )


Student    :
Since no one has ever observed the Process of Evolution at work and
                   cannot even prove that this Process is an On - Going Endeavor,
                   are you not Teaching your Opinion, sir ?
                   Are you not a Scientist but a Preacher ?

( The Class is in Uproar )


Student    :
Is there anyone in the Class who has ever Seen the Professor's Brain ?

( The Class breaks out into Laughter )


Student    :
Is there anyone here who has ever Heard the Professor's Brain, Felt it, Touched or Smelt it ? . . .
                   No one appears to have done so.
                   So, according to the Established Rules of Empirical, Stable, Demonstrable Protocol, Science says that
                   you have No Brain, sir.
                   With all due respect, sir, how do we then Trust your Lectures, sir ?

( The Room is Silent. The Professor stares at the Student, his face unfathomable )


Professor :
I guess you'll have to take them on Faith, son.
Student    :
That is it sir . . .
                   the Link between Man & GOD is FAITH.
                   That is all that Keeps Things Moving & Alive.

 
It turned out later that the student is Albert Einsten
 

  

Trúboð - váleg tíðindi ?

 

 

 

Fyrir mörgum árum síðan hlustaði ég á viðtal við Sigurð Helgason eldri, þáverandi forstjóra Flugleiða, þar sem hann sagði að það væri sárt að vera boðberi válegra tíðinda. Það sem hann harmaði á þeim tíma var að þurfa að segja upp starfsfólki sínu.

Þessi orð " Váleg tíðindi komu aftur upp í hugann  í allri þessari umræðu um trúboð og trúna á Jesú Krist.

Margir segja sem svo : Já ég vil halda í kristilegt siðgæði og þann kærleika sem kristin trú færir okkur og jafnvel sagði einn þingmaður svo í fréttblaðinu að hann vildi halda í fagnaðarboðskap Jesú Krist, en... það mætti bara ekki vera í formi trúboðs.

Hvað er svona slæmt við Jesú Krist að það megi ekki boða hann, á sama tíma og hvers kyns ósómi og dónaskapur bylur á okkur bæði i dagblöðum inn á öllum heimilum í sjónvarpi útvarpi og á internetinu. Því miður berst sú boðun líka inn í skólana. Eða ætlar fólk að segja mér að þau vandamál sem við heyrum af meðal skólabarna, ofbeldi, þjófnaður, ljótt orðbragð, að það sé vegna þess að boðskapurinn um Jesú Krist hafi skemmt þau svona.

Nei kæru vinir ég held að við ættum að endurskilgreina einhver önnur hugtök eins og til dæmis mannréttindi eða umburðarlyndi, orð sem virðast hafa snúist upp í andhverfu sína í okkar þjóðfélagi.  Við heyrum í dag talað um að við þurfum að beygja kné okkar fyrir nýjum Guði, sem kallast  "Fjölhyggja" Fjölhyggjan heimtar nýtt siðgæði. Hver er og hvaðan kom þessi fjölhyggja ? Er þetta eins og nýju gallabuxurnar sem tískuverslanir selja unglingum með götum fyrir bæði hné.

Í  Fréttablaðinu 24.des er vitnað í dósent í heimspeki sem segir:"Grunnur siðferðis ætti að vera hlutlausari en svo að hann sé brennimerktur ákveðnum trúarbrögðum" Dósentinn þessi bendir síðan á að nútímasamfélög einkennist af fjölhyggju, " að því leyti að fólki leyfist að hafa þær siðferðishugmyndir sem það kýs, innan marka almenns siðferðis og laga. "

Gallinn við þessa fullyrðingu er sá að:

í fyrsta lagi einkennist okkar þjóðfélag  ekki af fjölhyggju, heldur þeim kristna arfi sem þjóðin hefur búið við undanfarin þúsund ár.

Í öðru lagi þá er ekki hægt að skilgreina "almennt" siðferði.

Í þriðja lagi þá fara lög og siðferði ekki alltaf saman. Löglegt en siðlaust ,var einhvern tíma sagt.

Ég segi því að það sem þessi maður kallar fjölhyggja, eru bara ein trúarbrögðin í viðbót, og það sem verra er, að það vita fæstir um hvað þau snúast. Það er bara fínt að tala um fjölhyggju.

En svo við snúum okkur aftur að spurningunni.  Er boðun kristinnar trúar váleg tíðindi, eða er það hluti af sjálfsögðum mannréttindum okkar að fá að heyra um skaparann? Eru það ekki mannréttindi að maðurinn fái að vita hvaðan hann kom, og af hverju hann er hérna ?

Eða eru það ekki mannréttindi að menn fái að heyra að þeir séu ekki af öpum komnir ?

Hvar er umburðarlyndið þegar kemur að kristinni trú og að þeirri hugmyndafræði sem kristin trú boðar. Er trúin á Jesú Krist váleg tíðindi ?  Ég svara nei, en það eru váleg tíðindi að það megi ekki lengur kalla kristið siðgæði " Kristið siðgæði," heldur þurfi að lýsa innihaldinu, eins og gert er nú í frumvarpi að nýjum lögum.

Má bjóða þér lesandi góður í kaffi með 2 bollum af hveiti og hálfum af sykri, einni matskeið lyftidufti 2 eggjum, 50 gr. smjörlíki  og  slatta af mjólk ?

Eða má bjóða þér í kaffi og vöfflur ?  Eða er ég þá að brjóta á mannréttinda -umburðalyndis -fjölhyggjufasismanum ? (Meira um það síðar)Guð blessi þig lesandi góður og ég vona að sem flestir þori ennþá að þiggja kaffi og  "bara" vöfflur.

 

 


HANN KOM

 

 

 

 

Við vitum að sonur Guðs er kominn og hefur gefið okkur skilning til þess að við þekkjum sannan Guð. 1. Jóh. 5.20.

 

Fyrir nokkra virðist það vera á reiki af hverju við höldum jól. Margir nefna að jólin eigi sér heiðin uppruna, tengist sólardýrkun o.s.frv. Ekki skal á móti mælt að sú hátíð hafi einhvern tíma verið fyrir hendi .

En jól kristinna manna eiga sér annan uppruna, nefnilega koma Guðs inn í þennan heim.Við lesum í Jesaja 40.9 : 9Stíg upp á hátt fjall, Síon, fagnaðarboði. Hef upp raust þína kröftuglega, Jerúsalem, fagnaðarboði. Hef upp raustina og óttast eigi,
seg borgunum í Júda: 10Sjá, Guð yðar kemur í mætti og ríkir með máttugum armi.

Hér segir spámaðurinn fyrir um komu Krists  og kallar boðberann fagnaðarboða.

Í Lúkas 2 .8 :  En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. 9Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir 10en engillinn sagði við þá: „Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: 11Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. 12Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu."
13Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu......

Hér sjáum við að himnesk vera kemur til jarðar og við sjáum að ótta slær á þá sem sjá hina himnesku veru, jú Guðleg nærvera er alltaf yfirþyrmandi og við finnum öll til veikleika okkar í nærveru Guðs.

Annað sem við sjáum er að engillinn talar um : " MIKINN Fögnuð"  og segir síðan að yður er í dag frelsari fæddur....

Þriðja sem við sjáum : Að með englinum var fjöldi himneskra hersveita , eins og þegar konungar eða þjóðhöfðingjar eiga í hlut.

Hér var konungur Guðs ríkisins að koma til jarðar og hersveitir þessa ríkis fylgdu honum.

Við heyrum Jesú síðar segja ( Jóh 18: 36,)  "Mitt ríki er ekki af þessum heimi...Væri mitt ríki af þessum heimi hefðu þjónar mínir barist"  og aftur heyrist  Jesús segja  ( Matt 26: 53) : " Hyggur þú, að ég geti ekki beðið föður minn að senda mér nú meira en tólf sveitir engla ?  "

Guð kom í þennan heim til mannanna sem hann hafði  skapað, til þess að bjarga og greiða úr þeirri flækju sem maðurinn hafði komið sér í með synd sinni. Þetta kallast fagnaðarerindi. Þetta má kenna um í skólum á Íslandi en ekki boða. Reyndar lét Jesús líf sitt vegna  þess að hann boðaði þennan boðskap. Mætti það vera umhugsunarefni fyrir okkur þessi jól.

Jesús var ófeiminn við að segja okkur hver hann væri, Hann sagði m.a að :Ef nokkurn þyrstir þá komi hann til mín og drekki.  Á táknrænan hátt segist hann vera hið lifandi vatn.

Ísland í dag:

Í okkar þjóðfélagi hefur nú verið umræða um hvað má og ekki má. Og það virðist stefna í það að jólaboðskapinn má ekki boða, en það má um hann fræða . Og með þessu er okkur sagt að verið sé að varðveita mannréttindi.

Lítill drengur eða stúlka á skóla bekk  þau mega horfa á hreint og tært vatnsglas en ekki drekka af því, Jú þetta stendur fyrir Krist segir kennarinn, en fyrst þarf ég að sýna ykkur alla hina menguðu vökvana, síðan þegar þið eruð orðin fullorðin , þá getið þið tekið þá ákvörðun að drekka hreina vatnið, nú ef þið eruð ekki orðin veik af hinu sullinu.

Mannréttindi og mannréttindi, það eru allir að boða eitthvað í dag og ég ætla bara að vera trúboði, trúin hefur reynst mér gott haldreipi í lífinu hingað til og af hverju skyldi ég ekki segja öðrum frá því.

Minni þig aftur á kæri lesandi að Guð hefur markað spor sín í þessum heimi og gefið okkur skilning á því hver hann er. Spurningin er þessi : Vilt þú taka á móti jólagjöf Guðs ?

 

 


Guð trúarinnar.

 

 

Hebreabréfið 11.6: En án trúar er ógerlegt að þóknast honum, því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, veður að trúa því að hann sé til og að hann umbuni þeim , er hans leita.

 

Var að lesa blogg um gull sem óx í lófa konu frá Vestmannaeyjum. Gat reyndar ekki séð að neinn neitaði þeirri staðreynd að þetta hefði gerst, en hins vegar kepptist fólk við að setja fram skoðanir sínar um Guð í þessu sambandi. Af hverju Guð léti svona ekki gerast og ef hann léti það gerast þá væri þörfin meiri í Afríku.

Þegar ég las í gegnum kommentin kom upp í huga minn tvennt:

Þegar Jesús hékk á krossinum þá hæddust margir að honum og sögðu: Bjarga nú sjálfum þér ef þú ert sonur Guðs, og stíg niður af krossinum.

Atburður í húsi Símonar: Kona kom með dýr smyrsl og hellti yfir höfuð honum.... Við þessa sjón urðu lærisveinarnir gramir og sögðu: " Til hvers þessi er þessi sóun ? Þetta hefði mátt selja dýru verði og gefa fátækum"   Hverju svaraði Jesús ? Fátæka hafið þér jafnan hjá yður, en mig hafið þér ekki ávallt. Síðan segir hann að hún hafi búið líkama sinn til greftrunar.

Í báðum framangreindum ritningum sjáum við að hugsun manna og Guðs fer ekki alltaf saman. Þegar Guð gerir eitthvað, virðist mönnum oft tamt að hæðast að því.

Jes. 55.8 Já mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mínir vegir - segir Drottinn.

Einhver læknast, fer til læknis fær það staðfest að lækning hafi átt sér stað og fólk hæðist að viðkomandi. Merkilegt.Kona upplifir að gullduft kemur í hendur hennar, lætur rannsaka efnið og það er staðreynd að um gullefni er að ræða og fólk hlær.

Af hverju ætti Guð að gera þetta, spyr fólk ?  Góð spurning . Guð hefur alltaf farið sínar leiðir hvað sem okkur mönnum finnst. Hins vegar er mikið talað um gull í biblíunni. Það er talað um götur úr gulli og undirstöðusteina borgar úr dýrum steinum.

Einnig í tjaldbúð Guðs var ljósastika úr skíru gulli sáttmálsörk af akasíuviði gulllögð bæði utan sem innan.Gull hefur einfaldlega táknræna merkingu í biblíunni og er táknrænt fyrir Guðdóminn.

Nú biblían talar um mörg tákn og undur hafi gerst meðal fólkisins á dögum furmkirkjunnar , hvað ef Guð vill einfaldlega opinbera nærveru sína á þennan hátt, á þessum tíma myrkurs og vantrúar ?

Aftur að upphafstextanum : Sá sem gengur fram fyrir Guð verður að trúa að hann umbuni. Það er eitt að trúa á Guð og annað að trúa að Guð geri hvað sem er fyrir þig. Oftar en einu sinni  lesum við í ritningunni að Jesús læknaði og sagði: Trú þín hefur gjört þig heilann.

Jesús skyrpti eitt sinn á jörðina og gerði leðju úr hrákanum og smurði í augu blinds manns og sagði honum að fara og þvo augu sín. Kannski fór maðurinn af því að hann sá ekki hvað Jesús gerði eða hvað ?  Nú ef við lesum þá sögu áfram, þá finnum við út að farísearnir efuðust um að maðurinn hefði nokkurn tíma verið blindur.

Margir eiga erfitt með að skilja á hvaða hátt Guð hefur valið að opinbera sjálfan sig og á meðan þeir ekki sætta sig við Guðs opinberun, þá verður hann einfaldlega áfram hulinn fyrir þá.

Hvernig opinbera menn hugsanir sínar í dag ? ???????

Nokkuð oft í rituðu máli. T.d hér á blogginu. Guð sendi Jesú til jarðar og hann sagðist vera opinberun á Guði. Hann sagðist sýna okkur Guð. Ritningin segir að hann hafi verið: Orðið,sem var hjá Guði og varð hold.  Jesús sagði einnig að ritningarnar vitnuðu um hann.

Nú þú sem lest þessar línur getur að sjálfsögðu sagt að það sem ég skrifa hér sé ekki mín sannfæring, og getur gert mér upp alls konar skoðanir. Það hins vegar breytir ekki minni sannfæringu eða mínum orðum.

Eins er það með þá opinberun sem Guð hefur gefið okkur mönnum í gegnum sitt orð, Hann er trúr sínu orði.

Hann er hinn sami í gær og í dag , segir reyndar í Haggai: Mitt er gullið og silfrið.....

Ég held bara að Hann geti gert það sem hann vill við það. Ef það var til staðar í tjaldbúð Ísraelsmanna, af hverju þá ekki í kirkjunni.

Vandinn er sá að flestir virðast trúa á dauðan Guð, sem var uppi fyrir þúsundum ára, en lést fyrir aldurs sakir.

Það er ekki Guð ritningarinnar.


Umburðalyndi Guðs

 

 

Er Kristin trú umburðarlynd ?  Er Guð biblíunnar umburðarlyndur ?

Hvernig skilgreinum við umburðarlyndi ?  Þýðir það að samþykkja allt eða þýðir það að geta búið við eitthvað sem manni finnst óþægilegt, óaðlaðandi, ógeðfellt, eða óréttlátt ? 

Ég tel að umburðarlyndi þýði ekki samþykki, heldur eiginleiki til að sýna þolinmæði, kærleika og sjálfstjórn í kringumstæðum sem eru okkur ekki að skapi.Ég trúi að langlyndi og umburðarlyndi séu skyld hugtök. Umber Guð þá sem brjóta gegn boðum Hans ?

Svarið er já, því ef Guð er almáttugur Guð og skapari himins og jarðar og skapari minn og þinn, þá værum við vart hér ef Hann ekki hefði umborið okkar misgjörðir.

Rómverjabréfið 3.25 segir: ..þannig sýndi Guð réttlæti sitt, því að hann hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir...

2.Pét. 3.9 "Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið, þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við yður, þar eð hann vill ekki að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar."

Að komast til iðrunar er að breyta um hugsunarhátt þ.e Guð býður eftir því að maðurinn vilji sjá hlutina á Hans (Guðs) hátt.  Hversu margir foreldrar hafa ekki beðið þess að börn þeirra í eiturlyfjaneyslu vildu sjá líf sitt á annan hátt ? Að þau vildu skipta um hugsunarhátt ? Guð er faðir sem elskar börnin sín . Þú getur kannski tekið börn þín og lokað þau inni bara til þess að uppgötva að þau byrja strax í neyslu og þau losna. En ef þú getur fengið þau til að hugsa öðruvísi eða gera iðrun þá er hægt að hjálpa.

Eins er það með eðli syndarinnar, Guð faðir okkar vill fá okkur til að hafna þessu eðli og taka við gjöf Hans í Kristi  sem er aðgangur að " Ríki Hans". Jóh. 3.3.

Hann hefur sýnt umburðarlyndi sitt frá sköpun heimsins.

Postulasagan 14.16 : " Hann hefur um liðnar aldir leyft, að sérhver þjóð gengi sína vegu "

Margir ásaka Guð fyrir umburðalyndi Hans og segja að ef Hann er almáttugur Guð af hverju grípur hann ekki inn í ranglæti heimsins. Hinir sömu ásaka einnig Guð fyrir að ætla á settum tíma að dæma heiminn.

Jesús Kristur sagði að faðirinn hefði sett tíma og tíðir af sjálfs síns valdi, sem segir okkur að hann sér tímann í öðru ljósi en við. Þannig að Guð mun opinbera réttlæti sitt á settum (sínum) tíma.

1.kor. 13.7. " Kærleikurinn umber allt"  Umber þá ekki kærleikurinn syndina, spyrja margir. Jú, vissulega umber  kærleikurinn syndir okkar, en segir okkur um leið að : " Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm, sem haldinn verður yfir öllu því sem hulið er, hvort sem það er gott eða illt." Prédikarinn 12. 14.

Eitt  virðist þó vera erfitt fyrir Guð að umbera : " Skurðgoðadýrkun" þ.e . þegar"maðurinn" barn hans tekur til að dýrka aðra Guði. Eða falla fram fyrir líkneskjum, eða hafa samband við illa anda.

Ein besta myndin í biblíunni af umburðalyndi Guðs er sennilega sagan um týnda soninn. Þar lætur faðirinn soninn hafa sinn hluta af arfinum, sonurinn gerir síðan allt sem er andstætt vilja föðurins. Þegar sonurinn síðan kemur til sjálfs síns og vill snúa aftur, þá bíður faðirinn með opna arma og heldur veislu fyrir soninn.

Hins vegar er Guð orðheldinn. Ritningin segir: "að hann sé ekki maður að hann ljúgi né sonur manns að hann sjái sig um hönd." 4. Mós. 23.19

Jer. 1. 12. Sjá ég vaki yfir orði mínu til að framkvæma það.

2. Tím 3. 16 Sérhver ritning, innblásin af Guði er nytsöm til fræðslu - umvöndunar - til leiðréttingar til menntunar í réttlæti.

Eg tel að margir eigi erfitt með að skilja það að Guð sé trúr orði sínu. Af hverju ? Þeir hugsa ennþá öðruvísi en Guð. Guð er að bíða eftir að þeir geri iðrun. Þannig að við getum líkt Guði við föður sem allt sitt líf bíður eftir syni, sem er að eyðileggja líf sitt, bíður þess að geta miskunnað honum, en sonurinn velur myrkrið og lætur líf sitt að lokum af ofnotkun eiturefna og glatar lífi sínu. Var það föðurnum að kenna ? Nei það var val sonarins.

Vandinn við þá sem sjá Guð sem vondan og hefnigjarnan Guð er að þeir skilja ekki söguna. Fyrir þá eru engin eiturlyf til. Þannig að það er bara faðir að refsa syni. Menn gleyma að eins og Guð er til þannig er og djöfullinn til og því miður er það svo að margir velja það einfaldlega að þjóna honum. Umber Guð það ? Já , en það hryggir hann og hann bendir stöðuglega á rétta vegin í orði sínu.

Meira að segja kom Guð sjálfur til jarðar og umbar það að maðurinn sköpun hans krossfesti hann. Hann leið þolinmóður á krossi og sagði:" Ef mitt ríki væri af þessum heimi, þá hefðu þjónar mínir barist."Hugsunin í Hans ríki var og er öðruvísi og ef við viljum sjá hlutina í ljósi Guðs þá þurfum við menn einfaldlega að breyta okkar hugsun í stað þess að rembast stöðugt við að reyna breyta hugsun Guðs. Menn hafa reynt það gegnum aldirnar og eru enn að.

Jesús Kristur orðaði það svona : Gjörið iðrun, Guðs ríkið er í nánd.

 


Guð Abrahams

 

Guð Abrahams

Var að lesa umræður á bloggsíðu Svans Sigurbjörnssonar hjá Siðmennt um fórn Abrahams. Það er mjög erfitt að komast að réttri niðurstöðu ef við leggjum upp með rangar forsendur. Í sálmi Davíðs segir:"Hversu torskildar eru mér hugsanir þínar ó Guð." (Sálmur 139.17)

Og aftur í 1.kor. 2.14"Maðurinn án anda veitir ekki viðtöku því, sem Guðs anda er."

Til þess að skilja biblíuna þurfum við að skilja hugsanir Guðs og til þess að skilja hugsanir Guðs þá þurfum við að hafa anda Guðs. Allir geta eignast anda Guðs en andinn veitist samt aðeins fyrir trú. En það út af fyrir sig á ekki að ræða í þessum pistli. Heldur þessi spurning sem beint var til vinar míns Jóns Vals hvort hann væri reiðubúinn að fórna sínum syni eins og Abraham var tilbúinn að fórna sínum.

 

 Nú þá er fyrst að segja þetta, að í áætlun Guðs var bara einn Abraham og líka bara einn Jesús Kristur. Allt sem Guð gerði í lífi þessara tveggja, tengdist fyrirhugaðri hjálpræðisáætlun Guðs.  Þegar Abraham hafði verið reyndur af Guði, hvort hann myndi fórna sínum syni, þá talar engill Drottins til hans og segir:" Að fyrst þú gjörðir þetta og synjaðir mér eigi um einkason þinn þá skal ég ríkulega blessa þig og stórum margfalda kyn þitt.... og af afkvæmi þínu skulu allar þjóðir á jörðunni blessun hljóta."

Páll segir okkur í Galatabréfinu hvert afkvæmið var. Það var Kristur. Þannig að það má segja að Guð hafi sagt: Fyrst þú Abraham synjaðir mér ekki um þinn son, þá mun ég gefa þér minn son.

Þannig að þetta er upphafið af hjálpræðisáætlun Guðs, til fallins mannkyns. Guð hafði gefið Adam vald yfir jörðinni . Adam hafði framselt þetta vald djöflinum. Þannig að nú þurfti Guð að gera sáttmála við manninn til þess að eiga inngang aftur . Guð er trúr sínu orði og djöfullinn hafði lagalegan rétt yfir jörðinni. Nú er það, að Guð gerir sáttmála við Abram, að vera hans Guð og Abram segir já.  Guð segir síðan : Þú skalt verða faðir margra þjóða ...og skalt þú heita Abraham. Og það er eftir það að Guð biður Abraham um soninn.

Sáttmáli í hinum austræna heimi, á milli tveggja einstaklinga þýddi : Allt mitt er þitt og allt þitt er mitt. Þannig að ef Abraham gaf sinn son þá var Guð skuldbundinn að gefa sinn son. Þetta er einfaldlega hugsunin á bak við fórn Abrahams.

Einnig í Hebreabréfinu þá  kemur í ljós að Guð talaði oft fyrrum til okkar mannanna í gegnum spámennina. En nú í lok þessara dag hefur hann talað til okkar í syni sínum.

Þannig að biblían samanstendur af tveimur sáttmálum hinum gamla og hinum nýja.

Í Hebreabréfinu 11 kafla er einnig sagt, að Abraham fórnfærði Ísak fyrir trú er hann var reyndur, hann hugði, að Guð væri þess jafnvel megnugur að vekja upp frá dauðum. Af hverju hugsaði Abraham svona? Jú Guð hafði sagt honum: " afkomendur Ísaks munu taldir verða niðjar þínir. "

Á þessu sést að Abraham treysti Guði í blindni.

En að leiða getur að því að Guð biðji Pétur eða Pál að fórna einkasyni sínum, er einfaldlega vanþekking á hugsun Guðs, í þessu samhengi.

Abraham er sá sem Guð notaði til þess að koma hjálpræðis áætlun sinni til mannanna.

Sumt af því sem hér hefur verið sagt hljómar sennilega eins og heimska fyrir það sem við köllum mannlega skynsemi, enda talar Páll um heimsku prédikunarinnar.

Jesús orðaði það þannig,  að enginn getur séð Guðs ríki nema hann endurfæðist.

 


Næsta síða »

Höfundur

Kristinn Ásgrímsson
Kristinn Ásgrímsson
Safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík. Nafnlausar athugasemdir eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, sem og dónalegar athugasemdir.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband